Fréttablaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 52
Janúar og febrúar eru oft kallaðir
„dump months“ eða ruslmánuð-
irnir í kvikmyndabransanum því að
myndir sem koma út í þessum mán-
uðum eiga oftast litla möguleika
á því að fá mikla aðsókn. Holly-
wood-stúdíóin „henda ruslinu“ í
þessa mánuði – þeim myndum sem
þau búast ekki við að skili miklum
peningum er oft „dömpað“ hingað.
Þetta stafar einfaldlega af því að
mánuðurinn á undan er að sjálf-
sögðu desember, en það er einn vin-
sælasti kvikmyndamánuður ársins.
En það eru þó fleiri ástæður fyrir
þessu. Til að mynda er fólk yfirleitt
með minna fé milli handanna eftir
sturlaða eyðslu jólanna, veðrið er
oft á tíðum verra og allar Óskars-
beiturnar verða að koma út seinni-
part árs svo að gamla fólkið sem sér
um að tilnefna þær til verðlaunanna
muni nú eftir þeim.
Þessu hefur þó ekki alltaf verið
háttað svona. Í bernsku kvik-
myndanna voru til að mynda
margar góðar myndir gefnar út í
janúar – nokkrar klassískar Charlie
Chaplin myndir eins og The Kid og
The Circus komu út í þessum óvin-
sæla mánuði og síðar meir, á fimmta
áratugnum komu út myndir eins
og The Grapes of Wrath, Sullivan’s
Travels, Shadow of a Doubt og The
Treasure of the Sierra Madre en
allar eru þær óneitanlega nokkrar
af bestu myndum allra tíma.
Oftast eru það þó arfaslakar
myndir sem koma út á þessum tíma.
Stúdíóin hafa verið dugleg við að
henda slöppum bitlausum gaman-
myndum á þessa mánuði. Hver man
til dæmis ekki eftir hinni spreng-
hlægilegu mynd Hotel for Dogs
með Don Cheadle? Enginn? Það er
líka vinsælt að færa spennumyndir
þangað – The Green Hornet stefndi
í að fá dræmar viðtökur svo hún
var færð frá júní til janúar. Endur-
gerðum af frægum myndum er oft
„dömpað“ á þessum tíma, Disney
hefur til dæmis nýtt sér það til að
gefa út endurgerðir af Lion King
og Beauty and the Beast, og Star
Wars-myndirnar hafa líka verið
endurútgefnar í febrúar. Svo eru
það unglingamyndirnar og róman-
tísku gamanmyndirnar – þær eru oft
settar í sýningar í janúar og febrúar,
því að unglingar skella sér mikið í
bíó á þessum tíma
og í febrúar er Val-
entínusardagur-
inn. Hin ótrú-
lega skelfilega
Fifty Shades
of Frey kom
til að mynda
út á þessum
tíma.
Þ a n n i g
að það gæti
orðið svolítil
bið í að næsta
bomba komi í
kvikmyndahúsin,
en þangað til er til
dæmis hægt að rifja
upp hina bráðskemmti-
legu kvikmynd Pauls Blart:
Mall Cop með Kevin James, en það
stórvirki kvikmyndasögunnar kom
einmitt upphaflega inn í líf okkar í
janúar.
stefanthor@frettabladid.is
Dauðir mánuðir í kvikmyndahúsum
Nýtt ár byrjar alltaf á ákveðinni lægð í kvikmyndaheiminum. Fáar og yfirleitt frekar slæmar
eða miðlungsmyndir koma í bíóin og fá fremur litla aðsókn. Hverjar eru ástæður þessarar
lægðar og hvað er hægt að gera svona rétt á meðan hún líður hjá?
Shadow of a Doubt er ein besta kvikmynd allra tíma og viti menn, hún kom í kvikmyndahús í janúar.H
ver man ekki ef
tir þessari?
EndurgErðum af frægum myndum Er oft
„dömpað“ á þEssum tíma,
disnEy hEfur til dæmis
nýtt sér það til að gEfa út
EndurgErðir af lion King
og BEauty and thE BEast, og
star Wars-myndirnar hafa
líKa vErið EndurútgEfnar í
fEBrúar.
Kevin James hefur
átt góða janúarmánuði,
sérstaklega í hlutverki
Pauls Blart.
Beltone Legend™
Enn snjallara
heyrnartæki
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust
beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis
heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki
lánað til reynslu.Bel
to
ne
L
eg
en
d
ge
ng
ur
m
eð
iP
ho
ne
6
s o
g
el
dr
i g
er
ðu
m
, iP
ad
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sló
ð)
, iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sló
ð)
m
eð
iO
S
eð
a
ný
rra
st
ýr
ik
er
.
A
pp
le
, iP
ho
ne
, iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
se
m
ti
lh
ey
ra
Ap
pl
e
In
c,
sk
rá
ð
í B
an
da
rík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
HEYRNARSTÖ‹IN
5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r40 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð
bíó
0
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
D
C
-B
7
2
4
1
B
D
C
-B
5
E
8
1
B
D
C
-B
4
A
C
1
B
D
C
-B
3
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K