Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
✝ SteinunnMaría Einars-
dóttir fæddist 11.
júlí 1949 í Hafnar-
firði. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 27. júní
2016.
Steinunn var
dóttir Einars G.
Ólafssonar, f. 13.
mars 1921, d. 2.
desember 1984, og
Sigrúnar Rósu Steinsdóttur, f.
12. október 1920, og lifir hún
dóttur sína. Samfeðra eru
Guðný Fríða Einarsdóttir, f.
12. júní 1941, og Áslaug Anna
Einarsdóttir, f. 3. desember
1947. Bræður Steinunnar eru
Ólafur Einarsson, f. 13. maí
1952, og Gunnar Einarsson, f.
25. maí 1955.
frá Flensborgarskóla 1966, hún
lauk námi við Hjúkrunarskóla
Íslands 1971. Hjúkrun var
hennar ævistarf og vann hún
m.a. sem deildarstjóri á
kvennadeild Landspítalans,
starfaði á vökudeild Landspít-
alans, starfaði á Vífilsstaða-
spítala, varð deildarstjóri þeg-
ar ný hjúkrunarálma var tekin
í notkun á Hrafnistu í Hafnar-
firði árið 1982 og starfaði hún
þar þar til þau hjónin fluttust
til Vestmannaeyja árið 1986.
Þá starfaði hún m.a. við heilsu-
gæsluna þar, ungbarnaeftirlit
og var lengst af deildarstjóri á
lyflækningadeild sjúkrahúss
Vestmannaeyja. Þau hjónin
ákváðu, vegna heilsubrests
Steinunnar, að hætta að vinna
á sama tíma og hafa notað
undanfarin ár í fjölmörg ferða-
lög, jafnt innanlands sem utan,
sem og samverustundir með
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og langömmustúlkum.
Steinunn verður jarðsungin
frá Digraneskirkju í dag, 6. júlí
2016, og hefst athöfnin kl. 13.
Þann 28. nóv-
ember 1970 giftist
Steinunn, Páli Ein-
arssyni, f. 30. apríl
1949, lengst af
bæjarritari í Vest-
mannaeyjum. Börn
þeirra eru 1) Sig-
rún Birgitte, börn
hennar eru Berg-
lind og Arnar Páll,
dætur Berglindar
og Guðmundar
Magnússonar eru Erla Karitas
og Thelma Líf. 2) Einar, kona
hans er Kristjana Jónsdóttir og
börn þeirra eru Steinunn
María, Hrafnhildur og Páll
Gauti. 3) Gunnar Þór, sam-
býliskona hans er Chloë Mal-
zac.
Steinunn ólst upp í Hafnar-
firði og lauk gagnfræðaprófi
Elsku mamma mín,
ég á svo ótal margar minn-
ingar um þig og okkur saman. Þú
að draga mig á snjóþotu frá leik-
skólanum í Lönguhlíð þegar þú
varst að vinna sem hjúkka á
Landspítalanum og við lékum
okkur á leiðinni. Við að hlusta á
handboltalýsingar í útvarpinu og
svo seinna að sleppa okkur yfir
handboltanum í sjónvarpinu sam-
an. Við að baka endalaust fyrir
jólin því það var borðað jafn-
óðum. Bústaðaferðir hingað og
þangað í mörg ár, þar til við
eignuðumst Hálsakot. Hlátur-
sköstin sem við Einar gátum tek-
ið og pabbi horfði oft í forundran
á okkur og spurði: „Hvað gengur
eiginlega á hjá ykkur tveim?“ En
fyrst og fremst á ég minningu
um að þú varst ein af mínum
bestu vinkonum og við áttum al-
veg sérstakt samband, sem ég
veit að margir öfunduðu mig af.
Allir mínir vinir hafa ætíð verið
velkomnir á heimili ykkar pabba
og öll þekktu þau ykkur, því
þannig vildir þú hafa það.
Tíminn þegar við bjuggum öll
í Vestmannaeyjum er okkur öll-
um svo dýrmætur, þar sem við
borðuðum hvert hjá öðru, öll
spilakvöldin okkar, barnarbörnin
að skottast yfir á Illugagötu til
að athuga hvort ekki væri hægt
að baka kanilsnúða og svo ótal
margt fleira.
Þegar þið pabbi fluttust frá
Eyjum og bjugguð ykkur fallegt
heimili í Ásakór varð það strax
sami samkomustaðurinn, öll sam-
an alltaf.
Samband þitt við mömmu
þína, hana ömmu Bíu, var ein-
stakt og þið töluðuð saman á
hverjum degi og einnig samband
þitt við Dídí sem þú sagðir svo
oft hvað þér þætti vænt um hana.
Ég ætla að fá lánaða setningu
frá vinkonu minni, sem mér
finnst lýsa þér svo vel, en hún
sagði um frásagnarhæfileika þína
– að þegar þú sagðir frá þá áttir
þú hvert bein, hverja taug og
hverja frumu í hlustendum þín-
um og það er svo satt. Frásagnir
þínar voru svo lifandi, fyndnar,
ýktar (oft á tíðum) og húmorinn
yfirleitt alltaf í fyrirrúmi. Fróð-
leiksfíkn þín í svo ótal margt
sýndi sig oft í þeim áhuga sem
þú hafðir á að deila visku þinni,
greind og gæðum með okkur hin-
um. Húmorinn þinn er eitthvað
sem mun halda okkur á floti, því
þó hann væri oft á tíðum svartur
þá var hann alltaf til staðar og þú
þar af leiðandi glaðlynd og ein-
staklega brosmild og falleg kona.
Þú varst mikil fjölskyldu-
manneskja og varst stolt af þinni
fjölskyldu, okkur börnunum,
ömmubörnunum þínum og svo
langömmustelpunum þínum, sem
þér fannst svo fínar, eins og þú
orðaðir það.
Þú varst töffari frá náttúrunn-
ar hendi og lést ekkert stoppa
þig, hvorki veikindi né annað. Ég
var svo heppin að fá að vera með
ykkur pabba á Spáni í nokkur
skipti, þar sem þú naust þín og
náðir upp þreki fyrir komandi
vetur. Það sem af er ári hefur
verið þér erfitt, en þetta er eitt-
hvað sem ég sá ekki fyrir að
kæmi núna. Ég er þakklát fyrir
að hafa verið hjá þér þegar þú
kvaddir, en sorgin er svo óbæri-
leg að ég veit ekki hvernig ég á
að vera.
Elsku mamma, þú kenndi mér
flest sem ég kann í dag, en þú
kenndir mér ekki hvernig ég á að
lifa án þín.
Pabbi, ég, Einar, Gunnar og
fjölskyldur okkar munum heiðra
minningu þína með því að standa
saman og halda hvert utan um
annað.
Ég elska þig.
Þín
Sigrún.
Elsku amma Steina, þá ertu
farin frá okkur. Ótrúlegt að
hugsa til þess hvað þú fórst hratt
frá okkur.
Það er til margs að minnast,
allar góðu stundirnar úr Vest-
mannaeyjum en við nutum þeirra
forréttinda að eyða barnæsku
okkar með annan fótinn inni á
heimili ykkar afa.
Alltaf vorum við jafn velkom-
in, sama hvaða dagur var og oft-
ar en ekki voru nýbakaðir snúðar
eða sandkaka á boðstólum hjá
þér.
Alltaf varstu tilbúin að spila,
baka og leika við okkur.
Sama hvort að maður fékk
smá skrámu eða gat á hausinn þá
gat amma lagað allt hvort sem
það var með hjúkrun eða faðm-
lögum þá lagaði það allt.
Á öllum hátíðisdögum varstu
vön að klæða þig upp, fylla borð-
ið af glæsilegum veitingum og
bjóða alla velkomna, þér leið allt-
af best að hafa allt þitt fólk hjá
þér.
Þegar fjölskyldan fór frá Vest-
mannaeyjum lá leið ykkar afa í
Kópavoginn, ófáar stundirnar
sem við eyddum þar. Matarboðin
og heimsóknirnar voru alltaf
yndislegar, þér þótti svo vænt
um þegar við komum til ykkar
afa.
Fyrir tveimur árum eignuðust
þið afi ykkar fyrsta langömmu-
barn, það var fátt dýrmætara en
að fá að fylgjast með ykkur um-
gangast hana elsku Erlu Karitas
okkar.
Þegar þú veiktist enn frekar í
byrjun árs kom ekki annað til
greina en að biðja ykkur afa um
að vera guðforeldrar Thelmu Líf-
ar. Er ég ykkur ævinlega þakklát
fyrir að hafa tekið það hlutverki
því ekki óraði okkur fyrir því að
þú myndir kveðja okkur svona
fljótt.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig, elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson.)
Nú vakir þú yfir okkur öllum
líkt og þú hefur alltaf gert. Þú
varst alltaf svo glæsileg og falleg
kona. Við kveðjum þig með trega
og söknuði, við elskum þig, elsku
amma.
Berglind Brynjarsdóttir og
Arnar Páll Sigrúnarson.
Steinunn stóra systir mín er
látin langt fyrir aldur fram. Hún
barðist hetjulega við lungnasjúk-
dóm sem að lokum hafði betur.
Af æðruleysi og jákvæðni háði
hún sína baráttu með Palla sinn
sér við hlið eins og klett, aldrei
heyrði ég hana kvarta um heilsu-
leysi. Þrátt fyrir lítinn mátt á
stundum fór hún fremst okkar
systkina í umönnun móður okkar
sem nú sér á eftir barninu sínu til
æðri máttarvalda. Það er líka mjög
sárt að horfa á það. Steinunn var
hjúkrunarfræðingur af Guðs náð.
Hún hafði einlægan áhuga á hög-
um fólks og velferð, vildi láta gott
af sér leiða. Hennar eðlislægu
kostir nýttust henni vel í leik og
starfi, hún var góður hlustandi, átti
auðvelt með að setja sig í spor
annarra og sýna samkennd sem
gerði nærveru hennar einstaklega
góða.
Stálminnug var hún á fólk og at-
burði alla. Það var hægt að fletta
upp í henni eins og alfræðiorðabók,
aldrei komið að tómum kofunum.
Hún hafði jú lesið um það einhver
staðar. Einhverju sinni spurði ég
hana hvort hún hefði lesið Íslend-
ingabók alla, slík var ættfræði-
kunnáttan, „Já, reyndar,“ var svar-
ið. Hún las bækur í sama mæli og
við bræðurnir vörðum tíma okkar í
að elta bolta þegar við vorum
yngri. Bókasafnið í Hafnarfirði var
á sínum tíma hreinlega lesið upp til
agna, í orðsins fyllstu merkingu.
Þessi fróðleiksfýsn hennar birtist
líka í áhuga á að ferðast og kynn-
ast nýjum stöðum, sögu og menn-
ingu. Það var ekki tilviljun að hún
var valin í lið Vestmannaeyja í
spurningakeppninni Útsvari en þar
bjuggu Steinunn og Palli í 24 ár.
Hún einfaldlega vissi meira og bet-
ur en margir aðrir. Steinunn átti
auðvelt með að segja frá, hafði
mikla frásagnar- og kímnigáfu.
Lýsingar á fólki og viðburðum
voru tilþrifamiklar, kryddaðar með
tilvitnunum úr heimsbókmenntum
þegar svo bar við og eða spaugileg-
um atvikum úr hversdagsleikan-
um. Já, það var alltaf stutt í hlát-
urinn þar sem Steinunn var. Hún
hefði orðið góður rithöfundur hefði
hún lagt það fyrir sig. Listamenn
hafa margir hverjir einstakan
hæfileika til að finna kjarnann í
viðfangsefninu, hinn tæra tón.
Þannig fannst mér hún systir mín
líka hafa nálgast sín mörgu lífsins
viðfangsefni. Var fljót að greina
kjarnann, finna réttu svörin og við-
brögð, hvenær skuli hlustað og
hvenær er rétt að tala. Já, hún
kunni líka þá list að segja ekki
neitt, lét þögnina tala fyrir sig og
brosti sínu fallega brosi um leið.
Við Sigga eigum margar góðar
minningar með Steinunni og Palla.
Upp í hugann koma heimsóknir út
í Eyjar, þar sem spilað var golf,
spilað á spil og dýrindis matur
snæddur framleiddur af listakokk-
inum Steinunni. Golfferðin góða til
Spánar og heimsókn þeirra hjóna
til okkar Siggu þegar við bjuggum
í Englandi koma einnig upp í hug-
ann. Umfram allt er þó góð minn-
ing um góða systur sem var alltaf
hugulsöm, hvetjandi og skemmti-
leg, en líka ákveðin með sterkar
skoðanir sem hún tjáði umbúða-
laust. Fyrir það vil ég þakka um
leið og við Sigga vottum fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð.
Megi hin góða minning um hana
Steinunni okkar lifa að eilífu, hún
var fyrirmynd svo margra.
Gunnar Einarsson.
Steinunni frænku minni fylgdi
gjarnan glaðværð, gamansemi og
húmor. Hún hafði góða frásagn-
argáfu og var fundvís á hið skop-
lega í tilverunni. Örlát, gestrisin og
trygglynd var hún. Þótt Steinunn
væri að mörg leyti félagslynd og
hefði áhuga á fólki leitaði hún samt
líka í einveru. Þá var gott að eiga
athvarf í bókum, eða þannig hugs-
aði ég það. Hún var fróðleiksfús og
las alltaf mikið. Það voru bækur af
margvíslegu tagi og hún var vel að
sér um svo margt. Betri gjöf en
góða bók var varla hægt að finna
fyrir hana.
Steinunn glímdi við erfið veik-
indi allmörg síðari árin, sjúkdóm
sem smám saman dró meira og
meira úr þreki hennar og lífsgæð-
um. Þegar svo nýr sjúkdómur kom
í ljós síðastliðinn vetur var fljótt
nokkuð ljóst hvert stefndi. Stein-
unn tók veikindum sínum af miklu
hugrekki og æðruleysi. Hún bar
sig einstaklega vel, kvartaði ekki
og eyddi fljótt talinu ef spurt var
um heilsufar hennar. Hún reyndi í
lengstu lög að lifa sem eðlileg-
ustu fjölskyldulífi og sinnti aldr-
aðri móður sinni, börnum og
barnabörnum sem best hún gat.
Áreiðanlega var það oft meira af
vilja en mætti. Góður eiginmaður
stóð við hlið hennar í öllu and-
streymi. Þau Palli höfðu ung tek-
ið saman og stóðu saman í blíðu
og stríðu. Þrátt fyrir veikindin
tókst þeim að eiga góða tíma
saman. Ekki síst höfðu regluleg-
ar ferðir þeirra á suðrænar slóðir
um margra ára skeið bætandi
áhrif á líðan Steinunnar.
Langri samfylgd er lokið, –allt
frá því við Steinunn vorum litlar
stelpur í húsi ömmu og afa á
Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Það var
alltaf gott með okkur Steinunni
þótt við værum ekki alltaf sam-
mála. Einstaka sinnum gat
hvesst en það stóð aldrei lengi.
Ég minnist margra góðra stunda
með henni og Palla, bæði á heim-
ili þeirra og á ferðalögum. Fyrir
vináttu þeirra og tryggð við mig
og móður mína er ég þakklát.
Það er með trega sem ég kveð
frænku mína. Fari hún í friði.
María Þ. Gunnlaugsdóttir.
Elsku frænka.
Styrkur þinn og kjarkur er
það fyrsta sem ég hugsa um, en
þrátt fyrir veikindi þín þá sýndir
þú mér og öðrum ekkert nema
góðar hliðar og jákvæðnin var í
fyrirrúmi. Ég mun taka þig til
fyrirmyndar. Ég rifja upp góðar
stundir hjá ykkur Palla í Eyjum,
þar sem meðal annars var farið
árlega á pysjuveiðar. Gestrisnin
og umhyggjan var alltaf í fyrir-
rúmi og ekki þótti mér leiðinlegt
að smakka allar tegundir af þeim
kökum sem þú bakaðir, í minn-
ingunni var það heill hellingur.
Þú sýndir mér alltaf mikla hlýju,
elsku frænka, bæði mér og einn-
ig börnunum mínum. Aníta Dís
mun seint gleyma Steinunni
frænku sinni sem sendi henni
fullan poka af varalitum og fínerí
því hún mundi eftir því hve hrifin
hún var af rauða varalitnum hjá
ömmu Bíu. Ég mun halda áfram
að rækta fjölskylduna okkar,
frændsystkinin og komandi kyn-
slóðina, en þarna vorum við tvær
alveg á sama máli, mikilvægasta
fólkið okkar sem má aldrei
gleyma.
Takk fyrir góðar stundir og
hlýjan hug, elsku frænka.
Gunnur Líf Gunnarsdóttir.
Elsku Steinunn María Einars-
dóttir, eða amma Steina, eins og
hún Erla Karitas okkar kallar
þig. Það er ótrúlegt og óraun-
verulegt að rita þessi orð til að
kveðja þig. Allt hefur gerst svo
hratt að það er í senn ótrúlegt og
ósanngjarnt.
Mér er efst í huga þakklæti að
hafa orðið þeirrar gæfu njótandi
að kynnast eins yndislegri mann-
eskju og þér. Á þeim sex árum
sem eru liðin frá því að Berglind
kynnti okkur hafa orðið til ótal
góðar og yndislegar minningar.
Það var alltaf svo gott og nota-
legt að koma til ykkar Palla í
Ásakórinn. Öll matarboðin, jóla-
veislurnar og allar yndislegu
samverustundirnar eru ómetan-
legar. Þú naust þín svo vel á
þessum stundum og smitaðir út
frá þér gleði og hamingju.
Erla Karitas var alltaf svo
glöð og kát að koma til ömmu
Steinu og það var frábært að sjá
gagnkvæmu gleðina hjá ykkur
báðum þegar þið hittust. Ekkert
veitir mér meiri ánægju en að þú
hafir náð að vera skírnarvottur
hjá Thelmu Líf og það er ekki
minnsti efi í mínu hjarta að þú
vakir yfir henni, Erlu Karitas og
okkur öllum. Þannig ertu, ekkert
er þér mikilvægara en fjölskyld-
an.
Það er með mikilli sorg sem
ég kveð þig, elsku Steinunn, og
takk fyrir yndisleg kynni.
Hugur minn er hjá fjölskyldu
þinni og okkar. Guð gefi okkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Guðmundur Magnússon
Leiðir okkar Steinunnar lágu
fyrst saman á vordögum árið
1972. Við vorum nýútskrifaðar
„hjúkkur“ úr gamla góða skól-
anum. Fullar af orku, áhuga og
metnaði.
Steinunn var snemma valin til
ábyrgðar í starfi. Var ung ráðin
deildarstjóri – og ég var svo
sannarlega tilbúin að ráða mig í
vinnu hjá þessum heillandi deild-
arstjóra. Það voru góðir tímar –
mikil vinna en líka mikil vinnu-
gleði.
Steinunn sinnti mörgum trún-
aðar- og ábyrgðarstörfum á
starfsferli sínum og þar nutu
kraftar hennar sín vel eins og í
öllu sem hún tók sér fyrir hend-
ur.
Steinunn var heillandi og lífs-
glöð. Frásagnarsnilld hennar
heillaði alla. Öllum þessum eig-
inleikum fékk ég að kynnast og
heillaðist með. En ég fékk líka að
kynnast vináttu Steinunnar og
trausti. Fyrir það er ég þakklát –
og rík af góðum stundum með
góðri vinkonu.
Vinátta okkar Steinunnar varð
síðan að vináttu okkar Kjartans
við Steinunni og Palla. Við áttum
góðar stundir saman á ferðalög-
um – við veisluborð og líka við
eldhúsborðið.
Allar þessar stundir eru dýr-
mætar og gott að eiga í farangr-
inum og við Kjartan erum inni-
lega þakklát fyrir góðu
stundirnar með Steinunni og
Palla.
Steinunn var alltof ung þegar
orkan og krafturinn hurfu á
braut og það var ekki alveg
hennar stíll að þurfa aðstoð. En
Steinunn höndlaði það vel og
saman áttu hún og Palli mörg
góð ár og nutu þess að ferðast. Á
einu slíku ferðalagi hittumst við í
suðrænni sól. Steinunn var eins
og alltaf – lífsglöð og hrókur alls
fagnaðar. Þá sem fyrr var gott að
hittast. Njóta og hlæja saman.
Elsku Palli, vinur okkar svo
kær. Við hugsum til þín. Þú lést
drauma hennar rætast.
Við Kjartan sendum þér og
fjölskyldunni samúðarkveðjur.
Með söknuði kveð ég kæra vin-
konu.
Svona er lífið – svona er dauð-
inn.
Vinarkveðja,
Katrín Þórlindsdóttir.
Leiðir okkar Steinunnar lágu
fyrst saman í Hjúkrunarskóla Ís-
lands árið 1969. Hún var ári á
undan í náminu og ég tók strax
eftir þessari kraftmiklu, duglegu
og skemmtilegu stelpu. Ég
kynntist svo Steinunni seinna
þegar hún ásamt fjölskyldu flutt-
ist búferlum til Vestmannaeyja.
Ég og Steinunn unnum saman á
sjúkrahúsi Vestmannaeyja og
með okkur tókst kær vinskapur.
Þeir sem þekktu Steinunni vissu
að hún var hjúkrunarfræðingur
af lífi og sál. Hún ætlaði sér alltaf
að verða hjúkrunarfræðingur og
var einstaklega fær í sínu starfi,
vel liðin og samstarfsfólk leit upp
til hennar. Hún var sérstaklega
natin og hlý við sjúklingana sína
sem nutu góðs af hennar hæfi-
leikum og einstaka karakter.
Steinunn var góðum gáfum
gædd, sérstaklega minnug, víð-
lesin og fróð. Hún var frábær
sögumaður, fangaði vel athygli
fólks og var óhrædd við að
skreyta vel sögurnar sínar, hún
hafði nefnilega góðan húmor og
sá spaugilegu hliðarnar á tilver-
unni. Hún naut þess mjög að
hafa fólk í kringum sig og það
var ávallt glatt á hjalla í kringum
hana.
Steinunn lagði mikið af mörk-
um til sinnar starfsstéttar. Hún
sinnti ábyrgðarstöðum og var
mjög virk í félagsstörfum. Hún
var leiðtogi og fyrirmynd.
Síðustu ár glímdi Steinunn við
veikindi og nú er mín kæra vin-
kona fallin frá langt um aldur
fram.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Ragnheiður Alfonsdóttir.
Steinunn María
Einarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HILDUR EINARSDÓTTIR,
Bolungarvík,
lést á hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík
mánudaginn 27. júní.
Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 9. júlí
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast
bent á orgelsjóð Hólskirkju í Bolungarvík, rnr. 1176-18-911908,
kt. 630169-5269.
.
Einar Benediktsson, María Guðmundsdóttir,
Halldóra Benediktsdóttir, Sören Pedersen,
Bjarni Benediktsson, Bjarnveig Eiríksdóttir,
Ómar Benediktsson, Guðrún Þorvaldsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.