Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 4
www.lyfja.is
30%
AFSLÁT
TUR
Allt að
af heils
uvörum
Heilsutjútt 4.–15. janúar
Nýtt ár — ný markmið! Settu heilsuna í fyrsta sæti árið 2017
Skoðaðu fjölda tilboða á heilsuvörum í bæklingi Lyfju eða
í vefverslun á lyfja.is
Viðskipti Hörður Ægisson hefur
verið ráðinn viðskiptaritstjóri
Fréttablaðsins. Hörður er með MA í
hagfræði og alþjóðastjórnmálum frá
Johns Hopkins School of Advanced
International Studies í Washington
DC. Hann hefur verið viðskiptarit-
stjóri DV síðustu tvö ár en starfaði
þar á undan sem viðskiptablaða-
maður á Morgunblaðinu.
Þá hefur Haraldur Guðmundsson
verið ráðinn viðskiptablaðamaður.
Hann er stjórnmálafræðingur með
meistaragráðu í Evrópufræðum frá
Háskólanum í Árósum. Hann starf-
aði síðast sem blaðamaður á DV en
þar á undan á Fréttablaðinu og á
viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins.
Við þessar breytingar hefur Haf-
liði Helgason, ritstjóri viðskipta-
og efnahagsmála, látið af störfum.
Fréttablaðið óskar honum velfarn-
aðar á nýjum vettvangi.
Hörður ritstjóri
Markaðarins
stjórnmál Benedikt Jóhannesson,
formaður Viðreisnar, sækist eftir því
að verða fjármálaráðherra í ríkis-
stjórnarsamstarfi flokksins með
Sjálfstæðisflokki og Bjartri fram-
tíð, fari svo að flokkunum takist að
mynda stjórn.
Viðræður milli flokkanna héldu
áfram í gær en fundi forystumanna
flokkanna lauk á sjötta tímanum í
gær. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er enn unnið út frá áætlun
um að klára þær fyrir lok vikunnar.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjöl-
miðlamenn þegar hann fékk umboð
frá forseta Íslands til þess að mynda
stjórn að gengið væri út frá því að
hann yrði forsætisráðherra. Búist
er við því að Óttarr Proppé og Björt
Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir
Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir
hvaða ráðherraembættum þau
sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir
að innan þingflokksins er áhugi
fyrir því að flokkurinn taki að sér
annars vegar atvinnuvegaráðu-
neytið og hins vegar umhverfis- og
auðlindaráðuneytið.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er vinna flokkanna þriggja
að stjórnarsáttmála vel á veg komin
og til stóð að hefja umræður um
skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær
eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að
Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm
ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt fram-
tíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn
fá forseta Alþingis. Ekki er búist við
því að ráðuneytum verði fjölgað en
hugsanlegt er að verkefni verði flutt
til milli ráðuneyta.
Þingflokkur Bjartrar framtíðar
hefur einungis á að skipa fjórum
þingmönnum. Verði tveir þeirra
ráðherrar liggur fyrir að einungis
tveir þeirra geta tekið sæti í nefnd-
um þingsins. Rætt hefur verið um
það að ráðherrar flokksins afsali sér
þá þingmennsku. Búist er við því að
ákvörðun um þetta verði tekin í dag
eða á allra næstu dögum.
Þingflokkur Viðreisnar telur sjö
þingmenn en eins og áður segir
herma heimildir fréttastofu að
flokkurinn hljóti þrjú ráðherra-
embætti. Heimildir Fréttablaðsins
herma að formaður Viðreisnar,
Benedikt Jóhannesson, sækist af
ákafa eftir fjármálaráðuneytinu.
Heimildir Fréttablaðsins herma
jafnframt að Þorsteinn Víglunds-
son og Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, þingmenn flokksins, sækist
líka eftir ráðherraembættum af
fullum þunga. Þó sé ekki útilokað
að Hanna Katrín Friðriksson hljóti
eitt af þessum þremur ráðherra-
embættum.
jonhakon@frettabladid.is
Benedikt í fjármálaráðuneytið
Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna.
Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin.
Formaðurinn Benedikt Jóhannsson verður einn þriggja ráðherra Viðreisnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
stjórnsÝslA Reykjavíkurborg inn-
heimti gjald fyrir svör við spurn-
ingum um gildandi deiliskipulag
án þess að hafa til þess neina laga-
heimild. Þetta kemur fram í áliti
umboðsmanns Alþingis sem birt
var í gær.
Kvartandi hafði verið í sam-
skiptum við borgina til að fá því
svarað hvort fyrirhuguð bygging
hans á bílskúr myndi rúmast innan
núgildandi deiliskipulags. Í kjölfar
þeirra beið hans greiðsluseðill í
heimabanka upp á 10.500 krónur.
Kom þá í ljós að borgin rukkaði það
gjald fyrir það eitt að svara fyrir-
spurnum. Eftir þessi samskipti við
borgina var afráðið að kvarta til
umboðsmanns.
Í niðurstöðu umboðsmanns
kemur fram að samkvæmt orða-
lagi gjaldskrár Reykjavíkurborgar,
og gjaldtökuheimildar í skipulags-
lögum, væri ljóst að gjaldtakan
tæki til erinda sem lytu að breyt-
ingum á gildandi skipulagi. Hins
vegar væri engin heimild til að
innheimta gjald ef aðili hefði ekki
óskað eftir breytingum á gildandi
skipulagi.
Það var því niðurstaða umboðs-
manns að óheimilt hefði verið að
krefjast þess að umrætt afgreiðslu-
gjald yrði innt af hendi. Beindi hann
þeim tilmælum til borgarinnar að
hún endurgreiddi gjaldið og að hún
tæki í framtíðinni mið af þeim sjónar-
miðum sem fram kæmu í álitinu. – jóe
Borgin innheimti afgreiðslugjald án lagaheimildar
Gjaldið nam 10.500 krónum. Þeim tilmælum var beint til borgarinnar að endur-
greiða hið ólögmæta gjald. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
OrkUmál Ekki þykir ástæða til að
halda áfram olíuleit á hluta Dreka-
svæðisins. Af þeim sökum skiluðu
sérleyfishafar inn rannsóknarleyfi
til Orkustofnunar í síðasta mánuði.
Leyfið hafði verið gefið út 4. janúar
2013 eða fyrir fjórum árum.
Í tilkynningu frá Orkustofnun
vegna málsins kemur fram að
Ithaca, Petero og Kolvetni hafi
safnað 1.000 kílómetrum af endur-
kastsgögnum á svæðinu síðastliðið
sumar. Túlkun þeirra á gögnunum
leiddi til þeirrar niðurstöðu að ekki
væri ástæða til að halda áfram rann-
sóknum á svæðinu.
Annað leitarleyfi er í gildi á nær-
liggjandi svæði. Þar leitar CNOOC
International að mögulegu jarð-
efnaeldsneyti. Aðstæður þar eru
gjörólíkar því sem fyrrnefndu
félögin þrjú bjuggu við að því er
fram kemur í tilkynningu Orku-
stofnunar. – jóe
Skiluðu leyfi til
Orkustofnunar
Hörður Ægisson
Haraldur
Guðmundsson
5 . j A n ú A r 2 0 1 7 F i m m t U D A G U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð
0
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
C
-B
7
2
4
1
B
D
C
-B
5
E
8
1
B
D
C
-B
4
A
C
1
B
D
C
-B
3
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K