Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Á gönguskíðum í Seefeld í Tíról Fararstjórar: Íris Marelsdóttir & Árni Ingólfsson Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 4. - 11. febrúar Vetrarólympíubærinn Seefeld býður upp á allt það besta fyrir ógleymanlegt vetrarævintýri. Skíðagöngubrautir svæðisins eru 280 km langar í 1.200 - 1.550 m hæð yfir sjávarmáli, og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Gist verður á huggulegu 4* hóteli í hjarta Seefeld. Einstakt tækifæri til útivistar og hreyfingar í skemmtilegum félagsskap. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alls er að finna 19 geymslur undir skjöl í ráðuneytunum átta innan stjórnarráðsins. Hægt er að geyma tæplega fimm og hálfan hillukíló- metra af skjölum í þeim. Þetta kemur fram í skýrslu sem Þjóðskjalasafn Ís- lands hefur gefið út þar sem gerð er úttekt á skjalageymslum Stjórnar- ráðs Íslands. Fjögur ráðuneyti eru með eina geymslu undir skjöl en fjármála- og efnahagsráðuneytið er með fimm skjalageymslur. Langmest rými und- ir skjöl er að finna í innanríkis- ráðuneytinu, eða 2.500 hillumetra skv. skýrslunni. Ákveðið var að ráðast í þessa út- tekt í kjölfar vatnstjóns sem varð í skjalageymslu utanríkisráðuneytisins í mars árið 2012. Þá voru skjala- geymslur ráðuneytanna flestar ósam- þykktar af Þjóðskjalasafni Íslands og uppfylltu margar þeirra ekki lág- markskröfur um skjalageymslur. Of mikill hiti í geymslum Af úttektinni að dæma hefur ástandið batnað en þó er ýmsu enn ábótavant. Bent er m.a. á að mikil- vægt sé að gæta að hita- og rakastigi í skjalageymslum til að tryggja varð- veislu skjala. „Almennt eru skjala- geymslur ráðuneytanna of heitar og aðeins ein skjalageymsla af 19 var ekki of heit þegar mæling var gerð í úttektarheimsóknunum. Meðal- hitastigið í skjalageymslunum mæld- ist 22,7° C þegar mælingar fóru fram en æskilegt hitastig er 18° C [...],“ segir í niðurstöðum. Aðeins var hitamælir í einni og rakamælir í tveimur af 19 skjala- geymslum ráðuneytanna. Skjölum stafar líklegast mest hætta af vatnslekum í skjala- geymslum, að því er segir í skýrsl- unni, og helst ættu vatnsleiðslur ekki að vera í skjalageymslum. Í ljós kom að frágangur vatnsleiðslna í geymslum er á ýmsa vegu; í sumum skjalageymslum er smíðaður stokkur utan um leiðslurnar sem getur tafið vatnsleka en hjá öðrum ráðuneytum eru vatnsleiðslurnar berar. Athugun á eldvörnum leiddi í ljós að öll ráðuneytin uppfylla kröfur um nauðsynlegan öryggisbúnað vegna brunavarna. Eldvarnarhurðir eru í 13 af 19 skjalageymslum ráðu- neytanna. Tvær með hreyfiskynjara Einnig var kannað hvaða ráð- stafanir hefðu verið gerðar til að varna því að óviðkomandi kæmust inn í skjalageymslurnar. Skjalastjór- ar og starfsmenn skjalasafna ráðu- neytanna hafa aðgang að skjala- geymslum sinna ráðuneyta en misjafnt er milli ráðuneyta hvaða aðr- ir starfsmenn hafa aðgang að geymsl- unum. „Hjá öllum ráðuneytunum þarf rafrænan lykil eða lykilkort til að komast inn í húsnæði viðkomandi ráðuneytis þannig að óviðkomandi eiga ekki aðgang inn á starfssvæði ráðuneytanna þar sem flestar skjala- geymslurnar eru,“ segir í skýrslunni. Geymslurnar eru síðan flestar læstar með hefðbundnum lyklum sem skjalastjórar geyma. Húsnæði allra ráðuneytanna er búið þjófavörn- um en mælt er með því að hægt sé að fylgjast með því hvort hreyfing sé inni í skjalageymslum. „Meirihluti ráðuneytanna er ekki með slíka skynjara í skjalageymslu sinni, að- eins tvö eru með hreyfiskynjara [...].“ Hálfur sjötti kílómetri undir skjöl í ráðuneytunum  Úrbóta þörf til að tryggja varðveislu skjala í ráðuneytum Tæplega 5,5 hillukílómetrar af skjölum Samsvarar leiðinni frá Háskóla Íslands til miðrar Ártúnsbrekku Miklabraut Í úttektinni kemur fram að öll ráðuneytin segjast vera að vinna að eða hefðu á áætlun úrbætur á skjala- geymslum samkvæmt tillögum Þjóðskjalasafns. Hyggst safnið fylgja úttektinni eftir á næsta ári. Settar eru fram tillögur um úrbætur í 16 liðum. Öll ráðuneytin þurfa að setja upp búnað sem stýrir hita- og rakastigi í skjalageymslum. Fram kemur að flest ráðuneytin svöruðu því til að möguleikinn á kaupum á slíkum búnaði yrði kannaður eða það yrði gert við fyrsta tækifæri. Í sex af átta ráðuneytum var þörf á að koma upp skynjurum í skjalageymslum til að gera viðvart um innbrot. Eitt ráðuneyti brást strax við ábending- unni og kom upp skynjurum í geymslunni. Fylgja úttekt eftir á næsta ári ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ FER FRAM Á FJÖLMARGAR ÚRBÆTUR Á fundi dómara Hæstaréttar Ís- lands á fimmtudag fór fram kosn- ing forseta og varaforseta Hæsta- réttar fyrir tímabilið frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2021. Forseti réttarins var kjörinn Þorgeir Ör- lygsson og varaforseti Helgi I. Jónsson. Þorgeir er fæddur 13. nóvember 1952 og lauk hann embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Ís- lands. Hann lauk jafnframt meistaraprófi (LL.M) í þjóðarétti og alþjóðlegum einkamálarétti frá lagadeild Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum árið 1980. Þorgeir var prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands á árunum 1986 til 1999. Á ár- unum 1994 til 1996 var hann deildarforseti lagadeildar Há- skóla Íslands. Á árunum 1999 til 2003 var hann ráðuneytis- stjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytunum. Hann var dóm- ari við EFTA-dómstólinn í Lúxem- borg frá 1. janúar 2003 til 15. september 2011. Þorgeir var skipaður hæstaréttardómari í september 2011. Þorgeir er nýr forseti Hæstaréttar Þorgeir Örlygsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Öll fjarskipti embættis Ríkislög- reglustjóra verða dulkóðuð á næstu dögum, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá embættinu. Í tilkynningu segir m.a.: „Ríkis- lögreglustjóri vill upplýsa að vegna öryggisbrests í fjarskiptabúnaði lög- reglu verða á næstu dögum öll fjar- skipti lögreglumanna embættisins dulkóðuð, þar með talið sérsveit rík- islögreglustjóra.“ Jónas Ingi Pétursson, fram- kvæmdastjóri rekstrar hjá Ríkislög- reglustjóra, segir að nú verði ráðist í að kaupa nýjar talstöðvar, um 120 talsins. „Þær verða síðan forritaðar og dulkóðaðar, og þar sem um þenn- an fjölda er að ræða, tekur þetta verkefni einhverja daga,“ sagði Jón- as Ingi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Í því hefur vandinn verið falinn að í umferð hjá öllum þessum við- bragðsaðilum, hafa verið talstöðvar, sem styðja ekki við þessa tækni, sem Neyðarlínan valdi til dulkóðunar,“ sagði Jónas Ingi jafnframt. Fjarskipti Slökkviliðsins á höfuð- borgarsvæðinu eru ekki dulkóðuð. Þetta á við um sjúkraflutninga, brunaútköll og sjúkraflug og raunar öll fjarskipti Slökkviliðsins. Slökkviliðið mun bregðast við Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri var í gær spurður hvort brugðist yrði við þessum öryggis- bresti og hvort ekki væri nauðsyn- legt að bregðast við, til þess að vernda persónulegar upplýsingar sjúklinga, sem eru fluttir með sjúkrabílum, eða í sjúkraflugi, svo farið væri að lögum um persónu- vernd: „Það er rétt að fjarskipti okkar eru ekki dulkóðuð. Þetta kom eig- inlega eins og köld gusa í andlitið á okkur. Við skiptum út öllum tal- stöðvum okkar fyrir þremur árum og þá var þessi umræða í gangi, en hún var ekki hávær og við töldum því ekki þörf á því á þeim tíma að vera á tánum,“ sagði Jón. Hann segir að eftir þennan skell fyrir þremur dögum, hafi verið ákveðið breyta öllum fjarskiptavenj- um Slökkviliðsins. „Við pössum upp á að það sem sagt er í talstöðvarnar sé ekki persónurekjanlegt, þannig að kennitölur, heimilisföng og lýsingar á sjúkdómseinkennum fara ekki um talstöðvarnar. Fjarskipti eru afskap- lega mikil og við gætum ekki rekið sjúkrabílaþjónustu okkar á því að styðjast bara við farsímanotkun. Við verðum að nota kerfið, en notum það með þessum hætti og aðrar og per- sónulega rekjanlegar upplýsingar fara þá í gegnum notkun farsíma,“ sagði Jón Viðar. Jón Viðar segir að nú standi til að endurnýja allar talstöðvar Slökkvi- liðsins, 90 til 100 talstöðvar. Slökkvi- liðið eigi í samningaviðræðum við Neyðarlínuna um kaup á nýjum stöðvum, sem hver um sig kosti á milli 100 og 200 þúsund krónur. „Neyðarlínan hefur lýst sig reiðu- búna til þess að taka eldri stöðvarnar upp í þær nýju, sem ætti að draga úr kostnaði,“ sagði Jón Viðar. Allar talstöðvar verða endurnýjaðar  Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kaupir nýjar talstöðvar og breytir fjarskiptavenjum  Öll fjarskipti Ríkislögreglustjóra verða dulkóðuð og gömlum talstöðvum verður skipt út fyrir nýjar á næstu dögum Morgunblaðið/Júlíus Fjarskipti Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir í landinu þurfa að búa við örugg fjarskipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.