Alþýðublaðið - 15.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.12.1919, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið konungsættir voru reknar írá völd- um. Socialdemokratarnir tóku nú að vinna ai öllum mætti a5 end- urreisn ríkisins og m. a. kröfðust þeir að sett yrði á stofn þjóðþing sem til væri kosið með almennum kosningarrétti bundnum við 20 ára aldur. 19. janúar fóru kosn- ingarnar fram og meirihlutaflokk- urinn myndaði stjórn ásamt með miðflokknum og demokrataflokkn- um. Söðlasmiðurinn Fr. Ebert varð forseti ríkisins og prentarinn Phil- ip Scheidemann kanzlari (forsætis- ráðherra). Þessi stjórn hélt völd- um þar til Scheidemann baðst lausnar, er hann og utanríkisráð- herrann Brockdorff-Rantzau greifi vildu ekki skrifa undir friðarsamn- ingana. Þá varð kanzlari Gustav Bauer, en helztir menn aðrir í ráðuneytinu eru þeir Hermann Miíller (formaður socialdemokrata- flokksins) og Mathias Erzberger (miðflokksmaður) og 28. júní und- irrituðu þeir friðarsamningana. Á þenna hátt sigruðu verkamenn og socialistarnir þýzku og bundu enda á ófriðinn, sem hafði staðið í hálft fimta ár. H. gveir kostir. Enska blaðið „Daily Herald" segir frá því að serbneskri stúlku, að nafni Dora Kostich, hafi verið vísað úr landi ásamt mörgum fleiri útlendingum. Þetta þótti stúlkunni mjög leitt, sökum þess að hún hafði vel ofan af fyrir sér í London, en bjóst eigi við að geta það eins í föður- iandi sínu. Hún vildi því ógjarna fara burt frá Englandi, en yfir- völdin sátu við sinn keip. Henni var því sá kostur einn ger, ef hún vildi ílengjast þar í landi, að gifta sig. Blaðið flytur mynd af stúlk- unni, sem er skínandi íalleg, og tekur það fram um leið, að hún hafl að eins eins mánaðar ráð- rúm. Ekki hefir frézt, hvorn kostinn hún valdi. X Er gullþurð í Islandsbanka? Bankastjörinn neitar að skifta seðlum bank- ans í gull. A laugardaginn var skeði pað atvik í íslandsbanka, að manni, sem þurfti að fá skift 24- þúsLind krón- um í gull, var af aðal- bankastjóranum neitað um gullið. Maðurinn vitnaði samstundis upp á banka- stjórann, svo ekki vœri á eftir hœgt að segja, að hann fœri mcð ósannindi. Um þetta tiltœki banka- stjóra er ekki gott að dœma. Samkvœmt lögum hr. 66, 10. nóv. 1905, er bankinn skyldur að innleysa seðla sina í gulli. Hcr er því að rœða annaðhvort um venju- legt »bessaleyfi« bankans, eða þá hitt, að bankinn á ekki eða hefir ekki hand- bœrt það gull, sem lionum ber skylda til að liafa liér. Vonandi verður þetta at- vik til þess, að sýna mönn- um og þá einkum stjórn- arvöldunum, hve eftirlitið . t / með þessari stofnun er frá- munalega lélegt og láti óhlutdrœga mcnn og kunn- uga bankamálum athuga ástœðurnar til þess, að bankinn neiiar að innleysa með gulli jafn litla upp- hœð i scðlum sínum og hér um rœðir, þegar fram á það cr farið. Símskeyti. Khöfn 12. des. Bandaríkin og þjóðabandalagið. Frá Washington er símað, að senatið muni sennilega verða á móti þáttöku Bandaríkjanna í þjóðabandalaginu. Heimastjórn íra. Frá London er símað, að frum- varp um heimastjórn muni lagt fram á mánudag (í dag). Clemeneeau og Lloyd George 'ræða þýzku, rússnesku og ítölsku vandamálin. Eriend mynt. Sænskar krónur (100) — kr. 117.85 Norskar krónur (100) — kr. 111.85 Þýzk mörk (100) — kr. 12.00 Pund sterling (1) — kr. 21.12 Dollars (100) — kr. 565.00 jfcyð ýíustnrrikis. Renner ríkiskanzlari er lagður af stað til Parísar til þess að herða á hjálp Bandamanna. Þó mánuður sé nú liðinn, eru enn hvorki komnir peningar né mat- væli til Austurríkis. friðartilboð Jjolsivika. Khöfn 13. des. Sendiherrar Bandamanna hafa skilað aftur friðartilboði Litvinoff, af því það að semja um frið komi 1 bága við fararleyfi það er Dan- mörk hafi gefið! Jtýjir banðamenn. Khöfa 14. des. Fregn frá París hermir, að vegna afstöðu Bandaríkja Norður-Ame" ríku sé stofnað nýtt bandalag milli Englands, Frakklands, Ítalíu og Belgíu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.