Morgunblaðið - 15.11.2016, Síða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
Dóttir rússnesks auðmanns sem hagað hefur sér ótil-
hlýðilega í umferðinni og kallað yfir sig á fimmta
hundrað hraða- og stöðusekta hefur verið dæmd í fang-
elsi.
Réttur var settur yfir Mara Bagdasaryan vegna
þessa og hlaut hún 10 daga fangelsisvist fyrir fjögur
brotanna sem fólust í því að hún borgaði ekki sektir
sem lögreglumenn höfðu skrifað út á hendur henni.
Bagdasaryan var handtekin á Leninsky-breiðgöt-
unni í Moskvu í byrjun nóvember, en þar hafði hún lagt
bíl sínum uppi á gangstétt.
Auk fangelsisrefsingar var hún dæmd til að sinna
samfélagsþjónustu í 410 stundir. Hún gæti átt eftir að
bíta enn frekar úr nálinni vegna brota sinna því rúss-
neskir fjölmiðlar segja að enn eigi eftir að refsa henni
frekar vegna rúmlega 50 ógreiddra hraða- og stöðu-
sekta. Hefur henni verið stefnt fyrir dóm vegna þessa
og verður fyrirtaka í því máli síðar í nóvember.
Mara Bagdasaryan er aðeins 23 ára og ekur um á 13
milljóna króna tveggja dyra Mercedes-Benz S-Class.
Faðir hennar er milljónamæringur sem auðgast hefur
á rekstri sláturhúsa og kjötiðnaðarstöðva. Hún hefur
haft til siðs að birta myndskeið af hraðakstursupp-
átækjum sínum í umferðinni á samfélagsmiðlum á net-
inu. Hefur hún meðal annars sýnt reglum um hámarks-
hraða á götum Moskvuborgar tillitsleysi. Meðal
myndskeiða var eitt þar sem hún ók á 160 km hraða á
götu með 50 km hámarkshraða.
agas@mbl.is
„Hraðadrottningin
send í dýflissuna
Stopp Mara Bagdasaryan var ekki upplitsdjörf í
búrinu í dómssal í Moskvu.
Hraðadrottningin send í dýflissuna Mara Bagdas-
aryan við eðalvagn sinn sem hún tryllir óvarlega á í
Moskvuborg.
É
g var á ferðalagi eftir
endilangri Jórdaníu þeg-
ar ég kynntist fyrst
þeim sið að blikka háu
ljósunum til að vara aðra öku-
menn við hraðaeftirliti.
Þar var lögreglan mjög dugleg
við að sitja fyrir glönnunum, en
ökumenn hjálpuðust að og blikk-
uðu aðvífandi umferð ef ekið
hafði verið fram hjá lögreglubíl í
vegarkantinum. Þegar blikkin
fóru að sjást mátti reikna með að
ekki væri meira en fimm mínútur
í næsta radarmæli.
Ég hef séð þetta víðar, og nú
síðast í Svartfjallalandi í sumar
að blikkið bjargaði mér frá
hraðasekt.
Væri gaman að sjá Íslendinga
tileinka sér þennan sið, enda
bæði til þess fallið að spara fólki
dýrar sektir, en hefur líka þau
áhrif að ökumenn hægja ferðina
fyrr og lengur og eru ekki að
snarbremsa þegar þeir sjá óvænt
glitta í lögreglubílinn.
Skilaboð með neyðarljósunum
Annað sem ökumenn erlendis
gera, en ég hef ekki séð á Ís-
landi, er að láta neyðarljósin
blikka tvisvar eða þrisvar þegar
hætta er framundan á veginum
sem bílarnir fyrir aftan geta ekki
séð. Þetta auka-blikk getur t.d.
forðað slysum á hraðbrautum ef
hægist snögglega á umferðinni
handan við beygju eða hinum
megin við hæð. Á Ítalíu má oft
sjá hvernig ökumenn bera blikk-
skilaboðin áfram (eða öllu heldur
afturábak). Ýta þeir þá örstutt á
neyðarljósahnappinn ef þeir sjá
ljósin blikka á bílum framar á
veginum, án þess að hafa sjálfir
séð hættuna sem kom blikkinu af
stað. Með þessu móti fá allir
betra ráðrúm til að hægja á bíln-
um.
Að minna náunga
sinn á réttan hraða
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Bremsufarið
Morgunblaðið/ÞÖK
Erlendis tíðkast það að láta neyðarljósin blikka örstutt til að vara bif-
reiðir aftar á veginum við hættu eins og þrengingu eða hægari umferð.
Fljótt skipast veður í lofti, alla
vega á dönskum bílamarkaði. Fyr-
ir tveimur til þremur misserum
keyptu Danir aðallega smábíla en
nú gerast þeir ólmir í stóra bíla.
Sjöunda árið í röð stefnir í
aukna bílasölu í Danmörku og allt
útlit er fyrir að öll fyrri sölumet
verði slegin í ár.
Danir keyptu alls 208.000 nýja
bíla í fyrra og spá sérfræðingar
nú, að salan aukist um sex til átta
prósent í ár og verði á bilinu 220
til 225 þúsund eintök.
Frá áramótum til septemberloka
voru nýskráðir bílar 168.470 en á
sama tímabili í fyrra var fjöldinn
155.121 eintök.
Þegar skoðað er hvaða bílar
seljast best er ekkert útlit fyrir að
vinsælasta bílnum í langan tíma –
Peugeot 208 – verði rutt úr topp-
sæti sölulistans. Litlar sem engar
líkur eru á að andlitslyftur
Volkswagens Up velti þeim
franska af stalli sem söluhæsti bíll
Danmerkur 2016. Frá áramótum
til októberloka voru nýskráð 7.246
eintök af 208 en 5.023 af VW Up
sem var söluhæsti bíllinn í Dana-
veldi árið 2013 með 12.909 eintök-
um.
Ástæðan fyrir því að Up nýtur
ekki eins mikilla vinsælda eru
breytingar á kaupavenjum
danskra neytenda; tilhneiging til
að kaupa stærri og stærri bíla.
Markaðshlutdeild smábíla hefur
lækkað úr 23,6% í fyrra í 20,3% í
ár.
Sá stærðarflokkur sem Peugeot
208 tilheyrir hefur einnig minnkað
úr 32,1% í fyrra í 28,4% í ár. Hef-
ur þessi flokkur verið sá lang-
stærsti og nemur samdrátturinn
því um 48.000 eintökum.
En á eftir hverslags bílum eru
Danir? Jú, jeppar njóta vaxandi
vinsælda meðal þeirra. Jeppar
sem Nissan X-Trail, stórir fólks-
bílar, jafnvel úrvalsbílar eins og
Audi A4 hafa verið í sókn. Frá
áramótum til septemberloka 2015
jókst jeppasala um 7,6% og sala
stórra bíla í milliflokki jókst um
8,9%. Í ár er aukningin 11,2% í
jeppum og 10,2% í millistærð-
arbílum. Athyglisvert þykir einnig
hvernig fjölnotabílar á borð við
Volkswagen Touran og Ford S-
Max hafa aukist í sölu. Aukningin
var 4,9% í fyrra og 6,6 það sem af
er árinu 2016.
agas@mbl.is
Danir kaupa stóra bíla
Nissan X-trail jeppinn er vinsæll í Danmörku.
Um helgina urðu tímamót í sögu
hins létta bifhjóls vespu. Á sýningu í
Mílanó á Ítalíu kynnti Piaggio nýja
útgáfu af farartækinu goðsagna-
kennda, rafknúna vespu.
Þetta nýja tákn hins „ljúfa lífs“
kemur á götuna seint á árinu 2017.
Á þessu stigi hefur ekkert verið gef-
ið upp um hugsanlegan verðmiða á
hjólinu og heldur engar tæknilegar
upplýsingar um aflrásina.
Alvöru vespa með stíl
Með Vespa Elettrica bætist raf-
hjólið í hóp þar sem fyrir er að finna
rafútgáfur af bifhjólum frá Yamaha,
Peugeot, Matra, Solex og BMW.
„Þetta verður alvöru vespa,“
sagði Piaggio í tilkynningu. „Stíll-
inn, lipurðin, meðfærileikinn og
akstursánægjan verður söm.“ Útlitið
verður geitungslaga eins og allar
aðrar vespur í 70 ára framleiðslu
hjólsins.
Vespa Elettrica er langfrægasta
tveggja hjóla vélknúna farartæki
Ítalíu. Í 70 ára sögu hjólsins hafa um
18 milljónir eintaka séð dagsins ljós.
Nostalgía og notagildi
Þar í landi kostar eintak nýrrar
vespu frá 3.500 og upp í 5.500 evrur,
eða á bilinu 430 til 670 þúsund krón-
ur.
Talsverð niðursveifla varð í sölu
og smíði vespunnar á árunum 1980
til 1990 en þar hefur orðið mikil
breyting á og á síðustu 10 árum hef-
ur sala vespunnar þrefaldast. Vax-
andi borgarumferð og tafsöm ferða-
lög af þeim sökum hafa stuðlað að
því að fólk hefur fremur gripið til
vélhjólsins til að skjótast til vinnu
eða annarra erinda í borgum og bæj-
um. Þá skýrir fortíðarhyggja auka-
sölu að einhverju leyti.
Vespan öðlaðist mikla alþjóðlega
athygli með tilkomu kvikmyndar-
innar „Sumarfrí í Róm“ frá árinu
1953. Í henni eltist Gregory Peck við
Audrey Hepburn á einni slíkri.
agas@mbl.is
Vespa í rafútgáfu
Rafmagnað tákn hins ljúfa lífs
Piaggio kynnti
Vespa Elett-
rica til leiks á
reið- og mót-
orhjólasýn-
ingu sem hófst
í Mílanó í síð-
ustu viku.