Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ ÞorbjörgHelgadóttir fæddist á Ísólfs- stöðum 19. mars 1929. Hún lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 25. októ- ber 2016. Foreldrar Þorbjargar voru Hólmfríður Bene- diktsdóttir, f. 10. mars 1903, d. 13. október 1993, frá Breiðuvík á Tjörnesi, og Helgi Ólafsson, f. 9. janúar 1902, d. 26. apríl 1977, frá Ísólfs- stöðum á Tjörnesi. Þau fluttu til Húsavíkur 1936 og bjuggu öll sín búskaparár í Braut á Tún- götu 11. Systkini Þorbjargar voru Benedikt, f. 30. september 1926, d. 2012, Þórhildur, f. 9. ágúst 1934, Ólafur Eiður, f. 28. apríl 1939, d. 1988, og Árni Þórhall- ur, f. 22. desember 1945. Fyrstu árin ólst Þorbjörg upp Ragna Karlsdóttir, f. 21.2. 1959, synir þeirra eru Karl og Frið- jón, fyrir átti Helgi tvö börn, Karen og Sævar. 3. Hulda, f. 25.10. 1953, maki Sæmundur Friðriksson, f. 1.5. 1949, synir þeirra eru Eggert og Hákon. 4. María, f. 26.11. 1954, synir henn- ar eru Kristján og Janus Sig- urjónssynir. 5. Páll, f. 31.12. 1959, maki Þórey Albertsdóttir, f. 18.3. 1960, synir Páls af fyrra hjónabandi eru Friðjón og Ísak Guðni. 6. Hólmfríður Sara, f. 20.3. 1963, maki Páll Stefáns- son, f. 25.3. 1960, dætur hennar eru Sigríður Kristín og Þor- björg Katrín Davíðsdætur. Barnabarnabörn Þorbjargar eru 25. Fyrsta ár sitt á Akureyri lærði Þorbjörg saumaskap og sótti einnig námskeið í Hús- mæðraskóla Akureyrar árin 1947-1948. Þorbjörg vann við hin ýmsu störf meðan verið var að koma börnunum til manns en lengst af vann hún við aðhlynn- ingu aldraðra á dvalarheim- ilunum Skjaldarvík og Kjarna- lundi, eða þar til hún fór á eftirlaun. Útför Þorbjargar fór fram í kyrrþey í Höfðakapellu 4. nóv- ember 2016 að ósk hinnar látnu. á Ísólfsstöðum á Tjörnesi og flutti síðan með for- eldrum sínum til Húsavíkur, sjö ára gömul. Sem ung- lingur vann hún við hin ýmsu störf og fór meðal annars sem kaupakona til Flateyjar á Skjálf- anda á sumrin. Þor- björg hafði alla tíð mikinn áhuga á íþróttum og spilaði með handboltaliði Völs- unga á Húsavík á unglingsárun- um. Eftir hefðbundna skóla- göngu fluttist hún 17 ára gömul til Akureyrar og bjó þar til ævi- loka. Þorbjörg giftist 1951 Friðjóni Pálssyni frá Kollugerði, f. 12. apríl 1925, d. 26. apríl 2007, og eignuðust þau sex börn. Þau eru: 1. Rósfríður, f. 31.1. 1951, börn hennar eru Jóna Björg, Ásta Lovísa og Páll Ellert. 2. Helgi, f. 25.10. 1953, maki Nú hefur móðir mín, Þorbjörg, eða Bogga eins og hún var ávallt kölluð, lokið lífsgöngu sinni og veit ég að hún var hvíldinni fegin, orðin þreytt bæði á líkama og sál. Ég gleðst fyrir hennar hönd en samt situr eftir sorg og söknuður því hún var jú ekki bara mamma mín heldur einnig góð vinkona og höfum við brallað ýmislegt sam- an í þau 53 ár sem ég naut nær- veru hennar. Í mínum huga var mamma dugleg og kjarkmikil kona og mikil hetja. Hún tókst á við margt í lífinu eins og gengur og gerist, ól upp sex börn, þar á meðal tvíbura, sá um stórt heimili og allt sem því fylgdi og alltaf stundaði hún vinnu utan heimilis, annaðhvort í hálfu eða fullu starfi. Mamma var listræn í sér og hafði gaman af að prjóna og sauma á fjölskyldumeðlimi. Hún var af kynslóð sem þurfti að hafa fyrir lífinu og hafði svo sannar- lega lifað tímana tvenna og virtist óravegur frá fortíð til nútímans. Mamma hafði gaman af íþróttum og á unglingsárum sínum spilaði hún handbolta með handboltaliði Völsunga á Húsavík og fór meðal annars í keppnisferðalag suður og var það minning sem leið henni aldrei úr minni. Hún hafði alla tíð gaman af að horfa á allar íþróttir en þó sérstaklega hand- boltann. Skrítin tilfinning að eiga ekki eftir að hringja í hana og segja „mamma, það er að byrja leikur í sjónvarpinu“. Mamma var sjálfstæð og keypti sér sína eigin bíla. Fyrst var það Skódi og síðar Volks- wagen, sem ávallt var kallaður bjöllubílinn og vakti mikla lukku hjá barnabörnunum. Hún keyrði margar ferðirnar til og frá Húsa- vík til að heimsækja eða aðstoða aldraða foreldra sína. Mamma hafði stórt hjarta og var hugul- söm og alltaf reiðubúin til þess að rétta öðrum hjálparhönd ef hún gat. Hún hafði mikla ánægju af litlu barnabörnunum og barna- barnabörnunum sínum og spilaði á spil eða söng fyrir þau. Þegar ég bjó í Reykjavík ásamt dætrum mínum hringdi mamma iðulega og söng Guttavísurnar í símann fyrir nöfnu sína, hana Þorbjörgu Katrínu. Mamma vann ýmis störf en lengst af, í rúma tvo áratugi, vann hún við aðhlynningu á dvalar- heimili aldraðra í Skjaldarvík og í Kjarnalundi. Þar varð hún að hætta sökum aldurs og lagðist það þungt á hana að geta ekki gefið af sér eða unnið lengur því heilsuna hafði hún svo sannar- lega á þeim tíma og hún undi því vel að vinna við aðhlynningu aldr- aðra. Lífsgæðum og heilsu mömmu hrakaði hratt seinustu tvö til þrjú árin og ófá skiptin sat ég yfir henni veikri á spítala eða á dvalarheimilinu þar sem hún bjó síðustu fimm árin og hélt að nú væri hún að kveðja. En það var ótrúlega seigt í þeirri „gömlu“ og upp úr hinum og þessum veikind- um eða beinbrotum, þar á meðal lærbroti, komst hún á fætur aft- ur. En að því kom að lokum að hennar var vitjað og kveð ég hana með söknuði en á góðar minning- ar um samverustundir okkar. Elsku mamma – takk fyrir allt. Þín dóttir, Hólmfríður Sara. Yndislega móðir mín, Þor- björg Helgadóttir, er látin. Ég þakka henni allar samveru- stundirnar sem við áttum og alla þá virðingu sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Hún var góð móðir og vinkona. Hennar verður sárt saknað. Ég mun alltaf minn- ast orða hennar, „ertu komin, dúfan mín?“ Sendi móður minni og föður mínum, Friðjóni Pálssyni, þakk- læti, kærleika og ljós. Faðmur þeirra var alltaf opinn þegar ég og mitt fólk komum til Akureyr- ar. Þau munu njóta sín vel saman í draumalandinu með fjölskyldu og vinum. Ég kveð hana með ljóðinu Tjörness aftaneldar: Bjart er skin við vorsins aftanelda, ilm af blómum leggur jörðu frá. Undurþýða hjúpast kyrrðin kvelda, kyssa geislar spegilsléttan sjá. Innst í huga endurminning vaknar, ævintýraljómi hýrgar sál. Snertir streng er valins vinar saknar, vefur klökkva gömul tryggðamál. „Hátt yfir hæð og strönd, hillinga birtast lönd, mun ég þá mæta þér, mildin ljúfa veitast mér.“ Í rósarunni þá, í rökkri þér dvelja hjá, er allt sem ég voná og þrá, og mér veitast má. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín dóttir, María. Elskuleg tengdamóðir mín, Þorbjörg Helgadóttir, er látin, 87 ára gömul og ágætlega södd líf- daga. Þorbjörg, sem alltaf var kölluð Bogga, tók mér og mínum af stakri ljúfmennsku er ég gerð- ist meðlimur í hennar fjölskyldu og lét mér alltaf líða eins og ein- um úr hennar flokki. Hennar flokkur var heldur ekki lítill, sex börn, tengdabörn og tilheyrandi barnabörn og barnabarnabörn. Öllum þessum hópi sinnti hún af bestu kostgæfni með gjöfum á tyllidögum og afmælum og má raunar segja að hún hafi gefið allt sem hún átti með glöðu geði. Bogga var ákaflega þakklát ef eitthvað var gert til þess að hjálpa henni, þó ekki væri annað en að styðja hana eða halda undir handlegg ef hún þurfti að fara á milli staða þar sem fæturnir voru farnir að bregðast og hún þurfti á aðstoð að halda. En þá var líka jafn sennilegt að hún sendi ein- hvern glaðning, súkkulaði eða harðfisk til að launa greiðann. Ég kveð hér kæra tengdamóður, sannan fulltrúa þeirrar kynslóðar sem er að kveðja, kynslóð sem tók engu sem sjálfsögðu heldur þurfti að vinna fyrir því sem hún bar úr býtum. Farvel, kæra Bogga, og ég vona að þú sért komin þangað sem þú vilt vera. Páll Stefánsson. Mig langar að kveðja tengda- móður mína, Þorbjörgu Helga- dóttur, Boggu, með örfáum orð- um og þakka henni samfylgdina gegnum árin. Okkar samskipti hófust fyrir rúmum 40 árum og allt frá upphafi hefur aldrei borið skugga á þau. Ég var kynntur fyrir þeim hjónum, henni og manni hennar, Friðjóni Pálssyni, sem unnusti dótturinnar og satt að segja er ég ekki viss um að henni hafi litist sérlega vel á mannsefnið þó svo að hún hafi alltaf neitað því síðar, að vísu allt- af með íbyggnu brosi eða „hvaða vitleysa, Sæmundur“ og svo kom smá hlátur. Þá strax kynntist ég þessari stórkostlegu gestrisni sem einkenndi Boggu, þú máttir gera ráð fyrir að það væri komið kaffi á borðið og brauðmeti þó svo að þú hafir eingöngu ætlað að stinga inn nefinu til að koma með eða sækja eitthvað smálegt – þetta var Bogga. Það var að lág- marki endurtekið þrisvar „viltu ekki fá þér kaffi, Sæmundur“, ef maður hafnaði kræsingunum, í þeirri von að maður léti nú eftir og fengi sér eitthvað í svanginn. Hún gat ekki hugsað sér að mað- ur færi svangur úr húsi frá henni – þetta var Bogga. Gagnvart barnabörnunum og barnabarna- börnunum var hún einstaklega umhyggjusöm og lét sig þeirra gengi miklu skipta og vil ég þakka henni fyrir þá umhyggju gegnum árin. Heimili þeirra hjóna var stórt og kallaði á mikla vinnu og unnu þau hjón bæði mikið innan og ut- an heimilis og oft var langur vinnudagurinn. Meðfram heimil- isstörfunum vann Bogga ýmis störf utan heimilisins og þegar börnin fóru að tínast úr hreiðrinu haslaði Bogga sér völl á vinnu- markaðinum og hvar annars staðar en í grein þar sem hún gat fengið útrás fyrir sína þjónustu- lund og umhyggjusemi. Hún var starfsmaður á Skjaldarvík og í Kristnesi þar til hún lét af störf- um vegna aldurs og hrakandi heilsu. Síðustu árin dvaldi Bogga á dvalarheimilum aldraðra að Kjarnalundi og nú síðast á Kollu- gerði. Bogga sýndi mér ávallt ein- staka blíðu og umhyggjusemi og reyndi ég af fremsta megni að hafa það gagnkvæmt. Þó Bogga væri blíð og umhyggjusöm var hún ekki skaplaus, fjarri því. Hún gat haft ákveðnar skoðanir á hlutunum og komið þeim á fram- færi á þann hátt sem hún taldi þurfa og þá gat alveg hvesst, en líklega hafa okkar skoðanir verið það áþekkar að aldrei hvessti okkar á milli. Það var svolítið óþægilegt að sjá þessa þjónustulunduðu konu lenda í þeirri aðstöðu að þurfa þjónustu en geta ekki veitt hana sjálf en þó var hún söm við sig þegar barnabörnin og barna- barnabörnin komu í heimsókn, þá varð hún að eiga eitthvað til að gefa þeim. „Réttu mér kassann þarna – viltu ekki fá þér mola?“ eða „réttu mér budduna mína“ og svo gaukaði hún aurum að við- komandi. Ég fékk alltaf setning- ar sem mér þótti svo vænt um frá henni: „Viltu ekki fá þér kaffi, Sæmundur?“ – Þetta var Bogga. Hvíldu í friði, elsku Bogga. Sæmundur Friðriksson. Elsku amma Bogga er nú komin í sumarlandið góða. Sárt að hún sé farin frá okkur en við vitum að nú líður henni vel og hún mun taka á móti okkur opnum örmum þegar okkar tími kemur. Amma skilur eftir sig góðar minningar og er við systur lítum til baka og rifjum upp liðna tíma með henni kemur í ljós að þó svo að ellefu ára munur sé á okkur upplifðum við og fengum báðar að njóta svipaðra samverustunda með ömmu. Þegar við vorum litl- ar og gistum hjá ömmu í Áshlíð- inni var hún alltaf dugleg að spila við okkur, við fengum alltaf að vera í gamla náttkjólnum hennar mömmu okkar, stundum setti amma rúllur í hárið á okkur og leyfði okkur að hjálpa sér við að setja rúllur í hárið á sér, bakaði handa okkur pönnukökur og ann- að bakkelsi, söng fyrir okkur og yfirleitt kom Loki til okkar með smá sætindi. Stundum fengum við að fara með ömmu í vinnuna í Skjaldarvík en það þótti okkur mjög spennandi. Elsku amma Bogga, takk fyrir allar yndislegu samverustundirn- ar sem við áttum, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur, takk fyrir að búa alltaf til góm- sætu pönnukökurnar þínar handa okkur þegar okkur langaði í þær, takk fyrir að hafa verið svona góð amma. Elskum þig og söknum þín mikið. Þínar Sigríður Kristín og Þorbjörg Katrín. Margar af ljúfustu æskuminn- ingum okkar bræðra tengjast ömmu Boggu á einhvern hátt. Að borða nýbakaðar kleinur í eld- húsinu hennar í Áshlíðinni, spila við hana fyrir háttinn, fara með henni inn á Ráðhústorg og kaupa tómata og gúrkur eða horfa sam- an á íþróttir í sjónvarpi. Allt hversdaglegir atburðir en engu að síður minnisstæðir því það var alltaf gott að vera með ömmu. Hún var blíð, með gott skap og gaf sér tíma til að sinna okkur og öllum þeim sem lögðu leið sína til hennar og afa í Áshlíðina. Og það- an sneri fólk ekki svangt því amma gat alltaf boðið upp á heimabakstur. Annaðhvort var kruðiríið nýkomið úr ofninum eða það var sótt ofan í frystikistuna stóru sem var mikið forðabúr. Já, amma var húsmóðir af gamla skólanum og virtist aldrei falla verk úr hendi. Einu skiptin sem hún settist niður voru þegar hún tyllti sér á kollinn við útvarpið til að leggja við hlustir. Þegar amma heimsótti okkur svo suður þá tók hún sér blessunarlega hlé frá eld- hússtörfunum og fór þá með okk- ur bræðurna á kaffihús eða bak- arí niður í bæ. Aftur kemur sætabrauðið við sögu og það skal því ekki vanmeta hlutverk þess í samskiptum barnabarna við ömmur sínar og afa. Svo liðu árin og ferðirnar norð- ur urðu færri. Það var samt alltaf jafn gott að koma til hennar í Ás- hlíðina þar sem hún hélt lengi heimili með myndarbrag. Þó amma hafi verið orðin lúin og örugglega hvíldinni fegin þá verður hún ávallt í huga okkar full orku í Áshlíðinni, gerandi allt sem gerði hana okkur svo kæra. Takk fyrir allt, amma Bogga, betri ömmu hefðum við ekki get- að átt. Janus Sigurjónsson og Kristján Sigurjónsson. Látin er á Akureyri frænka mín og vinkona, Þorbjörg Helga- dóttir eða Bogga í Braut eins og hún var kölluð í æsku. Við vorum systradætur og komu mæður okkar, Hólmfríður og Ingibjörg, úr stórum systkinahópi frá Breiðuvík á Tjörnesi, dætur hjónanna Þorbjargar Jónsdóttur og Benedikts Benediktssonar. Bogga var fríð sýnum og fal- lega vaxin þegar hún kom alkom- in til Akureyrar sextán ára gömul og bjó heima hjá okkur einn vet- ur. Við höfðum kynnst um sumar- ið þegar ég fékk að dvelja heima hjá þeim á Húsavík í vikutíma og var dvölin þar afar skemmtileg. Við spiluðum handbolta á kvöldin og man ég að Bogga var mjög harðskeytt í sókninni en há- punktur dvalar minnar var skemmtiferð með þeim syst- kinum ásamt stórum vinahópi úr Völsungum þegar við sigldum með vélbáti út í Naustavík, sem er við norðanverðan Skjálfanda- flóa. Um kvöldið var dansað und- ir harmónikkuleik langt fram á nótt. Rómantíkin var allsráðandi hjá unga fólkinu á meðan rauðglóandi nætursólin sigldi eft- ir fagurbláum sjóndeildarhringn- um. Eftir þessa dvöl mína mynd- uðust ævilöng vinarbönd milli mín og systkinanna Boggu og Benna Helga sem aldrei slitnuðu eða skuggi féll á . Bogga hóf störf hjá frænku okkar, Söru Benediktsdóttur, í Samkomuhúsinu á Akureyri og vann þar í nokkur ár. Þar kynnt- ist hún mannsefninu sínu, Frið- jóni Pálssyni, og voru þau afar fallegt og hamingjusamt par. Þau hófu búskap úti í Glerár- þorpi og byggðu sér síðan fallegt einbýlishúshús í Áshlíð 10 og eignuðust þau sex mannvænleg börn saman, fjórar dætur og tvo syni. Hún var mjög myndarleg hús- móðir sem saumaði og prjónaði á börnin sín og man ég hve dugleg hún var að baka og búa til bragð- góðan mat. Hún reyndist móður minni af- ar vel eftir að við systkinin vorum öll farin að heiman og flutt suður og er ég henni mjög þakklát fyrir það. Seinna fór hún að vinna á elli- heimilinu í Skjaldarvík, þar sem umhyggja hennar og vinátta við vistmenn og starfsfólkið naut sín vel. Vík varð á milli vina hjá okkur í mörg ár, en þegar erfiðleikar steðjuðu að okkur báðum hófum við samband aftur og þá aðallega í síma svo segja má að við höfum talast við nær vikulega í tugi ára. Þó var eitt mál sem við rædd- um aldrei og það var pólitíkin, því við vorum á öndverðum meiði og báðar fastar fyrir svo við létum hana ekki spilla okkar góðu vin- áttu. Vináttan er dýrmæt og það er misjafnt hve mikið þarf að rækta hana svo að hún haldist. Sum vin- áttubönd þurfa heilmikla ræktar- semi svo að vinurinn fyllist ekki höfnun þar sem öðrum nægir símtal öðru hvoru. Lífið er ekkert án vináttu og var vinátta okkar Boggu dýr- mæt. Að lokum sendi ég börnum hennar mínar innilegustu samúð- arkveðjur og kveð þig að lokum, Bogga mín, á sama hátt og þú kvaddir mig alltaf: Þakka þér fyrir allt og Guð veri með þér. Erla Jónsdóttir. Þorbjörg Helgadóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.