Morgunblaðið - 30.09.2016, Side 22

Morgunblaðið - 30.09.2016, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 Þ ví miður virðist hættunum fjölga með hverju árinu, og jafnvel á litla friðsama Ís- landi þarf að taka öryggis- málin föstum tökum. Pálmar Þór- isson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Securitas, segir að hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum hafi orðið töluverð vakn- ing á öryggissviðinu. Auk þess að koma fyrir búnaði til að varna inn- brotum og eldsvoðum sé t.d. orðið algengt að aðgengismálum sé stýrt með mjög fullkomnum hætti. Öðruvísi aðgangsstýring á daginn og á nóttunni „Við munum öll eftir því þegar óviðkomandi gátu, ef þeir vildu, gengið óhindrað inn á nánast hvaða skrifstofu sem er. Núna er mjög víða notast við rafrænar aðgangs- stýringar oghægt að stjórna að- gangi starfsmanna með ýmsum hætti. Má t.d. nota hefðbundin að- gangskort, eða fá aðgang með snjallsímum og eins hægt að nota augnskanna eins og fólk þekkir t.d. úr líkamsræktarstöðvum World Class. Aðgangsstýringin getur líka verið breytileg á ólíkum tímum dags, og t.d. hægt að láta aðgang- skortið duga á venjulegum vinnu- tíma þegar annað fólk er í kring, en biðja starfsmann um að slá að auki inn kóða ef reynt er að nota aðgangskort á öðrum tímum dags- ins. Þannig er komið í veg fyrir að hver sem er geti fengið aðgang með korti sem er stolið eða finnst á víðavangi.“ Aðgangsstýring getur líka verið hluti af þjónustu við viðskiptavini og segir Pálmar að tæknin nýtist t.d. vel á hótelum. Á nýjustu hót- elum er núna verið að nota snertil- aust kerfi og þarf gesturinn aðeins að bera aðgangskort sitt upp að lásnum á hurðinni til að komast í herbergið sitt. Sama lykilinn notar hann síðan til að fá aðgang að öðr- um svæðum, s.s. að líkamsrækt hótelsins,“ útskýrir Pálmar. „Í dag býður tæknin líka upp á það að vakta notkun herbergjanna í raun- tíma og sendir lásinn þráðlaus skilaboð í hvert skipti sem gest- urinn fer inn eða út. Gagnast þetta t.d. mjög við herbergisþrif og lág- markar líkurnar á því að gesturinn sé truflaður.“ Ósýnileg vöruverndarhlið Verslanir glíma nú sem aldrei fyrr við hnupl og rýrnun, og jafnvel að búðahnuplið sé stundað með skipu- lögðum hætti. Pálmar segir vöru- verndarhliðin standa fyrir sínu og oft séu hliðin líka nýtt sem auglýs- ingaskilti. Þá má líka koma fyrir ósýnilegum hliðum við inngang verslana. Eru þá skynjarar lagðir í loft og gólf frekar en að stilla upp lóðréttum hliðum við innganginn. Merkin sem fest eru á fatnað og annan varning verða líka bæði full- komnari og ódýrari með hverju árinu. „Það getur reynst vel að nota merki með litahylki sem springur ef reynt er að fjarlægja eða brjóta merkið. Við það litast varningurinn og gagnast ekki leng- ur þjófinum.“ Gervigreind í myndavélum er eitt nýjasta verkfærið gegn hnupli og rýrnun. Þökk sé miklum fram- förum í myndavélatækni er nú hægt að nota myndavélar til að vakta hegðun fólks innan og utan fyrirtækja. „Með því að greina upplýsingarnar sem berast úr myndavélunum má til dæmis gera hitakort af versluninni til að greina hvar fólk er mest á ferðinni. Utan- dyra getur gervigreindin m.a. gert greinarmun á hvort bíll eða maður er á myndinni og t.d. látið stjórn- stöð vita ef t.d. hópasöfnun ein- staklinga á sér stað eða bíll stað- næmist í of langan tíma á vaktsvæði myndavéla. Er þá hægt að láta starfsmann skoða málið nánar.“ Fylgst vandlega með framkvæmdasvæðum Betri myndavélar og gervigreind þýðir líka að hægt er að vakta bet- ur svæði sem áður var erfitt að sinna. Nefnir Pálmar t.d. bygging- arsvæði þar sem verkfæri og ýmis minni tækjabúnaður gæti freistað þjófa. „Upplausnin úr myndavéla- búnaðinum er orðin það góð að jafnt að degi sem nóttu er hægt að sjá hvort einhver er á ferli. Ef kerfið greinir að manneskja hefur farið inn fyrir girðingu er hægt að tengja stjórnstöð við gjallarhorn á staðnum og biðja viðkomandi að hafa sig á brott.“ Pálmar segir að mannlegi þátt- urinn sé sá mikilvægasti í öryggis- málum fyrirtækja og leggur Sec- uritas mikla áherslu á að bjóða upp á ýmiss konar þjálfun og námskeið þar sem má t.d. læra rétta meðferð slökkvitækja, skyndihjálp og við- brögð við þjófnaði. „Það er t.d. hægara sagt en gert að koma auga á búðaþjófnað og vita hvernig á að bregðast við með öruggum og lög- legum hætti þegar þjófurinn er gripinn glóðvolgur.“ ai@mbl.is Eitt er að verjast þjófum og annað að huga að eldvörnum. Pálmar segir eldvarnarkerfi verða sífellt fullkomnari og þannig geti nýj- ustu skynjarar gert greinarmun á ýmsum ögnum í loftinu og séu síður líklegir til að senda fölsk skilaboð um mögulegan reyk. Sjálfvirk slökkvikerfi eru einnig notuð í auknum mæli til að slökkva elda. „Til að mynda er í flestum tilfellum gerð krafa frá yfirvöldunum um að sjálfvirk slökkvikerfi séu í eldhúsháfum á veitingastöðum. Í lokuðum rým- um sem hýsa viðkvæman búnað á borð við tölvukerfi eru gjarnan sett upp sjálfvirk slökkvikerfi sem virka þannig að efnablöndu er dælt inn í rýmið þar sem eldurinn logar og hefur hún þau áhrif að súrefnisinnihaldið minnkar niður í 13%. Er það nóg til að kæfa eld- inn en er ekki hættulegt fólki sem er inni í rýminu, og veldur heldur ekki skemmdum eins og t.d. ef kveikt væri á vatnsslökkvikerfi.“ Öryggistæknin fer stöðugt batnandi Gervigreind lætur vita ef eitthvað grunsamlegt sést í myndavélakerfinu. Lásarnir á hótelher- bergjum geta sagt ræstifólki og móttöku hvort gesturinn er fjarverandi eður ei. Morgunblaðið/Golli Vakandi „Upplausnin úr myndavélabúnaðinum er orðin það góð að jafnt að degi sem nóttu er hægt að sjá hvort einhver er á ferli,“ segir Pálmar Þórisson hjá Securitas. Tölvutæknin tekur virkan þátt í að vakta fyrirtækin. Morgunblaðið/Styrmir Kári Forvarnir Miklu skiptir að brunavarnirnar séu í lagi. Nýjustu efni kæfa eldinn án vatns. Morgunblaðið/RAX Gripinn Þeir sem hnupla úr verslunum virðast verða æ kræfari og stórtækari. Eldurinn slökktur á öruggan hátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.