Morgunblaðið - 22.08.2016, Page 1

Morgunblaðið - 22.08.2016, Page 1
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2016 ÍÞRÓTTIR Lokamótið Axel Bóasson úr Keili og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR urðu um helgina stigameistarar í golfi. Saga Traustadóttir sigraði í fyrsta sinn og fjórir erlendir kylfingar mættu til leiks á Securitasmótið 4 Íþróttir mbl.is HANDBOLTI Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Ég sagði við drengina fyrir leikinn að við gætum unnið þetta og það gerðum við, svo þetta er frábær dag- ur fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðs- þjálfari Dana í handknattleik, við danska fjölmiðla eftir frækinn 28:26 sigur á Frökkum í úrslitum á Ól- ympíuleikunum í gær. Guðmundur og drengirnir hans fengu þar með gullverðlaunin í handknattleik karla og er þetta í fyrsta sinn sem Danir ná því og drengirnir hans Guð- mundar voru því að vonum mjög sáttir við þjálfarann sinn þegar þeir tóku við gullmedalíunum í gær. Þetta er fyrsta gull danska lands- liðsins í handknattleik á Ólympíu- leikum en Guðmundur fékk hins vegar ekki verðlaunapening í gær frekar en í Peking 2008 þegar hann stýrði íslenska liðinu til silfur- verðlauna, því samkvæmt reglum leikanna eru það einungis leikmenn sem fá verðlaunapeninga en hvorki þjálfari liðsins né aðrir sem standa að liðinu. Danska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik og náði mest fimm marka forystu. „Þetta var frábært. Við tókum ákveðna áhættu í upphafi leiks sem heppnaðist og við komum Frökkum í opna skjöldu. Síðan var það vörnin hjá okkur í seinni hálf- leik, hún var algjörlega stórkostleg og lykillinn að þessum sigri,“ sagði Guðmundur. Það má segja að hann hafi unnið stóran persónulegan sigur í gær því síðan hann tók við danska landslið- inu hefur hann farið með liðið á tvö stórmót og endaði þar í fimmta og sjötta sæti. Það var danskurinn ekki ánægður með og hefur Guðmundur verið gagnrýndur harkalega og þá sérstaklega fyrir varnarleikinn sem hann lætur liðið leika. Í gær small hann svo sannarlega saman hjá Guð- mundi og greinilegt að hann hefur haldið sínu striki þrátt fyrir harða gagnrýni. Það er að sjálfsögðu líkt honum því Guðmundur hefur jafnan verið samkvæmur sjálfum sér. Í dönskum fjölmiðlum er hann nú hetja og bæði BT og Ekstra Bladet gefa honum hæstu mögulega ein- kunn fyrir frammistöðuna. Extra Bladet segir í fyrirsögn: GULL- mundur var meistari herkænsk- unnar. Franska liðið var talið mun sigur- stranglegra fyrir leikinn, enda hafði liðið tekið ólympíugullið í síðustu tvö skipti, en danska liðið kom þó tölu- vert á óvart á mótinu og vissu því Danir ekki við hverju var að búast í dag. En Guðmundur er slyngur þjálfari og hann gerði tvennt fyrir þennan leik, nýtti sér að vera með sjö menn í sókninni, sem gekk vel, og hélt sig við sannfæringu sína um hvernig vörn liðið ætti að spila. Það gekk fullkomlega. „Ég er að upplifa svo mikið af ótrúlegum tilfinningum núna. Ég var auðvitað mjög spenntur og þetta var mjög jafn leikur, þó svo við höf- um verið fimm mörkum yfir, þá komu Frakkarnir til baka. Það er ekki auðvelt að vinna þá en við vörð- umst frábærlega í seinni hálfleik og ég held að ég hafi aldrei séð þetta danska lið verjast betur en í dag,“ sagði Guðmundur. Danir eru að vonum sáttir við liðið sitt og Guðmund og Friðrik krón- prins Dana gerði sér ferð í búnings- herbergi liðsins eftir leikinn til að óska því til hamingju og þá fékk Guðmundur konunglegt faðmlag. Nokkrar sveiflur voru í fyrri hálf- leiknum og liðin skiptust á um for- ystuna, en Danir voru 16:14 yfir í hálfleik. Liðið hélt undirtökunum í síðari hálfleik með frábærum varnarleik og hafði um tíma fimm marka forystu. Frakkar réttu aðeins sinn hlut en náðu aldrei að ógna sigri Dana. AFP Meistari Guðmundur Þórður Guðmundsson sést hér hugsi í úrslitaleiknum í gær. Eftir harða gagnrýni á vörn liðsins keppast Danir nú við að hrósa henni í hástert og kalla Guðmund þjálfara GULLmund og segja hann meistara herkænskunnar. Mikill og stór persónulegur sigur hjá Guðmundi. Gull hjá Guðmundi  Danir lögðu Frakka í úrslitum  Mikill persónulegur sigur hjá þjálfaranum  Stórkostlegur varnarleikur og sjö útileikmenn komu Frökkum í opna skjöldu Caster Semenya fagnaði sigri í 800 metra hlaupi kvenna á Ólymp- íuleikunum í Ríó á síðasta kvöldi frjálsíþrótta- keppni leikanna. Aníta Hinriks- dóttir keppti í undanrásum 800 metra hlaupsins og setti þá nýtt Íslandsmet, en hún komst ekki áfram í undanúrslit. Átta keppendur hlupu í úrslitunum í kvöld og var Semenya talin sigur- stranglegust og hún stóð undir væntingum með því að vinna örugg- an sigur á nýju, suðurafrísku meti, eða 1:55,28 mínútu. Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð önnur og Margaret Wambui frá Keníu tók bronsið. sindris@mbl.is Semenya vann 800 m Aníta Hinriksdóttir Knattspyrnuráð karlaliðs ÍBV og Bjarni Jóhanns- son, sem þjálfað hefur meist- araflokk karla hjá félaginu á yf- irstandandi leik- tíð, hafa komist að samkomulagi um starfslok Bjarna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ÍBV sendi frá sér um helgina. Fram kemur í yfirlýsingunni að starfslokin hafi verið að ósk Bjarna. Enn fremur kemur þar fram að Al- freð Elías Jóhannsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari Bjarna á tímabilinu, og Ian David Jeffs, þjálfari kvennaliðs ÍBV, muni taka við stjórn liðsins fyrst um sinn. ÍBV er sem stendur í 10. sæti deildarinnar með 17 stig. Liðið er í fallhættu en þó fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. sport@mbl.is Bjarni sagði starfinu lausu Bjarni Jóhannsson  Sigurjón Kristjánsson var í liði Vals sem skellti sterku liði Mónakó 1:0 í Evrópukeppni meistaraliða á Laug- ardalsvellinum síðsumars 1988.  Sigurjón fæddist 1962. Hann lék með Keflavík, Val, Breiðabliki og Vík- ingi R. hérlendis en erlendis með Her- isau, Campinese og Weddinghofen. Alls lék hann 210 leik í efstu deild og skoraði 64 mörk. Sigurjón var at- kvæðamikill með Val undir lok 9. ára- tugarins þegar liðið vann bæði Ís- lands- og bikarmeistaratitla. Var hann útnefndur knattspyrnumaður ársins á umræddu ári 1988 og varð þá einnig markakóngur. ÍÞRÓTTA- MAÐUR DAGSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.