Morgunblaðið - 15.11.2016, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17
Suzuki bílar hf • Skeifan 17 • 108 Reykjavík • Sími 568 5100 • www.suzuki.is
SUZUKI Grand
Vitara V6
Skr. 09.2008,
ekinn 90 Þ.KM,
bensín, sjálfskiptur,
leður, sóllúga,
dráttarbeisli.
Verð 1.990.000.
Rnr.101417.
MAZDA 3 Core.
Skr. 09.2015,
ekinn 17 Þ.KM,
bensín, 6 gírar.
Verð 2.690.000.
Rnr.101412.
HONDA Jazz
Elegance
Skr. 05.2014,
ekinn 42 Þ.KM,
bensín, sjálfskiptur.
Verð 2.480.000.
Rnr.101430.
LEXUS IS250
Skr. 09.2006,
ekinn 74 Þ.KM,
bensín, sjálfskiptur,
leður. Verð
1.990.000.
Rnr.101426.
CHEVROLET
Cruze
Skr. 12.2014,
ekinn 18 Þ.KM,
dísel, sjálfskiptur.
Verð 2.980.000.
Rnr.101404.
SUZUKI
SX4 GLX
12.2009, ekinn
102 Þ.KM,
bensín, 5 gírar.
Verð 1.690.000.
Rnr.101314.
SUZUKI
Swift GL 4x4
Skr. 06.2015,
ekinn 41 Þ.KM,
bensín, 5 gírar.
Verð 2.290.000.
Rnr.101377.
SUZUKI
Swift GL
Skr. 01.2009,
ekinn 95 Þ.KM,
bensín, 5 gírar.
Verð 990.000.
Rnr.101445.
NOTAÐIR BÍLAR
SKODA
Fabia Combi
Ambiente
Skr. 08.2013,
ekinn 81 Þ.KM,
dísel, 5 gírar.
Verð 1.950.000.
Rnr.101447.
Komdu og
skoðaðu úrval
ið
S
íðastliðinn fimmtudag, hinn 9. nóv-
ember, var boðað til blaðamanna-
fundar um borð í hópferðabifreið í
eigu Austfjarðaleiðar þar sem ætl-
unin var m.a. að kynna ráðstefnuna Bílar, fólk
og framtíðin sem haldin verður í þessari viku,
nánar tiltekið hinn 17. nóvember í Hörpu.
Þar verður skyggnst inn í framtíð bílsins,
hlutverk hans og þau víðtæku samfélagslegu
áhrif sem aukin sjálfvirkni og önnur tækniþró-
un þessa samgöngutækis og umhverfis þess
mun leiða til, eins og Einar Magnús Magn-
ússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá
Samgöngustofu, segir frá.
Áleitnar spurningar um
framtíð bílaumferðar
Eins og framar greindi fór blaðamannafund-
urinn fram um borð í hátæknirútu og segir
Einar það enga tilviljun. „Þessi rúta gefur svo-
litla innsýn í það hverju við stöndum frammi
fyrir varðandi tækninýjungar í bílaiðnaðinum
og samgöngumálum um leið. Það er einmitt
ætlunin á þessari ráðstefnu, sem ber yfir-
skriftina „Bílar, fólk og framtíð“ að skyggnast
aðeins inn í þennan heim og skoða hann í nútíð
og framtíð. Við þurfum líka að átta okkur á því
að það er mjög margt sem er orðið raunveru-
legt nú þegar í þessum heimi sem margir eiga
jafnvel erfitt með að trúa að eigi sér stað. Á
ráðstefnunni munum við leita svara við ýmsum
krefjandi spurningum, svo sem „hvernig er
ökutæki framtíðarinnar?“, „hvernig verða veg-
ir framtíðarinnar?“ og „mun eiginlegur öku-
maður heyra sögunni til?“ segir Einar Magnús
ennfremur.
Erlendir sérfræðingar mæta
Auk þess að dregin verður upp mynd af
framtíð bílasamgangna verður meðal annars
erindi Toms Palmaerts sem er svokallaður
„Trendwatcher“ og mun hann fjalla um ýmsar
þær nýjungar tengdar bíltækninni, strauma
þess og stefnur og ýmis samfélagsleg áhrif.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri mun
fjalla um vegakerfi framtíðarinnar en Hreinn
hefur víðtæka þekkingu og yfirsýn yfir þá
þróun sem á sér stað í þessum efnum. Aled
Williams, verkefnastjóri EuroNCAP, mun
fjalla um umferðaröryggi framtíðarinnar og
hvort umferðarslys geti jafnvel, í framtíðinni,
heyrt sögunni til.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuvernd-
ar, mun fjalla um persónuvernd samhliða öll-
um þeim gagnaflutningi og upplýsingum sem
munu streyma til og frá ökutæki framtíð-
arinnar. Hver á þær upplýsingar og hver mun
geta átt aðgang að þeim t.d. við rannsókn á
slysum og sakamálum.
Gunnar Haraldsson hagfræðingur mun
velta fyrir sér efnahagslegum áhrifum sam-
gangna í nútíð og framtíð en ljóst er að gríð-
arleg breyting getur átt sér stað varðandi at-
vinnu, ábyrgð og efnahagslegan ávinning
þessa heims sem skyggnst verður inn í á ráð-
stefnunni.
Ráðstefnan er öllum opin
Að sögn Einars Magnúsar er þetta ráð-
stefna fyrir fagaðila, opinbera aðila og aðra
sem tengjast bílgreininni, umhverfi hennar og
umferðaröryggi. „Áherslan verður lögð á að
upplýsa um núverandi stöðu, innanlands og er-
lendis, framtíðaráform og þróun innan grein-
arinnar og hvernig við getum brugðist við
þeim miklu breytingum sem framundan eru.“
Ráðstefnan er öllum opin og hægt er að afla
sér nánari upplýsinga og skrá þátttöku á
heimasíðunni www.bff.is.
jonagnar@mbl.is
Ráðstefnan Bílar, fólk og framtíð haldin fimmtudaginn 17. nóvember
Hver er framtíð bíla og fólks í þeim?
Kynningarfundur fyrir ráðstefnuna „Bílar, fólk og framtíð“ fór fram í veglegr hátæknirútu með ýmsan akstursbúnað sem rímar við þá sjálfvirkni sem bílar eru í auknum mæli búnir.