Morgunblaðið - 15.11.2016, Page 15

Morgunblaðið - 15.11.2016, Page 15
hversdagsins, kjörinn fyrir heimili þar sem börnin eru ekki enn komin, ekki væntanleg, eða þá flogin úr hreiðrinu. Hann er sportlegur án þess að vera bandbrjálað tryllitæki, auðvelt er að setjast inn í hann og stíga út, og jafnvel með þakið uppi hefur ökumaður nokkuð gott útsýni í allar áttir. Sætin duga vel fyrir lang- ar keyrslur og þó vegar- og vél- arhljóð berist inn í farþegarýmið, er það samt ekki þannig að yfirgnæfi prýðilegt hljóðkerfið. Fiat 124 Spider er fullur af fegrandi smáatriðum eins og þessu. Útlitseinkennin hafa haldið sér þrátt fyrir að langt hlé hafi verið gert á framleiðslunni. Myndin sýnir fagurrauðan Fiat 124 Spider árgerð 1970. Fiat 124 Spider Lusso Reynsluakstur 1,4 l fjögurra strokka bensínvél m. túrbó 140 CV/ 240 Nm 6 gíra beinskipting 0-100 km/klst: 7,5 sek Hámarkshr.: 215 km/klst Afturhjóladrif 16” Eigin þyngd: 1.050 kg Farangursrými: 140 l Mengunargildi: 148 g/km Eyðsla: 6,7 l/100 í bl. akstri Verð frá: Áætlað um 4.500.000 kr Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ökumaður situr í þægilegu sæti. Leiðsögukerfinu má stjórna bæði með snertiskjá og með stýripinna. Þakið er fellt og sett upp handvirkt og tekur það enga stund. Vel hefur tekist til við að beina vindinum frá farþega og ökumanni þegar blæjuþakið er niðri. Meðalstóri bakpokinn góði hverfur hér um bil ofan í djúpt skottið. Ljósmynd / Wikipedia - Lothar Spurzem (CC)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.