Morgunblaðið - 22.08.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 22.08.2016, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2016 GOLF Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Axel Bóasson úr Keili og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR urðu um helgina stigameistarar í golfi en lokamót Eim- skipsmótaraðarinnar, Securitasmótið, fór fram á Grafarholtsvelli. Talsverð spenna var hjá báðum kynjum í baráttu kylfinganna um stigameistaratitilinn. Axel hefur leikð mjög stöðugt golf í sumar og tókst að verja stigameistaratitil sinn frá því í fyrra. Í lokamótinu í Grafarholti var hann á átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina og með þriggja högga forystu fyrir síðasta daginn og það dugði honum til sigurs á loka- mótinu. „Þetta var bara fínt hjá mér í dag þó svo mér fyndist ég eiga að geta púttað betur, en ég var í fullt af fugla- færum í dag, en ég kvarta ekki. Verð- launaféð er gríðarlega mikil búbót og hjálpar mér mikið,“ sagði Axel eftir að sigurinn var í höfn. Hann var að vonum ánægður með sumarið. „Ég er búinn að vera rosa- lega stöðugur hér heima, en ekki al- veg eins erlendis. Þetta er í það minnsta á réttri braut hjá mér og ég hlakka til að fara út aftur,“ sagði meistarinn, sem fer út á morgun og keppir á tveimur mótum áður en hann fer í úrtökumótið fyrir evrópsku mótaröðina í september. Fjórir jöfnuðu vallarmetið Þegar Axel varð stigameistari í fyrra fékk hann ekki svona verðlaun enda mega áhugamenn ekki taka við nema 100.000 krónum. „Sem betur fer er ég atvinnumaður, en það er alltaf gaman að vinna, líka sem áhugamað- ur þó svo að verðlaunaféð sé ekki eins mikið.“ Fjórir kylfingar jöfnuðu vallar- metið í Grafarholtinu þegar þeir léku hringinn á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Á öðrum hring voru það Axel og Bernhard Reiter og á lokahringnum kom Björn Óskar Guðjónsson úr GM inn á 66 höggum, fékk fimm fugla og 13 pör og Har- aldur Franklín Magnús úr GR lék þann leik eftir á lokadeginum. Hann var kominn fimm undir par eftir níu holur og bætti við einum fugli á 12. braut og þannig hélst staðan næstu fjórar holur og allt útlit fyrir að vall- armetið yrði slegið. En hann fékk skolla á 17. brautinni og endaði því á 66 höggum. Spennandi í kvennaflokki Í kvennaflokki var ekki síður spenna. Saga Traustadóttir úr GR sigraði í mótinu á átta höggum undir pari, en hún lék á einu yfir pari í gær líkt og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sem varð í öðru sæti ásamt Nínu Björk Geirsdóttur úr GM. Annað sætið dugði Ragnhildi til að verða stigameistari og hefði hún feng- ið hálfa milljón króna væri hún at- vinnumaður. „Reglurnar segja víst að maður þarf að gerast atvinnumaður fyrir keppnistímabilið, þannig að mað- ur lætur þau verðlaun sem maður fær duga,“ sagði Ragnhildur kampakát eftir mótið. Hún hyggst ekki reyna við atvinnu- mennskuna alveg á næstunni. „Ég er að fara á síðasta ár í Versló og síðan ætla ég að fara þessa hefðbundnu ís- lensku leið, fara í nám til Bandaríkj- anna og spila golf með því og eftir það huga ég að atvinnumennsku,“ sagði Ragnhildur. Hún var að vonum ánægð með spilamennskuna hjá sér í gær og í sumar. „Þetta hefur verið mjög fínt, ég hefði reyndar viljað setja mörg stutt pútt, sem ég missti á öðrum hring. Nú eru tvö mót eftir hér heima og síðan förum við í sveitakeppni klúbba í lok september,“ sagði stiga- meistarinn. Saga var líka ánægð með sinn fyrsta sigur á mótaröð þeirra full- orðnu. „Ég er mjög ánægð með þetta og fínt að fá einn sigur svona í lokin til að gefa manni kraft fyrir næsta tíma- bil,“ sagði hún, en efaðist um að hún næði að keppa á þeim tveimur mótum sem eftir eru hér heima. Fjórir erlendir kylfingar Fjórir erlendir kylfingar voru með- al keppenda á lokamótinu og er það, að því er næst verður komist, í fyrsta sinn sem erlendir kylfingar taka þátt í móti á íslensku mótaröðinni. Kylfingar þessir keppa á sömu mótaröð og Þórður Rafn Gissurarson úr GR keppir á og þekkjast þeir ágæt- lega og er það ástæða þess að þeir skelltu sér í mót til Íslands. Bernhard Reiter frá Austurríki náði lengst þeirra, en hann endaði í 3. til 5. sæti ásamt Haraldi Franklín og Þórði Rafni, allir á sex undir pari. Richard O’Donovan kom næstur í 12.- 13. sæti á tveimur höggum yfir pari, Moritz Mayerhauser var á sex yfir pari í 19. sæti en Liam Rominson hætti leik eftir sex holur á síðasta hringnum. Ljósmynd/GSÍ Stöðugur Axel Bóasson úr Keili hefur leikið vel hér heima í sumar og verið mjög stöðugur í leik sínum. Það skilaði honum titlinum annað árið í röð. Axel nældi í fína búbót  Fékk 750.000 kr. fyrir sigur á lokamótinu og stigameistaratitilinn  Ragn- hildur Kristinsdóttir lét sér nægja annað sætið sem dugði til stigameistaratitils Ljósmynd/GSÍ Örugg Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR lék af öryggi um helgina og varð í öðru sæti á lokamótinu og það dugði henni til þess að verða stigameistari. Pepsi-deild karla Víkingur Ó. – Fjölnir ........................... 2:2 KR – Breiðablik.................................... 1:1 Staðan: FH 15 9 4 2 21:9 31 Fjölnir 16 8 3 5 32:19 27 Stjarnan 15 8 3 4 28:20 27 Breiðablik 16 8 3 5 20:13 27 KR 16 6 5 5 19:16 23 Valur 15 6 4 5 30:18 22 ÍA 15 7 1 7 20:25 22 Víkingur R. 15 6 3 6 20:23 21 Víkingur Ó. 16 5 4 7 19:27 19 ÍBV 15 5 2 8 14:18 17 Fylkir 15 3 4 8 16:25 13 Þróttur R. 15 2 2 11 11:37 8 Inkasso-deild karla Haukar – Leiknir F. ............................ 1:0 Haukur Ásberg Hilmarsson 75. Grindavík – HK.................................... 4:0 Andri Rúnar Bjarnason 80., 90., Alex- ander Veigar Þórarinsson 39., Magnús Björgvinsson 90. Fram – Keflavík................................... 1:0 Ivan Bubalo 60. Huginn – Þór........................................ 1:2 Marko Nikolic 61. – Ármann Pétur Æv- arsson 10., Gunnar Örvar Stefánsson 79. (víti). KA – Leiknir R. ................................... 3:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 16., 18. (víti), Juraj Grizelj 25. – Atli Arnarson 55. Staðan: Grindavík 17 11 4 2 44:14 37 KA 17 11 3 3 29:12 36 Keflavík 17 6 8 3 24:18 26 Þór 17 8 2 7 23:26 26 Leiknir R. 17 7 3 7 17:23 24 Haukar 17 7 2 8 25:30 23 Selfoss 17 5 7 5 22:21 22 Fram 17 6 4 7 20:25 22 HK 17 4 6 7 22:32 18 Fjarðabyggð 17 3 8 6 22:24 17 Huginn 17 4 4 9 14:23 16 Leiknir F. 17 3 3 11 19:33 12 2. deild karla Ægir – Höttur ...................................... 2:1 Jonathan Hood 62., 67. – Brynjar Árna- son 4. Afturelding – KF ................................. 4:0 Arnór Breki Ásþórsson 8. 58., Wentzel Steinarr R Kamban 28., Fernando Garcia Castellanos 77. Völsungur – Vestri .............................. 2:2 Jóhann Þórhallsson 15., Jóhann Þór- hallsson 32. (víti) – Aurelien Norest 24., Sólon Breki Leifsson 36. Sindri – Grótta..................................... 1:2 Ekrem Hodzic 54. – Pétur Theódór Árnason 25., Enok Eiðsson 90. Magni – Njarðvík................................. 2:1 Marko Blagojevic 45. (víti), Kristinn Þór Rósbergsson 86. – Patrik Snær Atlason 14. Staðan: ÍR 17 14 1 2 34:10 43 Afturelding 17 11 2 4 32:16 35 Grótta 17 10 5 2 24:10 35 Magni 17 8 5 4 29:21 29 Vestri 17 7 4 6 31:25 25 Sindri 17 5 5 7 30:23 20 Njarðvík 17 5 5 7 24:25 20 Höttur 17 5 5 7 23:27 20 Völsungur 17 3 9 5 21:29 18 KV 17 5 2 10 25:35 17 Ægir 17 4 2 11 18:36 14 KF 17 1 3 13 9:43 6 3. deild karla KFS – Dalvík/Reynir ........................... 1:1 Tindastóll – Víðir.................................. 2:0 Þróttur V. – Einhverji ......................... 2:2 Staðan: Tindastóll 14 13 0 1 33:8 39 Víðir 14 10 1 3 30:18 31 Einherji 14 7 2 5 28:23 23 Kári 14 7 1 6 30:25 22 Þróttur V. 14 6 3 5 26:21 21 Reynir S. 14 6 2 6 21:22 20 Vængir Júpít. 14 6 2 6 21:28 20 Dalvík/Reynir 14 2 4 8 15:25 10 KFR 14 2 3 9 17:30 9 KFS 14 1 2 11 16:37 5 4. deild karla C Kormákur/Hvöt – Stál-úlfur.................0:2 Geisli A – Augnablik ...........................0:11 1. deild kvenna C Fjarðab./Höttur/Leiknir – Hamrarnir 0:0 Einherji – Völsungur.............................3:0 Sindri – Tindastóll .................................3:3 Staðan: Tindastóll 8 6 1 1 35:12 19 Hamrarnir 10 5 1 4 11:9 16 Sindri 10 5 1 4 18:17 16 Einherji 10 5 1 4 17:19 16 FHL 9 3 2 4 10:13 11 Völsungur 9 1 0 8 7:28 3 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Pepsi-deild karla: Kaplakriki: FH – Stjarnan ........................18 Víkingsvöllur: Víkingur R. – ÍBV .............18 Flórídanavöllur: Fylkir – ÍA .....................18 Þróttarvöllur: Þróttur R. – Valur .............20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.