Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 Hafðu samband í síma 594 4200 eða sendu fyrirspurn á sala@landey.is ÍS LE N SK A /S IA .I S/ L A E 82 23 4 11 /1 6 Landey býður lóðarréttindi til sölu Um er að ræða neðangreindar eignir: HEITI SVEITARFÉLAG LANDNR. NOTKUN FASTANR. BYGG.ÁR STÆRÐ Lónakot Engjavegur 14 Heiðarland Vogajarða Hellugljúfur 11 Holtagljúfur 2 Holtagljúfur 13 Holtagljúfur 14 Holtagljúfur 15 Holtagljúfur 16 Holtagljúfur 17 Iðunnarbrunnur 12 Vatnsendablettur 712 Hafnarfjörður Mosfellsbær Vogar Ölfus Ölfus Ölfus Ölfus Ölfus Ölfus Ölfus Reykjavík Kópavogur 123167 217083 206748 201607 201615 201626 201627 201628 201629 201630 206081 194557 50% hlutur Íbúðarhúsalóð Annað land Íbúðarhúsalóð Viðskipti og þjónusta Íbúðarhúsalóð Íbúðarhúsalóð Íbúðarhúsalóð Íbúðarhúsalóð Íbúðarhúsalóð Einbýli Einbýli 2081144 2330927 2333106 2343651 2343659 2343670 2343671 2343672 2343673 2343674 2314243 2299392 Land Lóð Land Lóð Lóð Lóð Lóð Lóð Lóð Lóð Lóð Lóð 440 ha Ögurhvarfi 4a | 203 Kópavogi | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | landey.is Magnúsi Carlsen gengurilla að finna höggstað ámótherja sínum, SergeiKarjakin, í heimsmeist- araeinvíginu í New York. Það sann- aðist í þriðju og fjórðu einvígis- skákinni fyrr í vikunni, en sigurlíkar hans í báðum skákunum voru miklar en uppskeran rýr. Í fimmtu skákinni á fimmtudagskvöldið var eins og vonbrigðin með niðurstöðuna hefðu slæm áhrif á taflmennsku hans og alla ákvarðanatöku. Hann náði að vísu að byggja upp örlítið betra tafl í byrjun tafls en þegar peðameirihluti hans á kóngsvæng þokaðist áfram missti sú atlaga marks því að kóngur Karjakins hafði áður tekið á sig ferðalag yfir á drottningarvænginn, þar sem fyrir var skjól gott. Aðdá- endum norska heimsmeistarans var ljóst að þeirra maður var að leika sér að eldinum; peðsleikir hans afhjúp- uðu nefnilega ákveðna veikleika í eigin kóngsstöðu og hann virtist ekki einu sinni vera með tímamörkin við 40. leik á hreinu. Skyndilega fékk Karjakin fyrsta tækifæri sitt til að tefla sigurs: New York 2016; 5. einvígisskák: Magnús Carlsen – Sergei Karj- akin 42. … d4! Gefur peð en vinnur d5-reitinn fyrir biskupinn. 43. Dxd4!? „Vélarnar“ voru á því að þetta væri ónákvæmni en ekkert hefur sannast í þeim efnum. 43. … Bd5!? 43. .. Hh8 virtist betra, en hvítur getur bjargað sér með 44. De4! Dh6 45. Kf1 Dh1+ 46. Ke2 þó að svarta staðan sé áfram vænleg eftir 46. … Bd5. 44. e6! Geldur í sömu mynt og opnar línur. 44. … Dxe6 45. Kg3 De7 46. Hh2! Df7 47. f4 gxf4+ 48. Dxf4 De7 49. Hh5! Hf8 50. Hh7 Hxf4 51. Hxe7 He4 Knýr fram hrókakaup og stein- dautt jafntefli. Í gærkvöldi kl. 19 hófst svo bar- áttan aftur. Aftur varð jafntefli, eftir aðeins 32 leiki, og báðir virtust þreyttir. „Skyldan“ býður stjórn- anda hvíta liðsaflans að reyna að tefla til vinnings undir þessum kringumstæðum en Karjakain var greinilega sáttur við skiptan hlut. Í „hálfleik“ hefur því öllum skák- unum sex lokið með jafntefli, sem er auðvitað fullmikið af því góða en þó ekki met í heimsmeistaraeinvígjum; Karpov og Kortsnoj gerðu jafntefli í fyrstu sjö skákum sínum í Baguio á Filippseyjum árið 1978 og Kasparov og Anand hófu PCA-heimsmeist- araeinvígi sitt í New York árið 1995 með átta jafnteflum. Ekkert skorti á dramatík í lokakafla þessara ein- vígja og það mun draga til tíðinda á næstu dögum í heimsborginni. Leik- ir í gærkvöldi gengu þannig fyrir sig: New York 2016; 6. einvígisskák: Sergei Karjakin – Magnús Carl- sen Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. h3 Bb7 9. d3 d5 10. exd5 Rxd5 11. Rxe5 Rd4 12. Rc3 Rb4 13. Bf4 Rxb3 14. axb3 c5 Endurbót Magnúsar. Áður hefur verið leikið 14. … Rd5 eða 14. … f6. 15. Re4 f6 16. Rf3 f5 17. Reg5 Bxg5 18. Rxg5 h6 19. Re6 Dd5 20. f3 Hfe8 21. He5 Dd6 22. c3 Sem fyrr er Karjakin sáttur við jafntefli. Hann gat reynt 22. He2 Dd7 23. Rc7 Hxe2 24. Dxe2 Hc8 25. He1!? þó að svartur geti varist með 25. … Dd4+! 26. De3 Rxc2 o.s.frv. Nú verður staðan afar jafnteflisleg með mislitum biskupum. 22. … Hxe6 23. He6 Dxe6 24. cxb4 cxb4 25. Hc1 Hc8 26. Hxc8 Dxc8 27. De1 Dd7 28. Kh2 a5 29. De3 Bd5 30. Db6 Bxb3 31. Dxa5 Dxd3 32. Dxb4 Be6 - Jafntefli. Sjöunda skákin verður tefld á morgun, sunnudag. Magnús Carlsen leik- ur sér að eldinum Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Guðmundur Ólafs Íslandsmeistari unglinga Bárður Örn Birkisson sigraði á Unglingameistara- móti Íslands skipuðu skákmönnum 22 ára og yngri. Bárður hlaut 5½ vinn- ing af sex mögulegum en Dagur Ragnarsson varð í 2. sæti hlaut 4 vinninga. Með sigrinum vann Bárður sér keppnisrétt í landsliðsflokki á Skákþingi Ís- lands á næsta ári. Mótið í ár var helgað minningu Sveins Gunnars Gylfason- ar, unglingameistara Íslands árið 1980, sem lést sviplega árið 1983 aðeins 16 ára gamall. Fjölskylda Sveins gaf nýjan bikar til mótsins, en það var syst- ir Sveins, Bára Kolbrún Gylfadóttir, sem afhenti Bárði Sveinsbikarinn. Það fer ekki framhjá neinum að kennarar eru mjög ósáttir við laun sín og kjör. Það sem er verra er að þetta er uppsafnaður vandi til margra ára. Launakröfum þeirra verður að mæta. Aðrir mikilvægir þættir hafa hins vegar ekki fengið nægilega athygli. Kennarar hafa í mörg ár óskað eft- ir meiri stuðningi í starfi vegna breyttra aðstæðna og forsendna í starfi þeirra. Í því sambandi er oftast horft til þess álags sem felst í stefn- unni um Skóla án aðgreiningar. Þessi stefna var formfest með lögum um grunnskóla 2008 og í kjölfarið fylgdu reglugerðir með frekari út- færslu. Í stuttu máli felur þessi stefna í sér að börn sem sinna þarf sérstaklega vegna sérþarfa í námi eða í hegðun eiga ekki að vera tekin út úr hinum almenna bekk og sett í sérúrræði heldur fá kennslu og aðra sérþjónustu í heimabekk sínum með jafnöldrum sínum. Margt má segja gott um þessa hugmyndafræði og flestir eru henni sammála. Það sem hins vegar vill gleymast er að til að þessi hugmyndafræði gangi upp þarf ýmislegt að breytast í skólanum og stuðningur við hinn almenna kenn- ara þarf að eflast til muna. Þetta hef- ur brugðist. Kennarar þurfa í dag að sinna börnum með ýmsar sérþarfir; í bekknum þeirra eru oftar en ekki mörg börn með flóknar greiningar sem erfitt getur verið að fást við, hvað þá í fjölmennum hópi barna. Kennarar í dag fá ekki nægilegan stuðning í starfi sínu og upplifa þess vegna mikið álag. Í reglugerð um skólaþjónustu sem kom út 2010 er í 12. gr. ákvæði um að starfsfólk skólaþjónustu geri með starfsfólki skóla tillögu um viðeig- andi úrræði í framhaldi af athugun eða greiningu á nemanda. Með þessu ákvæði er framfylgt skýrri áherslu nýrra laga, sem kom fram við með- ferð þingsins, sbr. nefndarálit menntamálanefndar. Jafnframt er gert ráð fyrir að eftirfylgni og mat á árangri verði í höndum skólaþjón- ustu í samstarfi við skóla. Á þessum tímapunkti tókust sérfræðingar Sambands ísl. sveitarfélaga og ríkis- ins á um kostnaðarauka sveitarfélaga vegna þessara ákvæða. Niður- staðan var að kostn- aðaraukningin væri um 200 milljónir, aðallega vegna ákvæðis um eft- irfylgni. Ætla má að í dag sé þetta um 300 milljónir sem sveit- arfélögin fengu til sín frá ríkinu til stuðnings við þessa nýju skóla- stefnu. Þessir peningar hafa ekki skilað sér út í skólastarfið til stuðnings kennurum. Áætlað er að Reykjavíkurborg beri um 40% heildarútgjalda á landinu á þessu sviði og þar af leiðandi má ætla að setja þyrfti árlega 120 milljónir í ráðningu kennslu- eða sér- kennsluráðgjafa við grunnskóla Reykjavíkur til að sinna eftirfylgd barna sem greind eru með sérþarfir. Þessir aðilar myndu vera beinn stuðningur við kennara inn í bekk eða við skólastarfið vegna þessara nemenda. Ef þessir peningar hefðu ekki verið sviknir af skólabörnum fengju kennarar í dag mun meiri stuðning og upplifðu minna álag. Ástæða er einnig til að minnast á að í samkomulagi ríkis og sveitar- félaga eru ákvæði um ábyrgðarskipt- ingu um þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda. Mörg sveitar- félög hafa ekki séð ástæðu til að framfylgja þessum ákvæðum. Í Reykjavík er börnum mismunað. Þjónusta talmeinafræðinga er í þokkalegu standi í Grafarvogi og á Kjalarnesi en annars staðar í Reykjavík fá börn hana síður. Þessi stuðningur við nám barna, sérstak- lega lestrarnámið, er kennurum mjög mikilvægur og léttir mikið álag í fyrstu bekkjunum. Undirritaður ítrekar því nauðsyn þess að bæta laun kennara en bendir á að annar stuðningur við starf þeirra þurfi einnig að koma til. Stuðningur við kennara Eftir Helga Viborg Helgi Viborg »Undirritaður ítrekar því nauðsyn þess að bæta laun kennara en bendir á að annar stuðn- ingur við starf þeirra þarf einnig að koma til. Höfundur er kennari og deildarstjóri skólaþjónustu í Grafarvogi og Kjalarnesi. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.