Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 27
orð á því: „Mér fannst gaman að sjá Hvamm í Dölum, minnismerkið og fleira sem minnir á þessa merku konu,“ segir Dóra sem las Laxdælu fyrir nokkrum árum: „En Krossaætt- in á Árskógsströnd er líka merkileg. Í henni er mikið um duglegt fólk. Mamma mín, Anna María, var mjög dugleg kona. Hún gafst aldrei upp, enda af Krossaætt.“ Dóra var orðin 100 ára þegar hún hætti að sjá um sig sjálf í Norðurgöt- unni og fluttist í hjúkrunarheimilið Skjól í Reykjavík. Loks má geta þess að Dóra minnist þess að hafa séð eldingar og ösku- strók árið 1918 þegar Katla gaus. Hún var að gæta barna í Höfða þegar hún sá glampa í suðri og fullorðnir settu diska út á tún til að fylgjast með öskufalli. Fjölskylda Eiginmaður Dóru var Þórir Ás- kelsson, f. 18.7. 1911, d. 10.12. 2000, sjómaður og seglasaumari. Foreldrar hans voru Áskell Hannesson, f. 29.5. 1875, d. 29.3. 1953, bóndi, og k.h., Laufey Jóhannsdóttir, f. 6.10. 1877, d. 22.4. 1927, húsfreyja. Sonur Dóru og Þóris er Áskell Þór- isson, f. 19.3. 1953, útgáfu- og kynn- ingarstjóri Landgræðslu ríkisins en kona hans er Vilborg Aðalsteins- dóttir, kennari og skrifstofukona. Dóttir Dóru er Ása Drexler, f. 25.11. 1933, búsett í Bandaríkjunum. Systkini Dóru: Anna Gunnur Ólafsdóttir, f. 7.5. 1911, d. 31.11. 1945; Guðríður Ólafsdóttir, f. 25.4.1916, d. 25.10 2005, húsfreyja á Akureyri; Gunnar Ólafsson, f. 1.10. 1917, d. 6.9. 1991, sjómaður á Akureyri; Baldvin Ólafsson, f. 26.12. 1919, d. 6.2. 2015, verslunarmaður á Akureyri; Vigfús Ólafsson, f. 7.11. 1922, d. 19.10. 2012, framkvæmdastjóri á Akureyri; Árni Ólafsson, f. 1.10. 1925, d. 1.10. 2003, kennari á Akureyri; Þóra Soffía Ólafsdóttir, f. 18.4. 1931, fyrrverandi skrifstofumaður, búsett í Reykjavík. Foreldrar Dóru voru Ólafur Gunn- arsson, f. 27.7. 1878, d. 15.1. 1964, út- gerðarmaður á Kljáströnd, og k.h., Anna María Vigfúsdóttir, f. 28.11. 1888, d. 10.7. 1973, húsfreyja. Úr frændgarði Dóru Ólafsdóttur Dóra Ólafsdóttir Soffía Jónsdóttir húsfr. á Þorleifsstöðum Halldór Halldórsson b. á Þorleifsstöðum í Svarfaðaral Halldóra Halldórsdóttir húsfr. á Hellu. Vigfús Vigfússon b. á Hellu á Árskógs- strönd Anna María Vigfúsdóttir húsfr. í Sigtúnum á Kljáströnd Anna Rósa Þorsteinsdóttir húsfr. á Hellu Vigfús Gunnlaugsson útvegsb. á Hellu á Árskogsströnd. Anna Ringsted kaupmaður og fyrrv. eigandi antik- búðarinnar Fríðu frænku Gunnar Ringsted tónlistar- kennari í Borgarnesi Gunnar Ólafsson sjóm. Guðrún Elín Gunnars- dóttir, starfsmaður Póstsins á Akureyri Vigfús Ólafsson framkvæmda- stj. á Akureyri Sigurlaug Vigfúsdóttir, lífeindafræðingur við LSH Árni Ólafsson kennari á Akureyri Ólafur Árnason, viðskiptafr. og kennari við VÍ Guðríður Ólafsdóttir húsfr. á Akureyri Halldóra Haraldsdóttir fyrrv. skólastjóri á Akureyri og nú dósent við HA. Guðríður Magnúsdóttir Hjaltested húsfr. í Saurbæ. Georg Pétur Einarsson Hjaltested b. í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Gunnar Ólafur Gunnarsson útvegsb. í Görðum við Eyjafjörð Ólafur Gunnarsson útgerðarm. á Kljáströnd Ólöf Magnúsdóttir húsfr. í Höfða Gunnar Ólafsson pr. í Höfða við Eyjafjörð Guðríður Gunnarsdóttir húsfr. í Sigtúnum. Baldvin Ringsted tannlæknir á Akureyri Sigurður Ringsted bankastj. á Akureyri Anna Petrea Pétursdóttir Hjaltested húsfr. í Görðum Ólafur Haukur Baldvinsson tæknifr. á Akureyri Hilmar Baldvinsson einn eigenda Trésmiðj- unnar Barkar á Akureyri Þóra Soffía Ólafsdóttir fyrrv. skrifstofum., búsett í Rvík. Anna María Gunnarsdóttir kennari í Setbergs- skóla í Hafnarfirði Stefán Gunnarsson skrúðgarðyrkju- meistari í Kópavogi Baldvin Ólafsson verslunarm. á Akureyri. Blómarósir Dóra og Guðríður, syst- ir hennar, á sínum yngri árum. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Jens fæddist á Hrafnseyri viðArnarfjörð 6.7. 1813. For-eldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur á Hrafnseyri, og k.h., Þórdís Jónsdóttir húsfreyja. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sig- urðsson, prestur á Hrafnseyri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jóns- sonar. Foreldrar Þórdísar voru Jón Ásgeirsson, prestur í Holti í Ön- undarfirði, og Þorkatla Magnús- dóttir. Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti, alþingismaður og skjala- vörður. Systir Jens var Margrét, húsfreyja í Steinanesi, móðir Sig- urðar Jónssonar, alþingismanns og sýslumanns. Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stjörnu- fræðings og yfirkennara, og Ragn- heiðar Bjarnadóttur og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra voru Sigurður Jensson, prestur og al- þingismaður í Flatey; Jón Jensson, dómstjóri og alþingismaður, faðir Bergs Jónssonar alþingismanns, Björn Jensson, tengdafaðir Péturs Halldórssonar, borgarstjóra og al- þingismanns, og Þórdís Jensdóttir, tengdamóðir Sigurjóns Jónssonar alþingismanns. Jens lauk stúdentsprófi á Bessa- stöðum 1837 og embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1845. Jens var barnakennari á Eyrar- bakka veturinn 1845-46, kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1846-69 og rektor Lærða skólans frá 1869 og til æviloka. Hann var auk þess ritstjóri „Tíðinda frá þjóðfundi Ís- lendinga“ sem haldinn var á Al- þingi, í Lærða skólanum (á sal MR) árið 1851. Jens var reyndar sjálfur þjóð- fundarmaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu á þessum fræga þjóð- fundi, árið 1851, þegar Jón, bróðir hans, mælti hin frægu orð er Trampe greifi sleit fundinum: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“ Jens lést 2.11. 1872. Merkir Íslendingar Jens Sigurðsson 104 ára Dóra Ólafsdóttir 100 ára Guðrún Guðmundsdóttir 95 ára Ragna Bjarnadóttir 90 ára Jónína S. Ágústsdóttir 85 ára Alda Lárusdóttir Ásta Karlsdóttir Sigurður B. Guðmundsson 80 ára Elísabet Valgeirsdóttir Erna Ármannsdóttir Esther Gísladóttir Guðbjörg Bjarman Guðfinnur Sigurvinsson Helga Sigfúsdóttir Helga Tómasdóttir Herdís V. Guðjónsdóttir Ívar Hlújárn Friðþjófsson Rósamunda Kristjánsdóttir Sóley Ester S. Fjeldsted Sverrir Ingimar Ingólfsson 75 ára Aðalheiður Magnúsdóttir Arnór Eggertsson Birna Björgvinsdóttir Ester Arelíusdóttir Guðrún María Björnsdóttir Hinrik Ásgeirsson Sigurrós Aðalsteinsdóttir Sævar Sigursteinsson 70 ára Bergljót Friðþjófsdóttir Birgir Hafstein Pétursson Bragi Brynjólfsson Guðrún Tryggvadóttir Hákon Óskarsson Valgerður Sigfúsdóttir 60 ára Björgvin Axel Gunnarsson Björn Birkisson Erla Sólrún Valtýsdóttir Guðrún Elín Ólafsdóttir Hrafnhildur Steinarsdóttir Hreiðar Sigtryggsson Irena Guðrún Kojic Jón Emil Kristinsson Jón Hafsteinn Magnússon Kristín Jónsdóttir Margrét Sólveig Ólafsdóttir Ólafur Sigurðsson Reynir Gunnarsson Sigurbjörg Marteinsdóttir Zophonías Heiðar Torfason Þorvarður Bessi Einarsson 50 ára Anthony Karl Gregory Fjóla Jónsdóttir Fríða Bjarney Jónsdóttir Herdís Alberta Jónsdóttir Magdalena Sigurðardóttir Margrét Björk Björnsdóttir Marteinn Pétursson Páll Melsted Ríkharðsson Sigurður Þór Jónsson Stefanía Stefánsdóttir Þröstur Jónsson Örn Valdimar Kjartansson 40 ára Erna Björk Ásbjörnsdóttir Guðrún B. Arnardóttir Halldóra Halldórsdóttir Hanna G. Jóhannesdóttir Jón Frímann Eiríksson Margrét Guðnadóttir Margrét R. Ólafsdóttir 30 ára Guðmundur Jónsson Guðmundur Kjartansson Heimir G. Valdimarsson Til hamingju með daginn 30 ára Stefán ólst upp í Keflavík, býr í Reykjavík, lauk BS-prófi í tölvunar- fræði frá HR og er tölvunarfræðingur hjá Borgun. Systur: Rakel Sif, f. 1989, og Eva Kristrún, f. 1998. Foreldrar: Kristín Sigurð- ardóttir, f. 1955, starfs- maður við Landsbankann í Keflavík, og Haraldur Marinósson, f. 1957, starfsmaður B&L í Reykjavík. Stefán Þór Haraldsson 30 ára Birna ólst upp á Stokkseyri, býr á Eyrar- bakka og starfar við dval- arheimilið Sólvelli á Eyrar- bakka. Maki: Ívar Björgvinsson, f. 1987, starfsmaður á Vélaverkstæði Þóris. Synir: Hlynur Fannar, f. 2005; Daníel Örn, f. 2010, og Ívan Gauti, f. 2012. Foreldrar: Dagbjört Gísladóttir, f. 1950, og Gylfi Jónsson, f. 1950. Þau búa á Stokkseyri. Birna Gylfadóttir 40 ára Valdís ólst upp í Grundarfirði, býr í Sand- gerði, lauk B.Ed.-prófi frá HÍ, er kennari við Grunn- skólann í Sandgerði og er að ljúka M.Ed.-ritgerðinni. Maki: Atli Þór Karlsson, f. 1979, sjómaður. Dætur: Hildur Helma, f. 2002, og Sara Mist, f. 2006. Foreldrar: Hildur Hafdís Valdimarsdóttir, f. 1937, d. 1998, og Frans Magn- ússon, f. 1937, d. 2009. Valdís Hildur Fransdóttir HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.