Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 52
Janúar og febrúar eru oft kallaðir „dump months“ eða ruslmánuð- irnir í kvikmyndabransanum því að myndir sem koma út í þessum mán- uðum eiga oftast litla möguleika á því að fá mikla aðsókn. Holly- wood-stúdíóin „henda ruslinu“ í þessa mánuði – þeim myndum sem þau búast ekki við að skili miklum peningum er oft „dömpað“ hingað. Þetta stafar einfaldlega af því að mánuðurinn á undan er að sjálf- sögðu desember, en það er einn vin- sælasti kvikmyndamánuður ársins. En það eru þó fleiri ástæður fyrir þessu. Til að mynda er fólk yfirleitt með minna fé milli handanna eftir sturlaða eyðslu jólanna, veðrið er oft á tíðum verra og allar Óskars- beiturnar verða að koma út seinni- part árs svo að gamla fólkið sem sér um að tilnefna þær til verðlaunanna muni nú eftir þeim. Þessu hefur þó ekki alltaf verið háttað svona. Í bernsku kvik- myndanna voru til að mynda margar góðar myndir gefnar út í janúar – nokkrar klassískar Charlie Chaplin myndir eins og The Kid og The Circus komu út í þessum óvin- sæla mánuði og síðar meir, á fimmta áratugnum komu út myndir eins og The Grapes of Wrath, Sullivan’s Travels, Shadow of a Doubt og The Treasure of the Sierra Madre en allar eru þær óneitanlega nokkrar af bestu myndum allra tíma. Oftast eru það þó arfaslakar myndir sem koma út á þessum tíma. Stúdíóin hafa verið dugleg við að henda slöppum bitlausum gaman- myndum á þessa mánuði. Hver man til dæmis ekki eftir hinni spreng- hlægilegu mynd Hotel for Dogs með Don Cheadle? Enginn? Það er líka vinsælt að færa spennumyndir þangað – The Green Hornet stefndi í að fá dræmar viðtökur svo hún var færð frá júní til janúar. Endur- gerðum af frægum myndum er oft „dömpað“ á þessum tíma, Disney hefur til dæmis nýtt sér það til að gefa út endurgerðir af Lion King og Beauty and the Beast, og Star Wars-myndirnar hafa líka verið endurútgefnar í febrúar. Svo eru það unglingamyndirnar og róman- tísku gamanmyndirnar – þær eru oft settar í sýningar í janúar og febrúar, því að unglingar skella sér mikið í bíó á þessum tíma og í febrúar er Val- entínusardagur- inn. Hin ótrú- lega skelfilega Fifty Shades of Frey kom til að mynda út á þessum tíma. Þ a n n i g að það gæti orðið svolítil bið í að næsta bomba komi í kvikmyndahúsin, en þangað til er til dæmis hægt að rifja upp hina bráðskemmti- legu kvikmynd Pauls Blart: Mall Cop með Kevin James, en það stórvirki kvikmyndasögunnar kom einmitt upphaflega inn í líf okkar í janúar. stefanthor@frettabladid.is Dauðir mánuðir í kvikmyndahúsum Nýtt ár byrjar alltaf á ákveðinni lægð í kvikmyndaheiminum. Fáar og yfirleitt frekar slæmar eða miðlungsmyndir koma í bíóin og fá fremur litla aðsókn. Hverjar eru ástæður þessarar lægðar og hvað er hægt að gera svona rétt á meðan hún líður hjá? Shadow of a Doubt er ein besta kvikmynd allra tíma og viti menn, hún kom í kvikmyndahús í janúar.H ver man ekki ef tir þessari? EndurgErðum af frægum myndum Er oft „dömpað“ á þEssum tíma, disnEy hEfur til dæmis nýtt sér það til að gEfa út EndurgErðir af lion King og BEauty and thE BEast, og star Wars-myndirnar hafa líKa vErið EndurútgEfnar í fEBrúar. Kevin James hefur átt góða janúarmánuði, sérstaklega í hlutverki Pauls Blart. Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s o g el dr i g er ðu m , iP ad A ir, iP ad (4 . k yn sló ð) , iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sló ð) m eð iO S eð a ný rra st ýr ik er . A pp le , iP ho ne , iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki se m ti lh ey ra Ap pl e In c, sk rá ð í B an da rík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r40 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð bíó 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D C -B 7 2 4 1 B D C -B 5 E 8 1 B D C -B 4 A C 1 B D C -B 3 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.