Morgunblaðið - 30.09.2016, Side 10

Morgunblaðið - 30.09.2016, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Bako Ísberg ehf. sinnir nánast öllum þeim búnaði sem veitingageirinn þarf, allt frá teskeiðum upp í innréttingar og allt þar á milli. Við erum einn aðili með margar lausnir. Fyrirtækið skaffar einnig hönn- unarráðgjöf og getur komið inn í hvert verkefni á grunnstigi. „Við erum með 4-5 manna verkstæði sem setur upp tæki en heldur þeim einnig við.“ Meðal viðskiptavina Bako Ísbergs er Bláa lónið, Iceland- air-hótelin og Hótel Saga. Þá þjónusta þau líka veitingastað IKEA sem er einn stærsti veit- ingastaður landsins og þörfin á tækjum og þjónustu eftir því. Alls starfa ellefu manns hjá fyrirtækinu og stendur til að bæta í hópinn. Guðmundur segir að Bako Ísberg leggi áherslu á að vera með fagfólk í vinnu og bendir á að þau séu með þrjá matreiðslumenn í sölu. Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað E itt má ekki klikka í rekstr- inum: bókhaldið. Bók- haldsþarfir fyrirtækja geta verið mjög breyti- legar eftir stærð og eðli starfseminnar og þarf fjölhæfan og vandaðan hugbúnað til að halda ut- an um bókhaldið. Advania selur þrjár tegundir bókhaldskerfa frá Microsoft: AX fyrir stórfyrirtæki, NAV fyrir meðalstór og stærri fyrirtæki, og TOK fyrir þau smáu. „Öll fyr- irtæki, í hvaða rekstri sem er, þurfa á góðu bókhaldskerfi að halda. Kerfið þarf að fullnægja kröfum íslenskra laga og reglu- gerða og tryggja að rétt sé staðið að miðlun upplýsinga og greiðslu skatta,“ segir Ragnar Níels Steinsson, deildarstjóri TOK bók- halds. „TOK fullnægir öllum þess- um kröfum og er þaulreynt kerfi sniðið að þörfum smærri fyrir- tækja.“ Ragnar segir TOK byggja á sama grunni og NAV en að kerfið hafi verið einfaldað til að gera það auðveldara í notkun. „TOK hefur að geyma helstu þætti venjulegs bókhaldskerfis, s.s. viðskipta- manna- og lánardrottnakerfi, hefð- bundið fjárhagsbókhald, birgða- og innkaupabókhald og verkbók- hald. Auk þess eru íslenskar aðlag- anir á kerfinu, eins og að stofna kröfur á viðskiptamenn, banka- afstemming, tenging við Þjóðskrá Íslands og sá möguleiki að senda rafræna reikninga og standa skil á virðisaukaskattsgreiðslum papp- írslaust. TOK býður einnig upp á öflugt launakerfi sem heldur utan um launagreiðslur og sendir út launaseðla. Er töluverð sjálfvirkni í kerfinu, sem sparar vinnu og dreg- ur úr hættunni á mistökum.“ Aðgengilegt hvar sem er Meðal nýlegra framfara í TOK nefnir Ragnar að kerfið er aðgengi- legt í skýinu og hægt að tengjast bókhaldinu hvar og hvenær sem er. „Viðskiptavinurinn fær netslóð senda til sín, s.s. „nafnfyrirtæk- is.tok.is“ og er þannig kominn með beina tengingu við sitt bókhalds- kerfi. Með slóðinni getur við- skiptavinurinn tengst bókhalds- kerfinu hvort heldur í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma, með því einu að skrá inn notendanafn og lykilorð.“ Kennslumyndbönd leiða notand- ann í gegnum helstu eiginleika TOK þegar byrjað er að nota kerfið. „Notandinn á að vera sem mest sjálfbjarga og þegar farið er inn á kerfið í fyrsta skipti fer myndband af stað sem fer í gegnum helstu að- gerðir. Að sjálfsögðu erum við með öflugt þjónustuver og sérfræðing- arnir þar er ávallt reiðubúnir að veita hvers kyns aðstoð og leiðbein- ingar. Advania heldur líka reglulega námskeið þar sem hægt er að kafa dýpra ofan í eiginleika bókhalds- kerfanna.“ Sveigjanleg áskrift Í dag er TOK í notkun hjá fjölda ís- lenskra fyrirtækja sem og hjá endurskoðendum. Kerfið er selt í áskrift og boðið upp á mjög sveigj- anlegar áskriftarleiðir. „Í gamla daga þurftu fyrirtæki að kaupa bók- haldskerfin og uppfærslurnar. Áskriftarformið er á margan hátt hentugra þar sem aðeins er borgað miðað við fjölda notenda á hverjum tíma og nýjar útgáfur eru innifaldar í gjaldinu. Þannig getur t.d. fyrir- tæki með miklar árstíðasveiflur í rekstrinum verið með fleiri not- endur á álagstímum en færri á öðr- um tímum árs. Ferðaþjónustu- fyrirtæki gæti fjölgað notendum á sumrin þegar viðskiptin eru hvað mest og margir þurfa að vinna í bók- haldinu, en svo fækkað notendum yf- ir háveturinn,“ segir Ragnar. „Öll gögn eru hýst og afrituð hjá Advania og þarf ekki að hafa áhyggjur af að bókhaldsgögnin glatist ef það gerist til dæmis að tölva hrynur. TOK er Microsoft-vara, sem þýðir að auðvelt er að láta kerfið tala við Outlook, Excel og Word og er t.d. einfalt að færa gögn eins og viðskiptamenn og lánardrottna inn í kerfið með Excel.“ Þá er ónefnt hvernig gott bók- haldskerfi getur veitt stjórnendum yfirsýn yfir reksturinn. Ragnar seg- ir upphafsmynd TOK-kerfisins vera eins konar mælaborð. „Þar má t.d. sjá prófjöfnuð á fyrirtækinu og súlu- rit yfir tekjur og útgjöld. Er hægt að smella á tölurnar og súlurnar og kafa dýpra ofan í gögnin til að skila betur hvað býr að baki. Með þessu fæst mjög þægileg og nákvæm sýn á reksturinn.“ ai@mbl.is Bókhaldskerfi fyrir íslenskar þarfir Í TOK er meðal annars að finna mælaborð sem gefur góða yfirsýn yfir stöðuna í rekstrinum. Þarfaþing „Öll fyrirtæki, í hvaða rekstri sem er, þurfa á góðu bókhaldskerfi að halda,“segir Ragnar Níels Steinsson. TOK býður upp á mikla sjálfvirkni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.