Morgunblaðið - 06.07.2016, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
✝ Hafdís Guð-mundsdóttir
fæddist á Akranesi
21. júní 1960. Hún
lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við
Hringbraut þann
24. júní 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Guðlaugsson,
bifreiðastjóri, f.
23. júlí 1932, d. 22. október
2001, og Jórunn Axelsdóttir,
starfaði meðal annars á hjúkr-
unarheimili, f. 14. apríl 1936,
d. 21. júní 2005. Systkini Haf-
dísar eru í aldursröð: Sveinn
Trausti, f. 1956, Ásgrímur, f.
1957, Jóhanna Gréta, f. 1957,
Karen, f. 1959, Bryndís, f.
Hafdís einn son, Gest Örn Áka-
son, f. 1983, maki Eyrún Val-
þórsdóttir, f. 1984 og eiga þau
þrjú börn. Þorsteinn á tvo syni
frá fyrra hjónabandi; Kristin,
f. 1979, maki Sigríður Olga
Magnúsdóttir, f. 1980, eiga þau
þrjú börn, og Andra, f. 1981,
maki Mary Joy Repato, f. 1990.
Hafdís lauk landsprófi 1976
og síðan prófi frá Sjúkraliða-
skóla Íslands 1981. Hún varð
stúdent frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti 1991. Lauk
MA prófi í félagsráðgjöf árið
1999. Eftir útskrift starfaði
Hafdís sem félagsráðgjafi við
góðan orðstír, meðal annars á
geðdeild Landspítalans, fé-
lagsþjónustunni í Mosfellsbæ,
félagsþjónustunni í Reykja-
nesbæ en lengst af starfaði
hún sem forstöðukona í Björg-
inni, geðræktarmiðstöð Suður-
nesja.
Útför Hafdísar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 6. júlí
2016, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
1962, stúlkubarn,
f. 1964, d. 1965,
Guðlaugur, f. 1966
og Anna Þórdís, f.
1968.
Hafdís giftist
Þorsteini Svörfuði
Kjartanssyni, tann-
smiði, f. 16. febr-
úar 1950. Hann er
sonur hjónanna
Kjartans Ólafs-
sonar frá Kross-
hóli í Skíðadal, f. 27. febrúar
1919, d. 13. desember 1973, og
Klöru Kristinsdóttur, f. í
Reykjavík 21. október 1922, d.
2. janúar 2010. Hafdís og Þor-
steinn eiga saman eina dóttur,
Klöru Lind, f. 1988, maki Arn-
ar Gísli Hinriksson, f. 1989 og
eiga þau tvö börn. Fyrir átti
Það er með miklum söknuði og
sorg í hjarta sem ég kveð yndislega
móður. Það er á svona erfiðum tím-
um sem ég hefði einmitt leitað til
hennar mömmu og þar hefði ég
fundið hennar styrk og hlýju til
þess að takast á við þetta. Þessir
síðustu mánuðir þar sem hún barð-
ist við þennan illvíga sjúkdóm hafa
verið mjög erfiðir. En það var sér-
staklega erfitt að sjá þessa fallegu,
duglegu og lífsglöðu konu verða
svona mikið veika. Hún sem var
vön því að hafa fleiri verkefni en
tími gafst í. Hvort sem það var í
vinnu eða heima fyrir þá hafði hún
alltaf nóg að gera enda einstaklega
dugleg og drífandi kona. Mamma
var fyrirmynd fyrir mig og kenndi
mér ótalmargt. Hún hvatti mig
ávallt til dáða sama í hverju það
var, námi, vinnu og öllu mögulegu.
Mamma er sú fyrsta sem ég heyrði
í á stórum stundum í lífi mínu. Þeg-
ar ég hugsa til þess rifjast upp eitt
skemmtilegasta símtal ævi minnar,
þegar ég hringdi í hana af spítalan-
um í Aarhus. Þá bað ég hana um að
setjast niður áður en ég segði henni
að ég og Eyrún ættum von á tví-
burunum. Viðbrögðin létu ekki á
sér standa og gleðin í röddinni
ógleymanleg.
Hún var alltaf til staðar og alltaf
reiðubúin að rétta fram hjálpar-
hönd. Mér er sérstaklega minni-
stætt þegar ég og Eyrún vorum í
námi í Danmörku. Þá kom hún út
og var hjá okkur í einni prófatörn-
inni til þess að hjálpa okkur með
ömmustelpurnar sínar, Guðrúnu
Maríu og Hafdísi. Það var yndis-
legur tími og ég verð ávallt þakk-
látur fyrir hann. Einnig er mér
minnisstætt þegar Berglind var að
byrja í leikskólanum þá bauð
mamma strax fram aðstoð sína og
fór með henni í aðlögun. Hún
minntist oft á það hversu gaman
það væri að vera með stelpurnar og
hún hló oft að því hversu lík Berg-
lind er mér þegar ég var lítill. Fjöl-
skyldan var það mikilvægasta hjá
henni mömmu. Það leið ekki sá
dagur að hún hringdi ekki í mig til
að heyra nýjustu fréttirnar af
ömmustelpunum sínum. En nú
stend ég mig oft að því að ætla að
hringja í mömmu en átta mig svo á
því að hún er farin. Sorgin er mikil
og það vantar mikið í fjölskylduna
en lífið heldur áfram og hún
mamma hefði viljað að við værum
glöð og minntumst hennar á henn-
ar bestu stundum. Ég mun ávallt
minnast hennar og er þakklátur
fyrir að hafa átt hana að þó svo það
hafi verið allt of stutt.
Þinn sonur,
Gestur.
Elsku mamma, besta vinkona
og mín helsta fyrirmynd. Við sem
áttum eftir að upplifa svo margt
saman. Aldrei hefði mig órað fyrir
því hve snemma þú kvaddir þenn-
an heim. Kjarnakonan hún
mamma með allan sinn lífskraft,
dugnað og þor og sem lyfti grett-
istaki hvar sem hún kom.
Mínar fyrstu minningar af okk-
ur tveimur eru þegar þú skutlaðir
mér fjögurra ára gamalli á ballett-
æfingar í ballettskóla Sigríðar Ár-
mann. Ávallt tímanlega, stífgreidd
með hnút í hárinu, í nýþvegnum
ballettbol og sokkabuxum. Stelpan
þín grenjaði fyrir hverja einustu
æfingu en alltaf hvattir þú mig
áfram og gafst ekki upp.
Krafturinn og metnaðurinn
skein í gegn alla þína ævi. Móðir
með fjögur börn vílaði það ekki fyr-
ir sér að skella sér í háskólanám í
félagsráðgjöf. Mikið sem mér
fannst það flott að fá að sitja við
hlið þér og yfirstrika gamlar bæk-
ur eins og þú gerðir við skólabæk-
urnar. Útsjónarsemin alltaf hreint.
Mamma þú varst ekki kona af
gamla skólanum og erum við líkar
að því leyti. Það fór lítið fyrir
handavinnu eða pönnuköku-
bakstri. Það var sko aldrei logn-
molla í kringum þig og þú lifðir líf-
inu svo sannarlega lifandi. Þeir
sem þekktu þig fengu að kynnast
þínum svarta húmor, góðlátlegri
stríðni og lífsgleði. Þér leið best
þegar þú hafðir nóg fyrir stafni
hvort sem var í leik eða starfi.
Þú varst alltaf svo glæsileg og
vel til höfð, í hælaskóm með varalit
og fallega skartgripi. Þú vildir
meina að ný leðurstígvél væru allra
meina bót og bættu andlegan styrk
og vellíðan.
Bestu vinkonur mínar höfðu oft
orð á því hversu hreint það væri
alltaf heima hjá okkur. Eftir því
sem ég eltist gerði ég mér grein
fyrir því að þetta væri eitt af þínum
helstu áhugamálum. Þess heldur
þegar Phil Collins, Simply Red eða
Diana Ross ómuðu um allt hús.
Ég dáist að ykkur pabba hversu
dugleg þið voruð að njóta lífsins og
gera skemmtilega hluti saman.
Mótorhjólaferðirnar ykkar um
landið þar sem þú gerðir mikið grín
að því að þú værir„hnakkaskraut“
á hjólinu. Skíðaferðirnar þar sem
þú sagðist bara ætla að vera í „auð-
veldu“ brekkunum. Grikklands-
ferðin þar sem þú misstir nýja iP-
hone-símann milli hæða við þína
fyrstu „selfí“ myndatöku. Mamma
þú sást það jákvæða í öllu og hlóst
að óvenjulegum uppákomum. Já-
kvæðnin og húmorinn verður eitt
af svo ótal mörgu sem ég kem til
með að tileinka mér frá þér í lífinu.
Alltaf varst þú boðin og búin að
hjálpa öðrum óháð stétt eða stöðu.
Þú elskaðir að vinna með fólki og
þegar ég hugsa til baka hefur fólk
alltaf verið þitt helsta áhugamál.
Þú varst svo sannarlega á réttri
hillu í lífinu sem félagsráðgjafi og
elskaðir starfið.
Ég verð alltaf jafn stolt að fá að
líkjast þessari glæsilegu konu og
frábæru fyrirmynd. Þín verður
sárt saknað, elsku mamma. Ég
mun sakna allra símtalanna sem
við áttum oft á dag. Ég mun sakna
þess að hlæja með þér, slúðra, deila
góðum ráðum og þinnar góðu nær-
veru. Ég mun sakna bestu vinkonu
minnar og mömmu sem ég elska af
öllu hjarta.
Hvíldu í friði, elsku mamma, ég
lofa að passa pabba.
Þangað til næst.
Dóttlan þín,
Klara Lind.
Í dag kveð ég mína yndislegu
tengdamóður, Hafdísi, sem fallin
er frá langt um aldur fram eftir erf-
ið veikindi.
Mikið er erfitt að kveðja en á
sama tíma koma margar góðar
minningar upp í hugann. Hafdísi
kynntist ég fyrir 14 árum þegar ég
kom inn í fjölskylduna. Mér var
strax tekið með opnum örmum
enda voru Hafdís og Steini alltaf
höfðingjar heim að sækja.
Hafdís var skemmtileg, fyndin,
traust og hláturinn og orkan í
kringum hana hreif alla með sér. Á
liðnum árum hefur oft komið upp í
hugann hversu heppin ég var að
hafa fengið þessa stórglæsilegu og
kraftmiklu tengdó inn í líf mitt.
Stelpurnar mínar voru líka lán-
samar að eiga ömmu Hafdísi en
hún var dugleg að búa til minning-
ar með barnabörnunum með ótal
bíóferðum, leikhúsferðum og sum-
arbústaðaferðum. Fjölskyldan var
Hafdísi mjög hugleikin og það var
fátt skemmtilegra en að segja
henni frá kjánastrikum ömmu-
stelpnanna.
Ég minnist Hafdísar sem
dugnaðarforks; þegar hún passaði
ömmustelpurnar sínar sat hún ekki
auðum höndum. Eftir að koma
stelpunum í háttinn stífgreiddum
þá var ósjaldan sett í þvottavél,
skúrað og brotinn saman þvottur.
Svona var hún alltaf boðin og búin
að hjálpa öllum.
Söknuðurinn er sár en góðar
minningar eiga eftir að ylja okkur
um ókomin ár.
Þér ég þakka
vináttu og góðar stundir,
hlýja hönd og handleiðslu,
okkar stundir saman.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
(Höf. ók.)
Eyrún Valþórsdóttir.
Elsku Hafdís. Eða elsku tengdó,
eins og við skrifuðum venjulega
hvor til annarrar. Ég trúi ekki
ennþá að þú sért farin, mér finnst
eins og þetta sé allt bara vondur
draumur og að þú hljótir bara að
fara að koma og redda þessu. Þú
varst dugnaðarforkur og það var
aldrei lognmolla í kringum þig. Þú
hugsaðir vel um líkama og sál og
varst vel liðin hvar sem þú komst
og þú lést hlutina gerast en beiðst
ekki eftir því að aðrir gerðu hlutina
fyrir þig.
Ég man ennþá þegar ég hitti þig
í fyrsta sinn, ég ætlaði bara að
kíkja á Kristin og endaði óvart í
mat með allri fjölskyldunni. Ég var
eitthvað stressuð að lenda svona í
fjölskylduhittingi alveg óvænt og
borðaði lítið og þá spurðir þú:
„Hva’, finnst þér maturinn minn
vondur?!“ og áður en ég náði að
stynja einhverju upp fórstu að
skellihlæja og þar með var þetta af-
greitt og ég var orðin ein af fjöl-
skyldunni. Þannig minnist ég þín;
blátt áfram, ekkert að skafa utan af
hlutunum og alltaf stutt í hláturinn.
Við hlógum oft saman, mest gerð-
um við stólpagrín að svona hvatvís-
um kvenskörungum eins og okkur
sjálfum, en annars töluðum við um
allt milli himins og jarðar. Það var
ósjaldan sem við Kristinn vorum í
mat á efri hæðinni þegar við bjugg-
um í kjallaranum og eftir að við
fluttumst til útlanda áttum við allt-
af vísan samastað hjá ykkur Steina
þegar við komum til Íslands. Það
voru ófá kvöldin þar sem við sátum
og spjölluðum um allt og ekkert og
ég mun sakna þessara stunda.
Stelpurnar okkar og hin barna-
börnin munu sakna ömmu Hafdís-
ar sem alltaf kom færandi hendi,
fór oft með allan skarann í bíó og
hélt fjölmenn frænknanáttfatap-
artý, þar sem allt var leyfilegt og
allir máttu vaka rosalega lengi.
Stórt skarð hefur myndast í fjöl-
skylduna og þín verður sárt saknað
en enginn getur tekið minningarn-
ar frá okkur. Ég ætla að enda mína
hinstu kveðju til þín á uppáhalds-
ljóði mínu úr Hávamálum, en það á
vel við um svona einstaka konu eins
og þig.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur
(Úr Hávamálum)
Takk fyrir allt, Hafdís mín, hvíl í
friði.
Þín tengdadóttir
Sigríður Olga (Sigga).
Elsku fallega systir mín, mikið
rosalega sakna ég þín. Hugur minn
er búinn að reika um víðan völl síð-
ustu daga og minningar um þig
streyma upp í huga mér. Þú ert
hetjan mín. Ævistarfið þitt hófst
löngu áður en þú settist í þá stöðu
sem þú varst í. Þú ert búin að eltast
við vandræðagemlinginn hana litlu
systur þína í mörg ár, birtast á
ótrúlegum stöðum að reyna að
koma fyrir hana vitinu. Það virkaði
Haddý. Þú snertir taugar í mér. Þú
náðir til mín með þínum ótrúlega
styrk og þrautseigju og endalaus-
um kærleik. Þegar ég svo þurfti á
leiðsögn að halda gat ég hringt til
þín og fengið lánað úr þínum enda-
lausa viskubrunni upplýsinga og
innsæis.
Þú varst sú sem ég treysti fyrir
öllu, varst viðstödd fæðingu Elísa-
betar, varst mín hægri hönd ef eitt-
hvað bjátaði á. Ég leit upp til þín.
Við upplifðum að vera nágrannar á
tímabili og dætur okkar skólasyst-
ur og vinkonur, tímabil sem er mér
dýrmætt.
Allt sem þú tókst þér fyrir hend-
ur gerðir þú 100% hvort sem það
var í námi eða starfi. Fullkomið
skyldi það vera og ekkert minna.
Enginn var svikinn eða skilinn eftir
með sárt ennið ef þú komst að máli.
Ég fékk tækifæri til að geta launað
þér alla hjálpina þegar þú varst að
gera ritgerðir eða vinnuplögg og í
gegnum þá vinnu fékk ég að sjá
hversu mikill fagmaður þú varst.
Heimilið og fjölskyldan blómstraði
ekki síður. Enda börnin þín stór-
glæsileg ungmenni i dag sem þú
ert svo stolt af.
Þú hafðir þann eiginleika að
dæma aldrei fólk, tala fallega um
það en sjá vandamálið eða sjúk-
dóminn sem hrjáði það. Varst svo
næm og full af mannkærleika.
Hafdís
Guðmundsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
(Unnu),
Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HSS og
Nesvalla í Reykjanesbæ fyrir umönnunina
.
Þorsteinn Eggertsson, Jóh. Fjóla Ólafsdóttir,
Guðfinna Eggertsdóttir, Sigvaldi Jósafatsson,
Jón Þ. Eggertsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir,
Guðrún Eggertsdóttr
og fjölskyldur.
Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir,
SNORRI JÓNSSON,
fyrrverandi kennari og ritstjóri,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi
fimmtudagsins 30. júní. Útför hans fer fram
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn
12. júlí og hefst kl. 15.
.
Halla Snorradóttir Theódór Hallsson
Snorri Rafn Snorrason Stefanía Sigurðardóttir
Nanna Snorradóttir
Jón Özur Snorrason Alda Sigurðardóttir
Gísli Jens Snorrason Jóhanna Ólafsdóttir
Svanur Már Snorrason Ásdís Erla Valdórsdóttir
og fjölskyldur.
Elsku maðurinn minn, faðir og afi,
SVAVAR GUÐMUNDSSON,
Birkihvammi 14,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi
þann 28. júní.
Útför fer fram frá Digraneskirkju föstudag
8. júlí kl. 11.
.
Rósa Guðmundsdóttir
Margrét Svavarsdóttir
Ísak Steingrímsson Emma Sóley Steingrímsdóttir
Tumi Steingrímsson Viktor Steingrímsson
Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og
vináttu við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
KRISTBJARGAR
INGIMUNDARDÓTTUR,
Grensásvegi 58,
sem lést 9.júní síðastliðinn. Sérstakar
þakkir færum við starfsfólkinu á
hjúkrunarheimilinu Grund.
.
Inga Long, Ólafur Eiríksson,
Ingimundur Vilhjálmsson, Margrét Helga Jónsdóttir,
barnabörn, langömmubörn,
langalangömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐNÝ BJARNVEIG
GEORGSDÓTTIR,
Skúlaskeiði 18, Hafnarfirði,
lést mánudaginn 4. júlí.
.
Guðrún Albertsdóttir, Sverrir Jakobsson,
Albert S. Albertsson, Ingibjörg H. Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.