Fréttablaðið - 05.01.2017, Síða 42

Fréttablaðið - 05.01.2017, Síða 42
Ég sé nákvæmlega enga fram-tíð fyrir mannkynið með allt þetta yfirborðskennda unga fólk í dag. Allt ungt fólk í dag er gjörsamlega hömlulaust. Þegar ég var ungur var okkur sko kennt að haga okkur almennilega og bera virðingu fyrir fullorðnum, en unga fólkið í dag er bara vitleysingar og óagað lið. Þessi orð hér fyrir ofan eru sko ekki mín orð. Þetta eru orð útlend- ings sem hafði greinilega bilaðar áhyggjur af unga fólkinu. Og við skulum átta okkur á því að það unga fólk sem hann var að tala um var ekki með hryggskekkju og hálsríg út af stórhættulegri snjall- símanotkum. Nibb. Þessi orð eru heldur ekki tekin af einhverri fés- bókarsíðu eða kommentakerfi. Þessi áhyggjufulli maður gekk um göturnar í Grikklandi í kringum 700 fyrir Krist. Það er frekar langt síðan sko. Þetta passaði samt allt hjá Hesiodi kallinum. Um tuttugu árum síðar leið mannkynið nefni- lega undir lok. Endir. Það er fullkomlega eðlilegt að hafa áhyggjur af kynslóðunum sem á eftir okkur koma. Fullkom- lega eðlilegt! Það er svo eðlilegt að það hefur alltaf verið þannig. Saga kynslóðanna hljómar þann- ig að fyrst kemur kynslóð sem á að rústa heiminum þar til hún gerir það ekki og þá kemur önnur kyn- slóð sem á að gera það en gerir það samt ekki og svo koll af kolli þar til þú fæðist. Svo heldur sagan áfram. Mín kynslóð var sjálfmiðuð vídeó kynslóð sem gerði víst lítið annað en að horfa á barnaefni um helgar á einhverri nýrri sjónvarps- stöð sem við þurftum nákvæmlega ekkert á að halda. Eins og það hafi ekki verið nóg að hafa eina stöð? Já, sveiattan bara! Þar að auki fór svo líka að vera sjónvarp á fimmtudögum og meira að segja á sumrin. Það var bara aldrei friður fyrir þessu æskugleypandi appa- rati. Hvenær áttu börn eiginlega að leika sér? Og til að bæta gráu ofan á svart þá fórum við að taka okkur sjálf upp á handbærar víd- eóupptökuvélar og horfa á okkur í sjónvarpinu! Ojbara, hvílík sjálfs- elska. Við félagarnir vorum mikið í því að horfa á okkur. Hvílíkir egó- istar sem við vorum. Einn góður vinur minn átti yngri bróður sem hékk stundum í kringum okkur og annað svona sjálfmiðað vídeólið. Það eyðilagði greyið drenginn. Með tímanum varð þetta að fíkn hjá honum. Eðlilega. Aumingja óharðnað barnið. Þetta heltók líf hans og seinna sökk hann svo djúpt að hann fór að gera heilu bíómyndirnar. Þetta var hann Baldvin Z. Aumingja drengurinn. Gjörsamlega einskis nýtur og stórhættulegur samfélaginu. Fjöl- skylda hans vonar örugglega enn að hann nái sér einhvern daginn og fari að gera eitthvað af viti. Eins og að grafa skurði eða veiða fisk. Það er að sjálfsögðu nauð- synlegt að fylgjast með því sem börnin okkar eru að gera. Við eigum samt ekki að gera það í þeim tilgangi að finna nýjar sann- anir fyrir eilífri glötun mannkyns. Það eru auðvitað ýmsar hættur sem leynast í þessum heimi sam- félagsmiðla og snjalltækja og okkar hlutverk er að hjálpa krökk- unum að sneiða fram hjá þessum hættum. Við gerum það samt ekki með því að hræða þau endalaust á hættulega úlfinum sem muni éta þau með húð og hári ef þau hætta sér inn í app-skóginn ógurlega. Þessir krakkar þurfa líka að læra að skilgreina sig ekki eftir fjölda læka. Það er mjög mikilvægt og við þurfum að kenna þeim það. Þetta er ekki auðvelt hlutverk sem við höfum en engu að síður mjög spennandi og það er algjör óþarfi að hræðast það. Ég get lofað því að næsta kyn- slóð verður ekki eins og okkar. Sem betur fer, því slíkt myndi nefnilega þýða stöðnun. Næsta kynslóð verða sennilega betri. Hún hefur fleiri tækifæri, opnari huga og meiri skilning á sífellt minnkandi heimi. Ef við viljum hafa áhrif á næstu kynslóð þá getum við samt hugsanlega reynt að haga okkur á þann hátt sem við viljum að hún hagi sér og séð hvort það virki. Ef við viljum að krakkarnir okkar hreyfi sig þá skulum við sjálf hreyfa okkur. Ef við viljum að þeir borði hollari mat þá skulum við sjálf borða hollari mat. Hvað varðar þetta tvennt þá eru góðu fréttirnar þær að það er endalaust úrval af hreyf- ingu og íþróttum fyrir krakka og aðgengi að hollum matvörum var svo sannarlega ekki jafn gott þegar ég var ungur. Það eru meira að segja til hollustuskyndibita- staðir „for crying out loud!“ (Já, ef við viljum að börnin okkar hætti að sletta þá skulum við sjálf hætta að sletta.) Ef við viljum að næsta kynslóð virði okkur og okkar við- mið þá skulum við virða hana og hennar viðmið! Og svo eru það þessi stórhættu- legu og margumtöluðu snjalltæki. Þetta sem allt virðist snúast um í dag og svo margir virðast óttast. Ástæðan fyrir því er hugsanlega sú að þessi frábæru nettengdu tæki eru sennilega ein magnaðasta uppfinning síðari ára og rúmlega það. Ef við viljum að krakkarnir okkar hætti að nota þessi tæki þá skulum við sjálf bara hætta því. Einfalt, ekki satt? Ég verð samt að viðurkenna að sjálfur treysti ég mér ekki til þess og ég hef í raun ekki áhuga á því. Því væri frekar fáránlegt af mér að gera þá kröfu til krakkanna minna. Ég get sett þeim ramma, reglur og annað slíkt en ég á ekki að nálgast nútímann eins og stórhættulegt fyrirbæri sem mun tortíma mannkyninu. Lífið heldur áfram og mann- kynið mun halda áfram að þróast eins og það hefur alltaf gert. Unga kynslóðin í dag stendur frammi fyrir ótrúlegum tækifærum og hún á eftir að gera hluti sem við getum ekki látið okkur dreyma um. Við höfum val um að fylgjast tortryggin með, muldrandi reglu- lega „sveiattan“ með krosslagðar hendur, eða vera með í för og hvetja krakkana okkar til góðra verka með opnum hug og trú á þeim sjálfum og þeirra eigin fram- tíð. „Log out.“ Varnarræða næstu kynslóðar Birgir Örn Guðjónsson Það er fullkomlega eðlilegt að hafa áhyggjur af kyn- slóðunum sem á eftir okkur koma. Fullkomlega eðlilegt! Það er svo eðlilegt að það hefur alltaf verið þannig. „Allt í senn fróðleg, dramatísk, hjartnæm og bráðfyndin lesning. Ég hló og grét á víxl.” - Edda Björgvinsdóttir leikkona Ævisaga Ladda Þróunarsaga mannsins sem kom okkur til að hlæja „Einstök bók. Öðruvísi en allar aðrar ævisögur sem ég hef lesið.” - Sigurður Sigurjónsson leikari „Skemmtilega skrifuð bók og fróðleg um drenginn sem við öll elskum.” - Björn Georg Björnsson leikmyndahönnuður NÝ PRENTUN KOMIN Í VERSLANIR 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D C -E 3 9 4 1 B D C -E 2 5 8 1 B D C -E 1 1 C 1 B D C -D F E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.