Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
FerdinandMarcosþótti lofa
góðu þegar hann
var kosinn forseti
Filippseyja árið
1965. Hann sigraði
auðveldlega í kosn-
ingunum og þótti
hafa til að bera mikinn kjör-
þokka og vera ræðumaður góð-
ur. Ekki skaðaði að eiginkona
hans, fegurðardrottningin
Imelda, stóð við hlið honum og
dró að kjósendur á kosn-
ingafundi hans með glæsileika
og söng.
Þetta var á tímum kalda
stríðsins og Bandaríkjamenn
sáu í Marcosi bandamann í
baráttunni gegn kommúnism-
anum.
Fjórum árum síðar sigraði
hann aftur auðveldlega, þótt
þá væru farnar að heyrast
raddir um spillingu og vafa-
sama stjórnarhætti.
1972 brá svo við að Marcos
setti herlög. Lýsti hann yfir
því að bjarga þyrfti landinu frá
uppreisnarmönnum komm-
únista. Á Filippseyjum kveða
lög á um að hámarkstími í emb-
ætti forseta sé tvö kjörtímabil.
Með herlögunum komst Mar-
cos hjá því að fara úr embætti.
Marcos brást hart við öllu
andófi og varpaði gagnrýn-
endum sínum í fangelsi. Talið
er að öryggissveitir hans hafi
myrt rúmlega þrjú þúsund
manns. Fórnarlömbunum var
rænt, þau voru pyntuð og síðan
myrt og kastað í vegarkant
öðrum til viðvörunar. Að auki
er talið að um 35 þúsund
manns hafi sætt pyntingum og
70 þúsund verið varpað í fang-
elsi að tilhæfulausu.
Árið 1986 var Marcosi steypt
í uppreisn. Þá
hafði hann setið í
21 ár. Hann flúði
ásamt fjölskyldu
sinni til Havaí. Al-
menningur ruddist
inn í forsetahöllina
og þar fundust
þrjú þúsund pör af
skóm í eigu Imeldu og urðu
þeir að efni í fyrirsagnir fjöl-
miðla um allan heim. Þegar
farið var að rannsaka rík-
isbókahaldið kom í ljós að
Marcos hafði komið undan tíu
milljörðum dollara úr rík-
issjóði.
Ferill Marcosar er rifjaður
upp hér vegna þess að Rodrigo
Duterte, forseti landsins, hef-
ur veitt Marcosi uppreisn æru.
Hæstiréttur Filippseyja úr-
skurðaði í liðinni viku að
Duterte hefði verið heimilt að
gefa leyfi til þess að jarð-
neskar leifar Marcosar, sem dó
1989, yrðu grafnar í kirkju-
garði þar sem þjóðhetjur
landsins eru jarðsettar. Í gær
fór útförin fram í kirkjugarð-
inum á laun að viðstaddri fjöl-
skyldu Marcosar, þar á meðal
ekkju hans, Imeldu, sem orðin
er 87 ára gömul. Fjölskyldan
hefur stutt Duterte. Ekki var
látið vita af athöfninni. Her-
menn stóðu heiðursvörð og
hann var heiðraður með 21
byssuskoti. Tvö þúsund her-
menn stóðu vörð fyrir utan
kirkjugarðinn til að koma í veg
fyrir að blaðamenn eða mót-
mælendur kæmust nærri ef
ske kynni að athöfnin spyrðist
út. Þannig gerðist það að einn
af óþokkum og kúgurum 20.
aldarinnar var settur á stall á
ný aðeins 30 árum eftir að
hann var hrakinn frá völdum
með skömm.
Ferdinand Marcos
myrti, kúgaði,
píndi og stal frá
þjóð sinni og hlýtur
nú legstað í grafreit
fyrir þjóðhetjur}
Uppreisn æru óþokka
Þótt fáir hafispáð fyrir um
sigur Donalds J.
Trump í forseta-
kosningunum í
Bandaríkjunum
hafa ófáir tjáð sig um hvernig
á því stóð að hann sigraði.
Einn þeirra er Robert Reich,
sem verið hefur demókrati í
hálfa öld og þjónað tveimur
ríkisstjórnum, var þar á meðal
ráðherra í forsetatíð Bills
Clinton.
Hann leitar ekki langt yfir
skammt að ástæðum fyrir tapi
Hillary Clinton í grein sem
birtist á vef The Guardian í
gær, heldur beinir spjótum
sínum að Demókrataflokknum
og segir að hann þurfi að ger-
breytast. Nú sé flokkurinn „í
grunninn risavaxin fjáröfl-
unarvél, sem allt of oft endur-
speglar markmið
og gildi þeirra pen-
ingalegu hags-
munaafla sem
leggja til megnið af
fjárframlögunum“.
Hann segir hins vegar hæp-
ið að nokkuð muni breytast.
Hinir innmúruðu hags-
munahópar vilji fæstir breyt-
ingar. Þá endi féð í vösum póli-
tískra ráðgjafa, skoðana-
könnuða, pólitískra ráðgjafa,
lögmanna, auglýsingaráðgjafa
og auglýsenda, sem margir
hafi orðið ríkir af þessu fyrir-
komulagi og vilji því viðhalda
því.
Ætli flokkurinn að hafa eitt-
hvað að segja verði hann að
breytast úr fjáröflunarvél í
hreyfingu. Takist það ekki
muni eitthvað annað koma í
staðinn.
Demókratar sagðir
fjáröflunarvél, ekki
hreyfing í gagnrýni
innan frá}
Flokkur á villigötum
Á
síðasta þingi var gerð enn ein at-
renna að því að breyta lögum um
sölu áfengis. Var markmið laganna
að sala léttvíns og bjórs yrði leyfi-
leg í matvöruverslunum. Hlutverk
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins myndi
breytast samsvarandi, sem og nafnið, og yrði
það Tóbaksverslun ríkisins, yrði frumvarpið að
lögum. Skemmst er frá því að segja að frum-
varpið þraut örendi og náði ekki fram að ganga.
Vegna þingskaparreglna verður að byrja frá
grunni á ný ef meiningin er að koma fram breyt-
ingu í þessa veru.
Ég held að óhætt sé að segja að landsmenn
hafi skipst nokkuð í tvö horn í afstöðu sinni til
málsins, og í fjölmiðlum færðu menn fram rök
með eða á móti breytingunni.
Ein rökin, og þau sem oftast heyrðust, sneru að því að
óvarlegt væri að auka aðgengi að vörunni. Það myndi hafa í
för með sér aukna neyslu sem leiða myndi síðan til aukinna
vandamála í lífi fólks, bæði andlegra og líkamlegra. Ég geri
ekki lítið úr þeim vanda sem óhóflega drukkið vín getur
bakað neytendum þess.
Hins vegar má spyrja sig hvort það breyti einhverju í
þessum efnum hvort vín er selt í búð sem selur aðrar
neysluvörur eða menn geri sér sérstaka ferð til í sérverslun,
sem oft var nefnt ríkið í minni sveit, til innkaupa á henni.
Önnur rök af sambærilegum toga voru að stofnun á vegum
ríkisins væri best treystandi til að haga framboði áfengis
þannig að sem fæstir féllu í freistni.
Því er þetta nefnt hér að í Morgunblaði gær-
dagsins er frétt um að ÁTVR leiti nú að hús-
næði til leigu undir vínbúð, í Garðabæ. Fyrir-
svarsmaður stofnunarinnar segir að þetta sé
vegna þess að áhuga bæjarbúa hafi orðið vart að
vínbúð yrði opnuð á ný í bæjarfélaginu. Vínbúð
hafi verið þar en henni lokað 2011, meðal annars
vegna þess að sala hafði dregist svo verulega
saman að hún var hálfdrættingur á við aðrar
sambærilegar verslanir stofnunarinnar á höf-
uðborgarsvæðinu.
Það er að sjá af þessu að eingöngu markaðs-
leg sjónarmið ráði ákvörðunum stjórnenda
ÁTVR um opnun og lokun verslana sinna, en
ekki þau að hefta þurfi aðganginn að vörunni
sem þar er seld. Enda er það stefna ÁTVR að
vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins, svo sem
segir á vef stofnunarinnar. Þar segir einnig að stofnunin
leggi áherslu á að vinna í átt að jákvæðri vínmenningu með
því að stuðla að ábyrgri áfengisneyslu og umgengni við
áfengi, öllum til ánægju. Það er því varla hald í þeim rökum
að best sé að treysta ríkisstofnuninni fyrir því að tempra að-
gang að vörunni. Hún hefur staðið fremur að því að auka
hann en hitt.
Ónefndur er þá sá þáttur í starfsemi stofnunarinnar sem
er sala áfengis á netinu. Með nokkrum músasmellum er
hægt að kaupa þar áfengi af ýmsum toga, bjór, léttvín og
sterkt. Í ljósi þess að netið er um allar trissur, er það þá svo
stórhættulegt að leyfa mönnum að taka með sér bjór eða
léttvínsflösku um leið og keypt er í matinn? jonth@mbl.is
Jón Þórisson
Pistill
Á ríkið að reka ríkið?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Ég hef enga trú á öðru enað vegakerfi okkar verðitilbúið til að taka á mótiþessari nýju tækni til
jafns við önnur lönd,“ segir Hreinn
Haraldsson vegamálastjóri, en hann
flutti ávarp á ráðstefnu sem haldin
var í Hörpu í Reykjavík sl. fimmtu-
dag og fjallaði þar um vegakerfi
framtíðar og aukna tækni í akstri
ökutækja.
Tæknikerfi bifreiða hafa þróast
mikið undanfarin ár og berast
ósjaldan fréttir af því að tími hins
sjálfakandi bíls sé á næsta leiti. Hafa
bílasmiðir nú þegar sett á markað
ökutæki sem m.a. búa yfir tækni
sem tekur mið af aksturshraða ann-
arra ökutækja og lagar sig að
honum, aðstoðar ökumenn við að
leggja í stæði og getur haldið öku-
tæki inni á akrein.
Hreinn segir Vegagerðina lengi
hafa fylgst náið með þróun í tækni-
búnaði bíla og hvernig þeir nálgist
það stig að vera sjálfakandi með öllu.
„Við fylgjumst mjög vel með
allri þróun í Evrópu og höfum t.a.m.
fylgst sérstaklega með rannsóknum
í Finnlandi, en þar er verið að skoða
hvort ekki sé hentugt að koma fyrir
tæknibúnaði við hlið vegar, s.s. í
stikurnar, í stað þess að láta bílinn
lesa yfirborð vegarins,“ segir hann
og bendir á að veðurfarið sé einn
stærsti óvissuþáttur við akstur sjálf-
akandi bíla hér á landi líkt og annars
staðar á norðlægum slóðum.
Sjálfakandi bílar lesa umhverfi
sitt í gegnum skynjara og er algengt
að um myndavélar sé að ræða í
bland við flóknari tæknibúnað á borð
við sónar, radar og leysigeisla.
Virkni þessara tækja getur hins veg-
ar orðið takmörkuð við vissar veð-
uraðstæður, s.s. við mikla rigningu,
sterkan vind og snjókomu, auk þess
sem ástand vega að lokinni snjó-
hreinsun getur haft truflandi áhrif.
Fækka þarf einbreiðum brúm
Til að búa íslenska vegakerfið
undir komu sjálfakandi bíla segir
Hreinn helst þurfa að bæta yfir-
borðsmerkingar á vegum, fækka
malarvegum og einbreiðum brúm og
breikka akreinar á sumum leiðum.
„Að fækka einbreiðum brúm er
eitt af þeim stóru verkefnum sem
fram undan eru hér á landi. Það er
ekki síst mikilvægt í ljósi þess mikla
fjölda ferðamanna sem hingað kem-
ur og er óvanur slíkum mann-
virkjum,“ segir hann og heldur
áfram: „Á sumum svæðum eru veg-
irnir orðnir of mjóir miðað við um-
ferðarþunga og margir ökumenn því
smeykir við að mæta stórum flutn-
ingabílum. Vegakerfið var að tölu-
verðu leyti byggt upp á áttunda og
níunda áratug síðustu aldar og þá
voru aðstæður allt öðruvísi með mun
minni umferð og minni vöruflutn-
ingum. Við viljum því leggja áherslu
á að breikka og styrkja vegina og
horfum í því samhengi sérstaklega í
upphafi á leiðirnar á milli Reykjavík-
ur og Akureyrar og Reykjavíkur og
Víkur.“
Trukkarnir leiða tæknina
Efsta stig sjálfstýringar öku-
tækja er alsjálfvirkur akstur þar
sem engin þörf er á aðkomu bíl-
stjóra. Þess í stað sjá skynjarar,
tölvur og stýribúnaður af ýmsum
toga um alla þætti akstursins.
Aðspurður segist Hreinn
halda að slíkt komi fyrst fram í
þungaflutningum á þjóð-
vegum. „Í Evrópu sjá menn
þetta t.a.m. fyrir sér þannig að
mörgum flutningabílum sé ekið
í röð á þjóðvegi og í fremsta
bílnum sé ökumaður en hinir
fylgi bara á eftir eins og lest.“
Fylgjast grannt með
þróun í tæknibúnaði
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Tækni bifreiða hefur þróast mikið undanfarin ár og styttist í
tíma sjálfakandi bíla, en áður þarf að huga að atriðum er varða vegakerfið.
Í tillögu til þingsályktunar um
samgönguáætlun fyrir árin
2015 til 2026 kemur m.a. fram
að fjarskipti verði sífellt mikil-
vægari fyrir vegfarendur og að
sjálfkeyrandi ökutæki séu líkleg
til að aka um vegi hér á landi
innan þess tímabils sem áætl-
unin nær til. En slík tækni bygg-
ist mjög á aðgengi að áreiðan-
legum fjarskiptum.
Rekstur, viðhald og uppbygg-
ing vegakerfisins hafa að miklu
leyti verið fjármögnuð með
mörkuðum tekjum sem koma að
stærstum hluta af bensín- og
olíugjaldi. Til að mæta tekjutapi
vegna fjölgunar bíla sem nota
aðra orkugjafa en jarðefna-
eldsneyti þarf að huga að
nýju kerfi, s.s.
notkunar-
gjöldum þar
sem greitt er
fyrir ekna kíló-
metra.
Sjálfkeyrandi
fyrir 2026?
HORFT TIL FRAMTÍÐAR