Morgunblaðið - 22.08.2016, Page 6

Morgunblaðið - 22.08.2016, Page 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2016 Í ÓLAFSVÍK Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Leikur Víkings Ólafsvíkur og Fjölnis í 16. umferð Pepsi-deildar karla var ansi viðburðaríkur. Niðurstaðan eftir mikla baráttu og skemmtilegan leik þar sem fjögur mörk og eitt rautt spjald litu dagsins ljós var 2:2 jafntefli sem gagnast báðum liðunum raunar ekki nægjanlega vel í þeirri baráttu sem þau eru í sitt á hvorum enda töflunnar. Víkingur hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum og gert jafntefli í leikn- um þar á undan þegar liðið mætti til leiks í gærkvöldi. Það var hins vegar ekki að sjá á spilamennsku Víkings að dræm stigasöfnun í leikjunum á undan hefði áhrif á leikmenn liðsins, en spila- mennska heimamanna var glimrandi góð fyrsta hálftíma leiksins. Kenan Turudija kom Víkingi yfir strax á sjöundu mínútu leiksins eftir góðan undirbúning frá Hrvoje Tokic. Leikurinn jafnaðist hins vegar eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, en á síðustu átta mínútum fyrri hálfleiks var nóg um að vera. Marcus Solberg jafnaði metin á 37. mínútu leiksins þegar hann nýtti sér sofandahátt í vörn Víkings og lagði boltann í netið. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði síðan keimlíkt mark hinum megin þeg- ar hann nýtti sér klaufagang Hans Viktors Guðmundsson og kom Víkingi yfir á nýjan leik. Róðurinn þyngdist hins vegar fyrir seinni hálfleikinn hjá leikmönnum Vík- ings þegar Emir Dokara var vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir háskaleik skömmu fyrir hálfleikinn. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, mat svo að Dokara hefði sparkað í höfuðið á Mart- in Lund Pedersen, leikmanni Fjölnis, og vísaði honum af velli með rauðu spjaldi. Leikmenn Víkings lögðust í skot- grafirnar í seinni hálfleik og freistuðu þess að halda forystunni og voru ná- lægt því að takast ætlunarverk sitt. Þung sókn Fjölnis bar hins árangur á 74. mínútu leiksins þegar Marcus Sol- berg skoraði sitt annað mark í leiknum og tryggði Fjölni stig. Eins og áður sagði fá liðin vissulega stig í farteskið eftir þennan leik, en Víkingur hefði viljað uppskera laun erfiðis síns með þremur stigum sem hefði komið liðinu lengra frá fallsvæð- inu og Fjölnir nagar sig líklega í hand- arbökin fyrir að hafa ekki nýtt sér liðs- muninn og minnkað forskot FH á toppi deildarinnar niður í tvö stig. Bæði lið nokkuð ósatt Ljósmynd/Alfons Brottvísun Emir Dokara gengur af velli í gærkvöldi.  Góð spilamennska og mikil barátta hjá Víkingi  Þolinmæðisverk hjá Fjölni Guðni Valur Guðnason varð í gærmorgun Norðurlandameist- ari í kringlukasti í flokki 23 ára og yngri, en mótið fór fram í Espoo í Finnlandi um helgina. Sigurkast Guðna Vals var 61,01 metrar, en hann átti einnig næstlengsta kastið í keppninni, 60,74 metra. Guðni Valur fetaði þar með í spor Örnu Stefaníu Guð- mundsdóttur sem varð Norðurlandameistari í 400 m grinda- hlaupi á laugardaginn Arna Stefanía kom í mark á 56,08 sekúndum sem er undir óstaðfestum lágmarksárangri fyrir heimsmeistaramót full- orðinna í frjálsíþróttum sem fram fer næst sumar. Tími Örnu Stefaníu kemur henni í annað sætið á afrekalista íslenskra kvenna í 400 m grindahlaupi frá upphafi. Aðeins Íslandsmethafinn, Guðrún Arn- ardóttir, á betri tíma en Íslandsmet hennar frá árinu 2000 er 54,37 sekúndur. Hilmar Örn Jónsson varð annar í sleggjukasti á mótinu, en hann tryggði sér silfrið með því að kasta 66,15 metra. hjorvaro@mbl.is Guðni og Arna hlutskörpust Guðni Valur Guðnason Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, og félagar hans í svissneska meistaraliðinu Basel sigruðu Lugano 4:1 í fimmtu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í gær. Birkir var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Basel en hann lék allan leikinn á hægri vængnum. Basel var einu marki yfir í hálfleik en skoraði þrjú mörk með stuttu millibili í byrjun síðari hálfleiks áður en Lugano minnkaði muninn. Þetta var fimmti sigur Basel í deildinni af fimm mögu- legum en liðið er í efsta sæti svissnesku deildarinnar sem stendur. Það kemur lítið á óvart enda er Basel nítjánfaldur svissneskur meistari og hefur liðið unnið tíu meistaratitla síðan árið 2004. Birkir var fastamaður í liði Basel þegar liðið varð svissneskur meistari á síðasta tímabili, en það var jafnframt fyrsta tímabil Birkis innan raða Basel. johannes@mbl.is Öruggur sigur Birkis og félaga Birkir Bjarnason England Swansea – Hull ................................... 0:2  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea. Burnley – Liverpool ............................2:0  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 56. mín- útu. West Ham – Bournemouth ...................1:0 Sunderland – Middlesbrough ...............1:2 Leicester – Arsenal ...............................0:0 Tottenham – Cr. Palace ........................1:0 Watford – Chelsea.................................1:2 WBA – Everton .....................................1:2 Stoke – Manch. City..............................1:4 Manch. Utd – Southampton..................2:0 Staðan: Manch. City 2 2 0 0 6:2 6 Manch. Utd 2 2 0 0 5:1 6 Hull City 2 2 0 0 4:1 6 Chelsea 2 2 0 0 4:2 6 Everton 2 1 1 0 3:2 4 Middlesbrough 2 1 1 0 3:2 4 Tottenham 2 1 1 0 2:1 4 Burnley 2 1 0 1 2:1 3 WBA 2 1 0 1 2:2 3 West Ham 2 1 0 1 2:2 3 Liverpool 2 1 0 1 4:5 3 Swansea 2 1 0 1 1:2 3 Arsenal 2 0 1 1 3:4 1 Watford 2 0 1 1 2:3 1 Leicester 2 0 1 1 1:2 1 Southampton 2 0 1 1 1:3 1 Stoke 2 0 1 1 2:5 1 Sunderland 2 0 0 2 2:4 0 Cr. Palace 2 0 0 2 0:2 0 Bournemouth 2 0 0 2 1:4 0 B-deild: Fulham – Cardiff ................................ 2:2  Aron Einar Gunnarsson lék allan leik- inn með Cardiff. Bristol City – Newcastle..................... 0:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með Bristol City. Birmingham – Wolves ........................ 1:3  Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn og skoraði síðasta mark Wolves. Staðan: Huddersfield 4 3 1 0 7:4 10 Brighton 4 2 2 0 8:2 8 Wolves 4 2 2 0 7:3 8 Norwich 4 2 2 0 6:2 8 Fulham 4 2 2 0 6:4 8 QPR 4 2 0 2 7:5 6 Newcastle 4 2 0 2 6:4 6 Brentford 4 2 0 2 4:3 6 Barnsley 4 2 0 2 8:8 6 Bristol City 4 2 0 2 4:4 6 Nottingham F. 4 2 0 2 8:10 6 Aston Villa 4 1 2 1 4:2 5 Ipswich 4 1 2 1 5:5 5 Birmingham 4 1 2 1 4:5 5 Cardiff 4 1 2 1 4:5 5 Derby 4 1 2 1 1:2 5 Wigan 4 1 1 2 8:7 4 Burton 4 1 1 2 9:9 4 Leeds 4 1 1 2 4:6 4 Sheffield Wed. 4 1 1 2 2:5 4 Reading 4 1 1 2 4:8 4 Rotherham 4 1 1 2 3:8 4 Preston 4 1 0 3 3:4 3 Blackburn 4 0 1 3 4:11 1 C-deild: Bolton – Fleetwood ............................ 2:1  Eggert Gunnþór Jónsson lék í 60 mín- útur fyrir Fleetwood. Þýskaland Bikarkeppnin, 1. umferð: Ravensburg – Augsburg .....................0:2  Alfreð Finnbogason var tekinn af velli hjá Augsburg á 69. mínútu. Lotte – Werder Bremen ..................... 2:1  Aron Jóhannsson hjá Werder Bremen er frá keppni vegna meiðsla. Viktoria Köln – Nürnberg ................. 1:1  Rúrik Gíslason kom inn á hjá Nürn- berg á 96. mínútu. Nürnberg áfram eftir vítakeppni. Wiche Flensburg – Holsten Kiel ....... 1:1  Eiður Aron Sigurbjörnsson er á mála hjá Kiel. Spánn Atlético Madrid – Deportivo Alavés ....1:1 Real Sociedad – Real Madrid...............0:3 Sporting Gijón – Athletic Bilbao..........2:1 Sevilla – Espanyol .................................6:4 Granada – Villarreal..............................1:1 Barcelona – Real Betis .........................6:2 La Coruña – Eibar ................................2:1 Málaga – CA Osasuna ...........................1:1 B-deild: Real Valladolid – Real Oviedo .......... 1:0  Diego Jóhannesson var á bekknum hjá Oviedo. Ítalía Roma – Udinese .................................. 4:0  Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Udinese. Atalanta – Lazio ....................................3:4 Bologna – Crotone.................................1:0 Chievo – Inter Mílanó ...........................2:0 Pescara – Napoli....................................2:2 Empoli – Sampdoria..............................0:1 Genoa – Cagliari ...................................3:1 Palermo – Sassuolo ...............................0:1 AC Milan – Torino ...............................3:2 Juventus – Fiorentina ...........................2:1 Roma – Udinese.....................................4:0 KNATTSPYRNA Ólafsvíkurvöllur, Pepsi-deild karla, 16. umferð, sunnudag 21. ágúst 2016. Skilyrði: Rjómablíða í Ólafsvík. Stillt, úrkomulaust og 15 gráðu hiti. Völlurinn er í fínu ásigskomulagi. Skot: Víkingur 5 (4) – Fjölnir 12 (5). Horn: Víkingur 1 – Fjölnir 4. Víkingur Ó.: (4-3-3) Mark: Cristian Martinez. Vörn: Emir Dokara, Aleix Egea, Denis Kramar, Pontus Norden- berg. Miðja: Egill Jónsson, Kenan Turudija, Martin Svensson (William Domingues 80). Sókn: Alfreð Már Hjaltalín, Hrvoje Tokic (Pape Mamadou Faye 88), Þorsteinn Már Ragnarsson (Björn Pálsson 90). Fjölnir: (4-3-3) Mark: Þórður Ingason. Vörn: Viðar Ari Jónsson, Tobias Sal- quist, Hans Viktor Guðmundsson, Mario Tadejevic. Miðja: Igor Jugovic, Ólafur Páll Snorrason, Gunnar Már Guðmundsson (Guðmundur K. Guð- mundsson 63). Sókn: Þórir Guð- jónsson (Ægir Jarl Jónasson 86), Mar- cus Solberg, Martin Lund Pedersen (Ingimundur N. Óskarsson 63). Dómari: Þorvaldur Árnason – 7. Áhorfendur: 410. Víkingur Ó – Fjölnir 2:2 Stuðningsmenn Liverpool höfðu ástæðu til að vera bjartsýnir eftir góð- an sigur á Arsenal í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar, en voru slegnir niður í jörðina eftir óvænt 2:0 tap gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley á Turf Moor- vellinum á laugardaginn. Lærisveinar Jürgens Klopp, sem hlupu saman rúmlega 117 kílómetra í 4:3 útisigri á Arsenal, sem er nýtt met, voru mun meira með boltann á móti Burnley en tókst ekki að skapa almennileg marktækifæri. Heimamenn komust í forystu strax á 2. mínútu leiks með frábæru marki Sam Vokes eftir sendingu frá Andre Gray sem var síðan sjálfur á skot- skónum á 37. mínútu. Leikmönnum Liverpool tókst ekki að grafa sig upp úr holunni og 2:0 tap staðreynd. Jó- hann Berg Guðmundsson, sem gekk til liðs við Burnley í sumar, kom inn á sem varamaður á 56. mínútu. Vinna fyrir Klopp Lið Liverpool virðist eiga erfitt með að brjóta niður vörn sem stillir sér upp eins og Burnley gerði um helgina. Með níu varnarmenn á milli boltans og markvarðar Burnely var það ráð oftast gripið að skjóta af löngu færi sem gekk ekki í þetta sinn. Ljóst er að Klopp mun hafa í ýmsu að snúast áður en Liverpool sækir Tottenham Hotspur heim 27. ágúst í þriðja útileik liðsins í jafnmörgum leikjum. Fyrsti leikur rauða hersins á Anfield er síðan 10. september á móti Englandsmeisturunum. Titilvörn Leicester City hefur ekki farið eins vel af stað og Ranieri hafði vonað. Eftir markalaust jafntefli við Arsenal á heimavelli í gær sitja Eng- landsmeistararnir í 15. sæti með eitt Leikmenn Liverpool bitlaus- ir á móti þéttu varnarliði Negla Andre Gray hleður í skotið sem kom Burnley í forystu gegn Liverpool á 2. mínútu leiks. 1:0 Kenan Turudija7. skoraði með skalla af stuttu færi eftir hárnákvæma fyrirgjöf frá Hrvoje Tokic. 1:1 Marcus Solbergslapp einn í gegn- um vörn Víkings Ó. og lagði boltann framhjá Martinez. 2:1 Þorsteinn MárRagnarsson fékk sendingu innfyrir vörn Fjölnis og skoraði með föstu og góðu skoti. 2:2 Marcus Solberg74. með skalla af stuttu færi eftir fasta og hnitmiðaða aukaspyrnu Þóris Guðjónssonar. I Gul spjöld:Hans Viktor (Fjölni) 18. (brot) Egea (Víkingi Ó.) 35. (brot), Eg- ill (Víkingi Ó) 69. (brot). I Rauð spjöld: Dokara (Víkingi Ó.) 44. (brot) MM Þorsteinn M. Ragnarsson (Víkingi Ó). Marcus Solberg (Fjölni) M Cristian Martinez (Vík- ingi Ó) Kenan Turudija (Vikingi Ó) Alfreð Már Hjaltalín (Vík- ingi Ó) Tobias Salquist (Fjölni) Igor Jugovic (Fjölni) Viðar Ari Jónsson (Fjölni)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.