Morgunblaðið - 18.11.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Rjóminn
í ísnum
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
hugsanlega heyrði hlustun á hluta
samskipta í gegnum svokallað
Tetra-kerfi, undir fjarskiptalög.
„Ef um hlerun er að ræða, þá
myndi ég horfa á 47. grein fjar-
skiptalaga um öryggi og þagnar-
skyldu. Þar segir í fjórðu máls-
grein: „Óheimil er hlustun,
upptaka, geymsla eða hlerun fjar-
skipta með öðrum hætti, nema hún
fari fram með samþykki notenda
eða samkvæmt heimild í lögum.“
Við höfum ekki fengið málið til úr-
skurðar. En ef málinu yrði beint
hingað til þess að stofnunin úr-
skurði um það hvort um hlerun var
að ræða, eða ekki, þá myndum við
horfa á þessa grein,“ sagði Hrafn-
kell.
Hrafnkell segir að ef um lögbrot
sé að ræða, þá fari rannsókn máls-
ins fram hjá lögreglu.
Á heimasíðu Póst- og fjarskipta-
stofnunar segir m.a.: „CERT-ÍS er
netöryggissveit á vegum Póst- og
fjarskiptastofnunar. Hún starfar
samkvæmt 47 gr. fjarskiptalaga nr.
81/2003 og reglugerð nr. 475/2013.
Sveitin hóf formlega starfsemi árið
2013.
Starfsemi sveitarinnar snýr fyrst
og fremst að fjarskiptafyrirtækjum
sem mynda þjónustuhóp hennar, en
hún gegnir einnig hlutverki net-
öryggissveitar fyrir Ísland (e. Nat-
ional CERT) Markmið CERT-ÍS er
að fyrirbyggja, draga úr og bregð-
ast við hættu vegna netárása eða
hliðstæðra öryggisatvika í þeim
tölvukerfum sem falla undir starfs-
svið hennar. Starfsemin felst í að
greina atvik af þessu tagi, tak-
marka útbreiðslu þeirra og tjón af
þeirra völdum. Við útbreidd og al-
varleg öryggisatvik skal sveitin
samhæfa viðbrögð og aðgerðir.“
Saga Tetra-kerfisins flókin
Jónas Ingi Pétursson, fram-
kvæmdastjóri rekstrar hjá Ríkis-
lögreglustjóranum, segir að ekki sé
hægt að fullyrða að það hafi verið
klúður að ráðast ekki fyrr í dulkóð-
un kerfisins. „Saga Tetra-kerfisins
er nokkuð flókin, því þegar verið
var að koma upp þessum kerfum á
sínum tíma voru tveir eða þrír að-
ilar sem voru að reka þessi kerfi.
Það er því búið að vera að púsla
saman tveimur eða þremur kerfum,
sem hefur flækt málið.
Hvort það hafi verið hægt í upp-
hafi að dulkóða kerfin, skal ég ekki
segja til um, en það er erfitt að dul-
kóða kerfi, þegar um tvær eða þrjár
gerðir af innviðum er að ræða.
Þetta er svo langt tímabil og um að
ræða ólíka birgja frá ólíkum tím-
um,“ sagði Jónas Ingi í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Líkt og fram kom á mbl.is í fyrra-
dag, var hluti samskipta um Tetra-
kerfi Neyðarlínunnar tvær vikur
aftur í tímann aðgengilegur al-
menningi á netinu um tíma. Um er
að ræða samskipti milli viðbragðs-
aðila og annarra sem notfæra sér
Tetra-kerfið. Meðal þeirra sem það
nota er lögreglan, björgunarsveitir,
Strætó, slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins og orkufyrirtæki. Fram
kom á mbl.is að samskipti lögregl-
unnar voru kóðuð strax í fyrradag
samkvæmt Neyðarlínunni.
Þórhallur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar,
sagði í samtali við mbl.is að vitað
hefði verið af þessum veikleika um
nokkurn tíma og því hefði verið far-
ið í heildaruppfærslu á öllu Tetra-
kerfinu hér á landi. Hann hefði
ítrekað bent á þennan veikleika.
Það var um 250 milljóna fjárfesting
að sögn Þórhalls og er búið að
heimsækja alla senda á landinu til
að uppfæra þá.
Hann segir hlerun á kerfið vera
ólöglega þar sem um sé að ræða
kerfi viðbragðsaðila. Gerir Þórhall-
ur ráð fyrir að lögreglan muni rann-
saka málið, enda sé um að ræða
samskipti þeirra.
Hlustun, upptaka eða
hlerun sögð óheimil
Brot á fjarskiptalögum eða lögbrot Verður rannsakað
Lögreglan Hafi verið um lögbrot að ræða við hlustun á Tetra-kerfinu, kem-
ur það til kasta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka málið.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Sérsveit Ríkislögreglustjóra fær
afhentar sérbúnar bifreiðar, sem
koma fullbúnar frá framleiðanda,
samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti Ríkislögreglustjóra en ekki er
gefið upp hvenær bifreiðarnar
verða teknar í notkun.
„Verði reynslan af innkaupum á
fullbúnum bifreiðum góð mun Rík-
islögreglustjóri endurskoða fyrir-
komulag bifreiðakaupa hjá lög-
reglunni. Umræddar bifreiðar
verða af gerðinni Ford Interceptor
sem eru sérbúnar lögreglubif-
reiðar frá framleiðenda,“ segir
Jónas Ingi Pétursson hjá Ríkislög-
reglustjóra, en innkaup lögreglu á
bifreiðum fara fram í dag á grund-
velli rammasamnings Ríkiskaupa.
Fjármagn ræður m.a. ferð
Hvenær óskað er eftir nýjum
bifreiðum fer að sögn Jónasar eftir
fjármagni, búnaði sem þarf og
stöðu þjónustuaðila, þ.e. verkefna-
stöðu þjónustuaðila á hverjum
tíma.
„Ríkislögreglustjóri á og rekur
allar lögreglubifreiðar í landinu. Á
hverju ári hafa 12 til 15 bifreiðar
verið endurnýjaðar og er algengt
verð bifreiða um 6,5 til 7,5 m.kr.
Auk þess er kostnaður vegna sér-
búnaðar lögreglunnar og stand-
setning hverrar bifreiðar er um
3-7 m.kr, sem ræðst af því hversu
mikið af búnaði fer í bifreiðina.
Standsetning bifreiðanna tekur
um 1-2 mánuði og árlegur kostn-
aður vegna endurnýjunar lög-
reglubifreiða er um 130-160 millj-
ónir króna. Hvenær bifreiðarnar
eru keyptar og standsettar fer svo
m.a. eftir peningalegri stöðu, bún-
aði og hvort þjónustuaðilar geti
sinnt umbeðnum verkefnum á
hverjum tíma.“
Sérsveitin fær sér-
búna lögreglubíla
Tilraunaverkefni á
innkaupum bifreiða
fyrir lögregluna
Bíll Sérsveitin fær sérbúna Ford
Interceptor frá Bandaríkjunum.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
hyggst taka á leigu 350-400 fer-
metra húsnæði fyrir vínbúð í
Garðabæ. „Við höfum fundið fyrir
áhuga á að opna aftur í Garðabæ,“
segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri ÁTVR. Ef
áformin ganga eftir gæti hin nýja
verslun verið opnuð á nýju ári.
Fyrirtækið rak áður vínbúð á
Garðatorgi í Garðabæ en henni
var lokað frá og með 1. janúar
2011. Ákvörðunin var tekin í ljósi
þess að leigusamningur um hús-
næðið rann út um áramótin, en
vínbúðin í Garðabæ hafði verið á
þessum stað frá því í maí 2001.
Staðsetningin hentaði illa
„Staðsetning og stærð
húsnæðisins sem Vínbúðin í
Garðabæ er í hentar illa fyrir
verslun af þessu tagi og á síðustu
misserum hefur mikið af verslun
flust af svæðinu. Þá hefur sala í
Vínbúðinni í Garðabæ á undan-
förnum árum dregist hægt og ró-
lega aftur úr almennri þróun sölu,
bæði á landsvísu og á höfuðborg-
arsvæðinu. Sem dæmi má nefna
að magnsala Vínbúðarinnar í
Garðabæ er um 40 – 50% minni en
meðalsala Vínbúða með svipað
umfang og opnunartíma,“ sagði í
frétt á heimasíðu ÁTVR á sínum
tíma.
Í auglýsingu sem birtist í
Morgunblaðinu um helgina eru
gerðar kröfur um húsnæðið í 13
liðum. Þar er meðal annars tekið
fram að húsnæðið skuli vera á
skilgreindu verslunarsvæði, það
skuli vera nálægt stofnbraut eða
tengibraut og bílastæði skuli vera
fyrir a.m.k. 25-35 bíla. Tilboðs-
frestur er til föstudagsins 25. nóv-
ember næstkomandi.
Vínbúð ÁTVR í Grafarvogi var
lokað í ársbyrjun 2009 en hún
opnuð aftur í lok nóvember 2015.
Hafa Grafarvogsbúar tekið búð-
inni vel, að sögn Sigrúnar Óskar.
Að hennar sögn eru engin áform
um að opna fleiri vínbúðir á höfuð-
borgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Júlíus
Vínbúð Ef áætlanir ganga eftir gæti vínbúð opnað í Garðabæ á næsta ári.
Áforma að opna
vínbúð í Garðabæ
Vínbúð ÁTVR í bænum var lokað 2011