Morgunblaðið - 15.11.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.11.2016, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ N æst þegar lesendur stað- næmast á rauðu ljósi ættu þeir að líta í kringum sig og sjá hvernig aðrir öku- menn sitja á bak við stýrið. Sveinn Sveinsson sjúkraþjálfari hjá Gáska segir að mörgum hætti til að sitja í „rækjustellingu“ við akstur. „Fólk rekur höfuðið fram og sveigir hrygg- inn svo að vond staða kemst á líkam- ann og truflar blóðflæðið.“ Að stilla sætið rétt, og gæta að því hvernig setið er, stuðlar ekki aðeins að betri líkamsstöðu heldur hjálpar til að gera aksturinn þægilegri og jafnvel öruggari. Þannig nefnir Sveinn að ef fæturnir eru of beinir í akstri eða hnén of hátt uppi er meiri hætta á áverkum ef ekið er á. Stillt í réttri röð Sveinn segir landsmenn mega vera duglegri að fikta í stillingarmögu- leikum bílsætanna, og þegar sætið sé stillt sé gagnlegt að gera það eftir ákveðinni röð: „Fyrst þarf að stilla hæð og fjar- lægð sætisins frá fótstigunum, þannig að fæturnir hvíli þægilega á bremsu, bensíngjöf og kúplingu. Fjarlægðin ætti ekki að vera svo mikil að fólk verði að hafa fæturna beina til að ná á fótstigin. Ef högg kemur framan á bíl- inn er betra að hafa beygju á hnjánum til að dempa höggið sem berst upp úr fótstigunum. Það er líka hættulegt að sitja svo nálægt fótstigunum að lítið pláss sé milli mælaborðs og hnjáa, því þá er hætt við að högg komi á hnén í árekstri.“ Þegar hæðin á sætinu er stillt er líka gott að huga að því að nægilegt rými sé á milli þaks og höfuðs öku- manns. Er æskilegt, að sögn Sveins, að get komið a.m.k. fimm fingrum á milli þaks og efsta punkts höfuðsins. Bein í baki Sætisbakið verður líka að stilla þannig að um 90° horn sé á hrygg og mjöðmum, rétt eins og þegar skrif- borðsstóllinn er stilltur. Þetta stuðlar að því að fólk sitji með bakið beint og láti hrygginn ekki taka á sig rækjulög- unina. „Sumum hættir til að láta sæt- isbakið halla of langt aftur á bak, og halla sér fram á við til að koma hönd- unum á stýrið. Það bæði stuðlar að verri líkamsstöðu og eykur líkur á hálsáverka í slysi því fjarlægðin á milli höfuðs og höfuðpúða verður lengri,“ útskýrir Sveinn. „Í árekstri kastast líkaminn fyrst fram, og er gripinn af öryggisbeltinu, en höfuðið kastast fram og svo aftur til baka. Geta slysin orðið verri ef höfuðpúðinn stöðvar ekki hreyfingu höfuðsins aftur á bak svo að meira álag kemur á hryggj- arliðina, vöðva og liðbönd. Bæði verð- ur að vera nægilega stutt á milli púð- ans og höfuðsins og púðinn líka að vera í réttri hæð svo að hann nemi við rétt- an stað á hnakkanum en ekki við háls- inn.“ Sveinn skýtur því inn að þótt yf- irleitt sé lítið hægt að stilla aftursætin sé höfuðpúðinn alltaf stillanlegur. „En það virðist að farþegar séu feimnir við að hækka eða lækka þennan púða og finnist dónalegt að eiga við sætin í ann- arra manna bíl. Þetta er feimni sem fólk ætti að reyna að losna við enda er mikilvægt fyrir öryggi fólksins í aft- ursætinu að setja púðann í rétta hæð.“ Herðar í eðlilegri stöðu Loks verður að færa stýrið á réttan stað. Ætti að miða við að grípa megi þægilega um stýrið með báðum hönd- um, í „korter yfir níu“ stöðu, án þess að „keyra“ upp herðarnar, og líka án þess að stýrið byrgi sýn á mæla bílsins. „Í akstri verður fólk að gæta þess að halda öxlunum slökum. Okkur hættir mörgum til að lyfta axlargrindinni og keyra hökuna fram, sérstaklega þegar akstursaðstæður gera okkur óróleg, s.s. ef hálka er á vegum eða erfið færð. Sumir stífna þá upp, og jafnvel verður andardrátturinn grunnur og líkaminn alveg uppgefinn þegar loks er komið á áfangastað.“ Sveinn vill líka minna á að fólk stilli hæð bílbeltisins. „Þetta gleymist oft, rétt eins og höfuðpúðinn, en eykur bæði þægindi og öryggi.“ Misjafnt er eftir bíltegundum hversu mikið má fínstilla stöðu öku- manns. Í dýrari bílum má oft stilla lengd setunnar við hnésbót og getur gagnast hávöxnum ökumönnum að fá þann viðbótarstuðning. Þá má stund- um hækka eða lækka fótstigin,sem getur hjálpað lágvöxnum að bæta lík- amsstöðuna. Einnig má oft stilla mjó- baksstuðninginn, en þar segir Sveinn að fólk hafi misjafnan smekk: sumum þyki mikill mjóbaksstuðningur óþægi- legur þótt hann hjálpi til við að halda réttri sveigju á hryggnum. Sumir bílar passa ekki Sveinn segir að það geti hreinlega verið að stóll og innrétting sumra bíl- tegunda henti ekki fólki með ákveðna stærð eða lögun. Sjálfur er Sveinn 190 cm á hæð og þurfti að leita lengi að rétta bílnum þegar kaupa átti smábíl á heimilið. „Það var ekki fyrr en á fjórða bílnum að við fundum ökumannsrými þar sem ég gat komist vel fyrir og set- ið rétt.“ Verður því að láta fleira ráða bíla- kaupunum en hvernig bíllinn lítur út að utan eða hversu falleg innréttingin er. „Bíllinn verður líka að passa við lík- ama þess sem ekur honum, og þeir sem eru í bílahugleiðingum ættu að máta bíla með þetta í huga.“ ai@mbl.is Ertu í keng á bak við stýrið? Morgunblaðið/Sverrir Að sitja rangt undir stýri getur valdið þreytu og álagi og jafnvel aukið hættu á meiðslum í árekstri. Morgunblaðið/Eggert Sveinn Sveinsson segir gott að stilla bílsæti og stýri í ákveðinni röð. Ekki má gleyma höfuðpúðanum. Sumir bílar geta hreinlega ekki hentað líkamsgerðinni, sama hvað reynt er að stilla sætið Heilbrigður rígur hefur ríkt í mill- um Norðmanna og Svía á mörgum sviðum um dagana. Þegar bílar eru annars vegar víla þeir fyrr- nefndu ekki fyrir sér að kaupa sænskt. Því til sannindamerkis eru fáir eins miklir Volvo-menn og frændur okkar Norðmenn. Þannig eru nýjustu módel sænsku gæðabílanna, V90 og S90, þau hafa notið mikilla vinsælda í Noregi – og það áður en þeir eru þangað komnir. Þannig höfðu tæplega eitt þús- und V90 bílar verið fyrirfram- seldir áður en bíllinn kom á göt- una í Noregi fyrir helgi. Þessu til viðbótar nemur fyrirframsala af S90-bílnum rúmlega 300 eintökum og 460 eintökum af langbaknum V90 Cross Country. Þetta mun jafngilda því að fyr- irframsala Volvo-bílanna nýju nemi rúmlega milljarði norskra króna, eða meira en 14 milljörðum íslenskra króna. Volvo hóf stórsókn með tilkomu nýrrar útgáfu af XC90-jeppanum fyrir tveimur árum. Á næstu tveimur árum eða svo mun bíla- valið frá Volvo taka miklum breyt- ingum og eftir það verður XC90 elsta módelið í fjölskyldunni. Verður 40-serían tekin fyrir næst og ný kynslóð hennar væntanlega kynnt til leiks á næsta ári, 2017. Sýndi Volvo síðastliðið vor hug- myndabíl sem sagður var arftaki núverandi V40-bíls. Áætlanir Volvo hljóða upp á að sala Volvo- fólksbíla aukist úr um 500.000 ein- tökum á ári í um 800.000 með til- komu nýs V40. agas@mbl.is Fyrirframseldir fyrir milljarða Morgunblaðið/ Eðalvagn Norðmenn eru sólgnir í gæðabílinn Volvo V90. Bresku rokkararnir í hljómsveit- inni Queen voru vanir því að vera á toppi vinsældalista úti um allan heim. Sveitina er og nú að finna í efsta sæti lista yfir tónlist sem menn spila mest í bílum sínum. Með tilliti til heitis lagsins og texta þarf ekki að koma á óvart að í efsta sæti bresks lista yfir vinsælustu bílalögin er að finna Queen-lagið „Don’t Stop Me Now“. Lag þetta kom út á plötu árið 1979 og er það eitt þriggja laga Queen meðal 10 efstu á fram- angreindum lista. Engin önnur hljómsveit á svo mörg lög í hópi 10 vinsælustu. Hið fræga og goðsagnarkennda lag „Bohemian Rhapsody“ er í þriðja sæti yfir lög sem mest eru leikin í bílum og „Somebody To Love er í níunda sæti“. agas@mbl.is Queen drottning veganna Vegarokk Lög rokksveitarinnar Queen eru mikið spiluð í bílum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.