Morgunblaðið - 15.11.2016, Page 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
M
jög skiptar skoðanir
eru um hvernig á að
nota fæturna þegar
sjálfskiptum bíl er ek-
ið. Þeim sem læra á sjálfskiptan bíl
í ökuskóla er kennt að nota hægri
fótinn bæði til að stjórna bæði
bremsu og bensíngjöf en hvíla
vinstri fótinn. Margir vilja meina
að það sé óhætt – og jafnvel betra –
að nota báða fæturna, með vinstri
fótinn á bremsunni, en aðrir segja
að þeir sem bremsi með vinstri séu
stórhættulegir í umferðinni.
Með logandi bremsuljós
Guðbrandur Bogason er í hópi
reyndustu ökukennara landsins og
segir hann að með vinstri fótinn á
bremsunni sé hætt við að fólk sé að
virkja bremsurnar án þess endi-
lega að gera sér grein fyrir því.
„Þetta lætur bíllinn vinna á móti
sjálfum sér og framkallar bæði slit
og hita. Á meðan er verið að senda
öðrum ökumönnum ruglandi skila-
boð enda loga bremsuljósin þó að
ökumaður ætli sér ekki að hægja á
bílnum.“
Að sögn Guðbrands gæti fimur
og vanur ökumaður náð valdi á því
að nota báða fæturna í akstri sjálf-
skipts bíls en ekki er hægt að mæla
með því að hinn almenni ökumaður
reyni þessa tækni. „Við verðum að
muna að það er fullt af fólki í um-
ferðinni sem ræður ekki við mikið
meira en að koma bílnum á milli
staða,“ segir hann. „Það gæti hugs-
ast að góður ökumaður með næma
tilfinningu fyrir ökutækinu gæti
nýtt sér vinstri fótar bremsun í ein-
hverjum tilvikum til að hafa betri
stjórn á bílnum, en það væri stór-
hættuleg þróun ef ætti að reka
áróður fyrir því að hinn almenni
ökumaður færi að gera þetta.“
Fótstigaruglingur
Sterkustu öryggisrökin fyrir því
að nota aðeins annan fótinn eru að
þannig sé síður hætta á að ökumað-
ur stígi á bremsu og bensíngjöf
samtímis þegar hann hemlar. Á
móti segja fylgjendur vinstri fótar
notkunar að með því að þurfa ekki
að færa hægri fótinn á milli fótstiga
megi hemla fyrr, enda taki brot úr
sekúndu að flytja fótinn á milli fót-
stiga og geti þessi stutta töf lengt
hemlunarvegalengdina.
Einnig koma vélrænir þættir við
sögu. Bremsufótstigið er jafnan
tengt við bremsukút sem notar
lofttæmi til að magna upp kraftinn
sem kemur á bremsukerfið þegar
stigið er á fótstigið. Ef það gerist
að bremsufóturinn sígur smám
saman niður getur saxast á þann
hjálparkraft sem lofttæmið gefur
og þegar loks þarf að hemla fyrir
alvöru verður ökumaðurinn að
spyrna með mun meiri krafti en
ella.
Betri beygjur
Daníel Sigurðsson rallkappi hef-
ur vinstri fótinn á bremsunni þegar
hann keppir, eins og raunar flestir
akstursíþróttamenn. „Þorri flink-
ustu ökuþóra heims bremsar með
vinstri fætinum. Með því sparast sá
tími sem annars færi í að færa
hægri fótinn á milli fótstiga en með
þessari tækni er líka hægt að auka
rásfestu í gegnum beygjur. Útkom-
an er meiri aksturshraði og betri
tímar.“
Þeir sem eru forvitnir um
tæknina sem Daníel lýsir geta
fundið kennslumyndbönd á You-
Tube með því að leita að „left foot
braking“. Þá birtist fjöldi mynd-
banda sem sýnir hvernig góð stjórn
á bremsunni með vinstri fæti getur
gagnast jafnt í rallakstri, á hefð-
bundinni kappakstursbraut og í ut-
anvegaakstri.
Erfitt að temja sér
Daníel er ríkjandi Íslandsmeist-
ari í ralli og segir skiljanlegt að
þeir sem séu að byrja að aka og
aðrir sem eiga fullt í fangi með
aksturinn velji að nota aðeins ann-
an fótinn til að stýra fótstigunum.
„Það getur líka verið erfitt að
breyta til eftir að fólk hefur vanið
sig á ákveðinn akstursstíl í mörg ár
og áratugi og ekki reynandi fyrir
alla.“
Að mati Daníels gefur það mun
betri stjórn á bílnum að bremsa
með vinstra fótstiginu og getur t.d.
gagnast við akstur í bleytu og
hálku eða á malarvegum. „Og mun-
urinn á viðbragðstíma þýðir að
hemlunarvegalengd gæti styst um
tugi metra.“
ai@mbl.is
Má nota báða fætur á sjálfskiptum?
Í kappakstri getur gert gæfumuninn að bremsa með vinstri fæti en ekki ráða allir við þessa tækni
AFP
Morgunblaðið/Eggert
Daníel Sigurðsson segir flesta fremstu akstursíþróttamenn heims hafa
tamið sér að bremsa með vinstri fæti og gagnist þeim með ýmsum hætti.
„Við verðum að muna að það er
fullt af fólki í umferðinni sem
ræður ekki við mikið meira en
að koma bílnum á milli staða,“
segir Guðbrandur Bogason og
varar því að fólk reyni að hafa
vinstri fótinn á bremsunni.
Á síðasta ári var í tímaritinu
Vox ítarleg umfjöllun um akst-
ur sjálfskiptra bíla með báðum
fótum. Þar kom fram að með
því að hafa sinn hvorn fótinn á
bremsu og bensíngjöf tækist
kannski að koma í veg fyrir þau
16.000 umferðarslys sem verða
í Bandaríkjunum árlega þegar
fólk stígur óvart á bensíngjöf-
ina í stað bremsunnar.
Pedalaruglingurinn getur
verið mjög hættulegur, því
margir ökumenn bregðast
rangt við þegar þeir stíga óvilj-
andi á bensingjöfina í stað
bremsunnar. Þeir finna að bíll-
inn færist hraðar frekar en að
hægja á og eru fyrstu við-
bröðgin þá oft að stíga fastar á
það sem þeir halda að sé
bremsupedallinn, og þannig æ
fastar og fastar þangað til bíll-
inn er kominn á fulla ferð. All-
an tímann heldur ökumaðurinn
að bremsupedallinn sé bilaður.
Vox benti líka á að þótt það
geti skemmt bíla að stíga sam-
tímis á bremsu og bensíngjöf þá
væru margir bílar í dag útbúnir
tækni sem skynjaði ef ýtt væri á
báða pedalana í einu og dræpi
þá á vélinni.
Ruglast á
pedölum
Tengiltvinnbílar eru það vinsælasta á
norskum bílamarkaði um þessar mundir.
Í huga flestra búa þeir yfir kostum raf-
bíls og eru tæknilega vistvænir ásamt
því sem kaupendur eru lausir við
áhyggjur af drægi.
Vegna vistvænna eiginleika sinna eru
tengiltvinnbílar meira og minna lausir
við skatta og gjöld hefðbundinna bíla.
Og þeir verða enn álitlegri á næsta ári
því þá verða enn gerðar breytingar á
bílagjöldum í Noregi. Dregið verður úr
vægi þyngdar og hestaflafjölda í gjöld-
unum sem munu í staðinn fyrst og fremst
taka mið af uppgefinni eldsneytisnotkun
og losun gróðurhúsalofts.
Þetta mun hafa veruleg áhrif til lækk-
unar gjalda af bílum eins og tengiltvinn-
bílunum C 350e og GLC 350e frá Merce-
des-Benz. Þeir hafa náð miklum
vinsældum í Noregi og eru biðlistar eftir
þeim langir. Þeir eru sem stendur hátt
skattlagðir vegna vélarkraftsins upp á
279 og 320 hestöfl.
Nái breytingar á bílagjöldunum eins
og þau hljóða í fjárlagafrumvarpi rík-
isstjórnarinnar í gegn munu þessir bílar
lækka mikið í verði. Gjöld á C 350e munu
lækka um 36.000 norskar krónur (um
490 þúsund íslenskra) og um 40.000
(540.000 íslenskra) á GLC 350e, að sögn
norskra fjölmiðla. Sá síðarnefndi kostar
nú um 600.000 norskra á götuna.
Nú þegar er biðin eftir bæði GLC 350e
og GLC Coupe 350e eitt ár í Noregi. Með
lækkun gjalda mætti búast við að biðlist-
arnir lengdust enn frekar, þrátt fyrir að
umboðið hefði tryggt sér aukinn kvóta
af framleiðslu þeirra. Sá sem pantar bíla
af þessu tagi í dag þarf því að bíða fram-
undir jól 2017 eftir sínu eintaki.
agas@mbl.is
Tengiltvinnbílar vinsælastir
Tengiltvinnbíllinn Mercedes-Benz C350e er eftirsóttur í Noregi.