Morgunblaðið - 15.11.2016, Síða 19

Morgunblaðið - 15.11.2016, Síða 19
gaumgæfa þennan sérstaka bíl. Hann brosti allan hringinn þegar ég sagði honum að væri í fínasta lagi að taka mynd. Erfið sambúð Fallegur er hann, og alveg nógu hraðskreiður, en Alfa Romeo 4C er allt annað en auðveldur bíll að búa með. Þegar ég settist fyrst inn í bíl- inn þurfti ég að hafa svo mikið fyrir því að smokra mér í bílstjórasætið að ég fékk krampa í annan fótinn. Er ég samt nokkuð léttur og lipur. Sætin eru hörð, fjöðrunin stíf og þarf sterka handleggi til að ráða við stýrið þegar ekið er í og út úr bíla- stæði. Skottið rúmar varla mikið meira en einn bakpoka og þarf að hafa mikið fyrir því að opna skott- lokið enda er það þungt og opnast aðeins með því að ýta á takka inni í farþegarýminu – sem kemur sér ekki vel ef maður er með fangið fullt af innkaupapokum. Útsýni öku- manns til hægri er frekar takmark- að og meiriháttar kúnst að leggja bílnum í þröng ítölsk stæði. Í akstri rennur síðan upp fyrir manni af hverju hönnuðirnir lögðu svona litla áherslu á útvarpið: þegar komið er út á hraðbrautirnar verður hávaðinn í farþegarýminu svo mikill að ekki heyrist mannsins mál. Ekta akstursupplifun En þrátt fyrir að vera óþægilegur og erfiður býr 4C yfir einhverjum göldrum sem er ómögulegt að standast. Hver bílablaðamaðurinn á fætur öðrum hefur fallið fyrir þess- um bíl, þrátt fyrir alla ókostina. Einn gárunginn lýsti því þannig að þetta væri hinn fullkomni fimmti bíll í bílskúrinn. Það sem heillar er bæði útlitið og hráir og óbeislaðir akst- urseiginleikarnir. Þetta er ökutækið fyrir menn og konur sem hafa virki- lega gaman af að aka kröftugum, næmum og krefjandi bíl sem höfðar til hjartans frekar en til skynsem- innar. Sætin eru falleg, þó ekki sé hægt að stilla þau. Allt er gert til að létta. Lítið hólf er milli sætanna. Farþegarýmið er allt sniðið að ökumanninum. Velja má um þrjár akstursstillingar s.s. fyrir hálku og span. Ekkert truflar tilfinninguna. Hjólin eru sem beintengd við ökumann. MORGUNBLAÐIÐ | 19 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tímareiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.