Fréttablaðið - 05.01.2017, Side 16
Da Vinci Nano
Taívanska fyrirtækið XYZ Printing
kynnir nýjan þrívíddarprentara að
nafni Da Vinci Nano. Eins og nafnið
gefur til kynna er prentarinn einkar
smár eða um tólf sentimetrar
á alla kanta. Prentarinn
er lokaður, annað en
margir stærri prent-
arar.
Þá mun hann
ve r ð a ó dý ra r i
heldur en flestir þrívíddar-
prentarar og verður hann seldur á
230 dali sem samsvarar um 26 þús-
und krónum.
Kérastase Hair Coach
Powered by Withings
Nú keppast tæknifyrirtæki við að
uppgötva hvaða gömlu vörur er
hægt að snjallvæða. Nýjasta vend-
ingin í því kapphlaupi er snjall-
hárbursti frá L’Oreal. Sá er útbúinn
hljóðnema og öðrum skynjurum.
Skynjar hann því hvort notandinn
sé að bursta hár sitt of harkalega.
Slíkt gæti valdið skemmdum á
hári og er burstanum ætlað að fyrir-
byggja það hvimleiða vandamál.
Einnig er hann útbúinn Bluetooth-
sendi svo hægt er að senda gögnin
í síma notandans sem skoðar þau
með þar til gerðu forriti.
Nemonic
Með hjálp hins smáa
prentara Nemonic frá
Mangoslab verður hægt
að prenta út minnismiða
úr símanum. Þar sem prentarinn
er smár, um níu sentímetrar á alla
kanta, prentar hann á smáa miða
sem eru á stærð við hina víðfrægu
Post-it miða.
Prentarinn prentar með hita-
tækni og því er ekki þörf á blek-
hylkjum eða tónerum. Hann tengist
við síma með Bluetooth.
Active Cushioning Run
Profiler
Hárburstar eru ekki eina
snjallvædda varan á CES í
ár. Digitsole kynnir á sýningunni
íþróttaskó sína Active Cushioning
Run Profiler. Skórnir eru útbúnir
loftpúðum sem breyta lögun á
meðan notandinn hleypur í því
skyni að gera þá sem þægilegasta.
Skórnir eiga að auka afköst og
draga úr hættu á meiðslum. Þá eru
þeir útbúnir hefðbundinni tækni
sem mælir skrefafjölda, vegalengd,
púls og þar fram eftir götunum.
Kuri
V i n g j a r n l e g t
h e i m i l i s v é l -
m e n n i m e ð
h r e y f i n g a r
h a n n a ð a r a f
f y r r v e r a n d i
starfsmanni
teiknimynda-
risans Pixar
verður til
sýnis á CES.
Vélmennið
n e f n i s t
Kuri og er
úr smiðju
s p r o t a -
f y r i r -
t æ k i s i n s
M a y f i e l d
Robotics sem er í
eigu Bosch.
Líkt og fjölmargir snjallhátalarar
tekur vélmennið við raddskipunum
og getur því minnt þig á þegar þú ert
að verða of seinn á fund eða kveikt
á tónlist. Vélmennið er í raun mun
fjölhæfara tæki en snjallhátalarar.
Það getur lesið upphátt fyrir börnin
og leikið við þau og rúllað um heim-
ilið án þess að keyra á með aðstoð
myndavélar og skynjara.
Myndavélin gerir Kuri einnig
kleift að taka upp myndskeið svo
eigandinn geti séð heiminn með
augum vélmennisins. Þá er það
útbúið skynjurum á höfði svo
það geti brugðist við mann-
legri snertingu.
Airthings
Norska fyrirtækinu Airthings er
umhugað um hvort radon hafi ratað
inn á heimili viðskiptavina. Því
hefur það hannað radonskynjara
að nafni Wave sem svipar til reyk-
skynjara og virkar á svipaðan hátt.
Radonmengun er hins vegar
ekki algengt vandamál og því ekki
öruggt að varan seljist vel. Hægt er
að fá einnota radonskynjara á átta
dali en Wave mun kosta um tvö
hundruð dali.
SteadXP
SteadXP er aukahlutur sem passar á
nærri allar myndavélar. Honum er
smellt á vélina og hún síðan notuð
eins og venjulega.
SteadXP er útbúinn hreyfiskynj-
urum sem eiga síðan að útrýma allri
óþarfri hreyfingu myndavélarinnar.
Hvort sem um myndir eða mynd-
skeið er að ræða.
LG PJ9
PJ9 er nýr Bluetooth-tengdur hátalari
frá LG sem hefur þá sérstöðu að svífa.
Hátalarinn er þráðlaus og þegar raf-
hlaðan er að klárast lækkar hann
flugið og lendir á dokku til þess að
hlaðast. Þótt aðrir hátalarar hafi svifið
er PJ9 fullkomnari og öflugri en fyrir-
rennarar hans.
Polar Team Pro Shirt
Finnska fyrirtækið Polar hefur lengi
framleitt snjallúr sem mæla púls og
aðra heilsutengda þætti. Nú kynnir
fyrirtækið hins vegar hvítan, erma-
lausan bol sem gerir slíkt hið sama.
Bolurinn er útbúinn skynjurum á
bringu og baki og er honum ætlað að
mæla hraða, vegalengd, hröðun, hjart-
slátt og svo framvegis. Gögnin eru svo
send í síma notandans með Bluetooth.
Þrívíddarprentarinn
frá XYZ Printing er
minni og ódýrari en
flestir.
MYND/XYZ PRiNTiNG
Kérastase-hárburstinn frá L’Oreal er
snjallari en venjulegur bursti.
NORDiCPHOTOS/AFP
Active Cushion-
ing Run Profiler
skórnir breyta
lögun eftir
aðstæðum.
MYND/DiGiT-
SOLe
Kuri er vélmenni sem getur leikið við börnin og eru hreyfingar hans hannaðar af fyrrverandi starfsmanni Pixar. MYND/MAYFieLD RObOTiCS
Wave er radonskynjari sem svipar til
reykskynjara. NORDiCPHOTOS/AFP
PJ9 hátalarinn frá LG svífur í lausi lofti.
MYND/LG
TÆKNI
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
Brot af
því besta
á CES 2017
Consumer Electron
ics Show, ein stærsta
neytendatæknisýning
heims, hefst í dag og
stendur yfir fram á
sunnudag. Frétta
blaðið tók saman brot
af því áhugaverðasta
sem verður til sýnis á
hátíðinni. Verður þar
allt frá vélmennum til
svífandi hátalara.
Nemonic prentar
minnismiða úr
farsímanum.
MYND/MANGOSLAb
SteadXP
á að gera
mynd-
bönd og
ljósmyndir
stöðugri og
lágmarka
hreyfingu
og hristing.
MYND/
STeADXP
5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð
0
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
C
-9
E
7
4
1
B
D
C
-9
D
3
8
1
B
D
C
-9
B
F
C
1
B
D
C
-9
A
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K