Morgunblaðið - 15.11.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 15.11.2016, Síða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ Umhverfisvænir bílar verða sífellt meira áberandi í umræðunni og hefur svo verið á undanförnum ár- um. Framleiðendur vinnuvéla hafa líka verið duglegir í þessari þróun í átt að umhverfisvænum vélum og nú hefur Komatsu kynnt til sög- unnar úrval Hybrid-vinnuvéla í þó- nokkur ár. Íslendingar hafa ekki fjárfest í umhverfisvænum vinnu- vélum af þessu tagi fyrr en nú. 36 tonna tengitvinngrafa Í vikunni kom fyrsta græna vinnuvélin til Íslands og er hún af gerðinni Komatsu HB365LC, sem er 36 tonna beltagrafa. Í tilefni af þessari afhendingu efndi mann- skapurinn hjá Kraftvélum til boðs- sýningar og var vélin afhent til nýs eiganda síðastliðinn fimmtudag, 10. nóvember. Kaupandi vélarinnar er Ingileifur Jónsson ehf. jonagnar@mbl.is Eru „grænar“ vinnuvélar framtíðin? Hybrid-gröfur kynntar til leiks Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsældir rafbílsins Nissan Leaf hafa aukist verulega það sem af er ári í Evrópu, sala hans hefur aukist um 10% miðað við fyrra ár. Aukning í sölu rafbíla á árinu hefur haldist nokkuð í hendur við fjölgun hleðslustöðva í bæjum og borgum álfunnar. Þá hafa stjórn- völd sýnt vistvænum samgöngum aukinn áhuga með fjárhagslegum ívilnunum við kaup á rafknúnum bílum. Nissan hefur notið þessa en Leaf mun vera söluhæsti rafbíll heims. Munu yfir 75 þúsund Leaf vera á götum álfunnar. Aukið úrval rafknúinna ökutækja Rafbílamarkaðurinn í Evrópu vex hröðum skrefum, neytendur snúa sér í auknu mæli að þeim margvíslega ávinningi sem rafknúinn ferðamáti veitir,“ segir Gareth Dunsmore, sem fer með málefni rafbíla í framkvæmda- stjórn Nissan í Evrópu. Hann segir bílsmiðinn stefna að því að bjóða viðskiptavinum um heim allan öruggari og sjálfbærari framtíð með auknu úrvali rafknúinna farartækja. Á sama tíma og raf- bílasala færist í aukana í Evrópu er öldin önn- ur hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Það sem af er ári hafa einungis 42 eintök af Niss- an Leaf verið seld þar frá áramótum til októ- berloka. Og það sem verra er, þá er þetta 64% fækkun frá sama tímabili í fyrra. Nissan hefur ákveðið að smíða sportlega sérútgáfu af Leaf sem fengið hefur mód- elheitið Black Edition, eða sem útleggja mætti sem „Svarta sortin“. Kemur hann á götuna í mars á næsta ári og verður að lík- indum framleiddur í takmörkuðu upplagi. Hann er byggður á Acenta-útfærslunni af Leaf og búinn öflugasta rafmótor sem fáan- legur er í Leaf, 30 kílóvatta aflrásinni sem fyrst sá dagsins ljós í Laufi í mars í ár. Vind- skeið efst á afturbrún þaksins, 16 tommu svartar felgur, og díóðu háljós gefa Svörtu sortinni sportlegt yfirbragð. Innréttingin verður mun íburðarmeiri en í hefðbundnum Leaf. agas@mbl.isSvarta sérútgáfan af Nissan Leaf er mun sportlegri. Nissan Leaf gengur hraðar út „Svarta sortin“ frá Nissan er vinsæl Hvað gleður augað meira en fal- legt mótorhjól með gamla laginu? Sé hjólið sem um ræðir hið sígilda V7 frá Moto Guzzi er það sann- arlega fátt. Café Racer-hjól njóta vinsælda sem aldrei fyrr og 50 ára afmælisútgáfur Moto Guzzi hitta alla þá sem gaman hafa af gömlum hjólum í hjartastað. Fyr- irtækið kynnti nýverið til sög- unnar þrjár nýjar útfærslur af þessu nafntogaða hjóli, hverja annarri fallegri, og kallast línan V7 III. Hún inniheldur þrjár mismun- andi týpur sem kallast Racer, Stone og Special. Þó ekkert sé til sparað í fortíðarsjarmanum hefur eitt og annað verið uppfært til að mæta nútímaöryggiskröfum og má þar nefna ABS-hemlalæsivörn, gripstýringu og svo má tengja hjólið við smáforrit í snjalltækjum til að taka upp hraðamet, aksturs- vegalengdir og annað slíkt sem eigendur hjólanna kunna að vilja halda upp á. Sem er vel, en aðal- atriðið er eftir sem áður tímalaus sjarmi þessara fallegu hjóla. jonagnar@mbl.is Moto Guzzi kyndir vel undir fortíðarþránni Moto Guzzi V7 III Racer. Klassíkin er nýjasta nýtt frá mótorhjólaframleiðandanum Moto Guzzi Moto Guzzi V7 III Special.Moto Guzzi V7 III Stone

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.