Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ VILJUM GETA TREYST. ÞAÐ TRAUST ROFNAR AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ VERSTA GERIST. HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR TRAUSTIÐ ROFNAR? Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending Opið 10-16 í dag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Siffon Poncho Kr. 9.800 Litir: rautt, svart gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Fylgist með okkur á faceboock Kringlunni 4c – Sími 568 4900 KÁPUR FYRIR VETURINN mikið úrval SKOÐIÐ LAXDAL.IS/BASIC Laugavegi 63 • S: 551 4422 15% jólaafsláttur FYRIR VINNUNA, ODDFELLOW, VEISLURNAR OG HÁTÍÐIRNAR Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í dag eru 40 ár síðan hjónin Arnar Guðmundsson og Sigríður Guð- mundsdóttir stofnuðu íþrótta- vöruverslunina Ástund. Þótt fyrirtækið hafi í áranna rás selt hinar ýmsu íþróttavörur hefur það verið þekktast fyrir að bjóða vörur fyrir hestafólk. Raunar hefur Ástund hannað og selt vörur fyrir hestafólk frá árinu 1985 þegar fyrirtækið opnaði söðlaverkstæði. Stendur fyrirtækið m.a. í hnakkaútflutningi og að sögn Guð- mundar Arnarssonar, fram- kvæmdastjóra Ástundar, nær það ekki að anna allri eftirspurn. „Við sérhæfðum okkur strax í hestum. Í fyrstu var þetta líka bóka- og rit- fangaverslun en varð síðar ein- göngu íþróttavöruverslun. Stærsta vörumerki okkar er Ástund- hnakkarnir. Við flytjum út til allra Norðurlandaríkjanna, Hollands, Austurríkis, Sviss, Þýskalands, Nýja-Sjálands, Ástralíu og Banda- ríkjanna,“ segir Guðmundur. Ásamt hestafólki þekkir margt ballett-, dans- og fimleikafólk til Ástundar, þar sem alla jafna hefur verið úrval af fatnaði tengdi þess- um íþróttum í boði. Leita samstarfsaðila Hann segir að erfitt sé að eiga í verðstríði við seljendur hnakka sem framleiddir eru í löndum á borð við Indland og Pólland og víð- ar. Þess í stað er mikið lagt upp úr gæðum hnakkanna. Að sögn Guð- mundar eru flutt út hundruð hnakka ár hvert. „Um 70% af hnökkum okkar fara úr landi,“ seg- ir Guðmundur. „Vandamálið okkar er það að allir hnakkar sem við framleiðum eru seldir. Við erum að reyna að finna samstarfsaðila hér- lendis eða erlendis til að geta aukið framleiðsluna,“ segir Guðmundur. Samningur við United Á tímabili voru einnig seldar knattspyrnuvörur í Ástund og að sögn Guðmundar er fyrirtækið eina íslenska fyrirtækið sem gert hefur formlegan samning við Man- chester United. Hann var undirrit- aður árið 2001 og hljóðaði upp á að Ástund sæi um sölu á félagsbún- ingum og öðrum varningi merktum félaginu. Í framhaldinu var opnuð Ástund Megastore. Hún varð þó ekki langlíf. „Við lögðum það niður fyrir nokkrum árum enda fara svo margir orðið til Manchester að sjá liðið spila og versla í leiðinni,“ seg- ir Guðmundur. Bjart yfir eftir mögur ár Fyrirtækið hefur verið rekið með sömu kennitölu allt frá upp- hafi. „Framtíðin er björt. Það komu nokkur mögur ár í krepp- unni en nú sjáum við fram á betri tíma og við vorum að búa til nýjan hnakk í tilefni af afmælinu. Hann er einn sá flottasti sem við höfum gert og er á tilboðsverði þessa dag- ana,“ segir Guðmundur. Fjölskyldufyrirtæki í 40 ár  Ástund fagnar 40 ára afmæli  Flytur út hnakka um allan heim  Gerði samning við Manchester United Ástund Guðmundur ásamt foreldrunum Arnari Guðmundssyni og Sigríði Guðmundsdóttur sem stofnuðu Ástund. Fyrirtækið fagnar nú 40 ára afmæli. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.