Morgunblaðið - 15.11.2016, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
Betra start fyrir þig og þína
TUDOR
TUDOR er hannaður til þess að þola
það álag sem kaldar nætur skapa.
Forðastu óvæntar uppákomur.
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
TUDOR
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
H
vaða bílsmiðir framleiða
áreiðanlegustu bílana
sem um íslenska vegi
fara og hverjir þá óá-
reiðanlegustu? Já, stórt er spurt en
það er að mörgu að hyggja þegar
fjárfest er í nýjum bíl. Þar kemur
til álita sparneytni, stíll, tæknibún-
aður og hver tilfinningin er undir
stýri.
Áreiðanleiki er þó að líkindum sá
þáttur sem neytendur telja einna
mikilvægastan. Ætla mætti að lítið
væri um óáreiðanlega bíla nú til
dags. Miðað við árlega rannsókn í
Bretlandi, svonefnda „Driver Po-
wer“ könnun, er það þó svo.
Í könnuninni sem breska bílarit-
ið Auto Express stóð fyrir voru um
50.000 bíleigendur beðnir að gefa
bíl sínum einkunn út frá ýmsum
forsendum, þar á meðal áreið-
anleika. Kom í ljós að sumir fram-
leiðendur smíða áreiðanlegri bíla
en aðrir.
Japanir áberandi á toppnum
Á lista yfir áreiðanlegustu fram-
leiðendurna er að finna mörg nöfn
sem menn eiga að venjast í topp-
sætum rannsókna af þessu tagi.
Japanskir bílsmiðir eru áberandi
því í hópi tíu bestu eru sex þaðan,
Lexus, Toyota, Honda, Mazda, Su-
zuki og Subaru.
Veruleg kemur þó á óvart að í
þriðja sæti er að finna Dacia. Það
þykir sýna, að ódýr framleiðsla
þurfi ekki að vera óáreiðanleg.
Einfaldleiki og traustir íhlutir frá
Renault koma Dacia til góða.
Mest kemur þó á óvart að í efsta
sæti sem traustasta bílamerkið í ár
situr Tesla. Fyrirtækið hefur haft
mikil áhrif í bílgreininni undanfarin
misseri þótt módelafjöldi sem það
smíðar sé lítill. Kaupendur Tesla-
bíla eru greinilega hæstánægðir
með traustleika þeirra.
Úrtakið 50.000 bíleigendur
Til viðbótar þeim nöfnum sem
þegar hafa verið nefnd fylla tvö til
viðbótar hóp 10 áreiðanlegustu bíl-
smiðanna, Skoda, sem er í áttunda
sæti, og Kia í því tíunda. Í öðru
sæti varð Lexus, Toyota í fjórða og
Honda í fimmta.
En hvað segir könnunin um þá
bílaframleiðendur sem gætu gert
betur? Niðurstöðurnar eru að þeir
bílsmiðir sem lentu í 10 neðstu
sætunum í könnuninni framleiði
síst áreiðanlegu bílana. Kemur sá
listi á óvart því þar eru bara fyr-
irtæki sem smíðað hafa bíla um
langan aldur og það með góðum ár-
angri. En þá má ekki gleyma að
þetta eru niðurstöður eigenda um
50.000 bíla sem standa á bak við
útkomuna með einkunnagjöf fyrir
bíla sína.
Þeir sem geta gert betur
Samkvæmt þessu er Mini fram-
leiðandi óáreiðanlegustu bílanna í
ár, í öðru sæti er Jeep og Land Ro-
ver í því þriðja. Volkswagen varð í
29. sæti í könnuninni og þar með
fjórði ótraustasti bílsmiðurinn.
Dótturfyrirtækið Audi er í tíunda
sæti fyrir óáreiðanleika. Nissan er
í fimmta sæti á tossalistanum. Alfa
Romeo í sjötta, Ford í sjöunda,
Hyundai í áttunda og Fiat í því ní-
unda. Skýtur útkoma Nissan nokk-
uð skökku við samanborið við aðra
japanska bílsmiði sem röðuðu sér í
hóp 10 áreiðanlegustu.
agas@mbl.is
Hverjir eru áreiðanlegustu bílarnir á götunum?
Dacia þriðji áreiðanlegasti bílsmiðurinn
Tesla er áreiðanlegasti bílsmiðurinn samkvæmt könnun Auto Express.
Dacia Sandero Stepway hefur hlotið góðar viðtökur og þykir hann og stallbræður hans hinir áreiðanlegustu.