Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Page 27
Lífsstíll 27Vikublað 8.–9. apríl 2015 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Er þetta fallegasta Samkvæmt forriti er andlit leikkonunnar Natalie Portman næstum því fullkomið. V ísindamenn hafa, með hjálp forrits sem aðallega er notað til að rissa upp myndir af glæpamönnum, fundið út hvernig fallegasti maður og fallegasta kona heims lítur út. Rannsóknin, sem tók rúma tvo mánuði í framkvæmd, var leidd af dr. Chris Solomon og styrkt af Samsung. The Telegraph segir frá. Mat Breta Dr. Solomon segir niðurstöðurnar gefa ýmislegt forvitnilegt til kynna um það sem Bretum þykir eftir- sóknarvert varðandi útlit. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi andlit þykja þau fallegustu að mati Breta. Sama rannsókn í Asíu eða Afríku gæfi án efa allt aðrar niður- stöður,“ segir Salomon í viðtali við The Telegraph. Munur kynjanna Í rannsókninni kom í ljós að feg- urðarskyn kynjanna er ekki það sama. „Konur teiknuðu mun kven- legri andlit á karlana; mýkri kjálka- línu, breiðari varir og skegglaus og grennri andlit. Myndir karlanna af fallegasta karlinum voru mun karl- mannlegri,“ sagði Salomon. Ef þú vilt reikna út hvar þú stendur í saman- burði við fallegustu einstaklingana skaltu skoða tölurnar hér að neðan. Fallegustu stjörnurnar Í rannsókninni var einnig reiknað út hvaða frægir einstaklingar eru lík- astar tölvuteikningum af fallegustu manneskjum veraldar. Þar kom í ljós að leikkonan Natalie Portman og fyrir sætan David Gandy komast næst teikningunum og hljóta því að vera fallegustu stjörnur heims. n fólk í hei i? Svona lítur fallegasta kona jarðar út Möndlulaga brún augu: 0,48* í fjarlægð á milli miðju augna, hvort auga 0,23 í breidd. Bogalagaðar augabrúnir: 0,125 yfir augum. Grannt, lítið nef: 0,37 á lengd, 0,25 á breidd. Þrýstnar varir: Munnur 0,38 í breidd. Reglulegur, fíngerður kjálki: Hakan 0,21 að lengd. Hjartalaga andlit: Augu 1 í breidd, munnur 0,81 í breidd og 1,44 lengd. Brúnt hár. Næstum fullkomin samhverfa í andliti. *Vídd andlits í augnhæð = ein eining. Allar mælingar nota þessa einingu og eru hlutfall af henni. Svona lítur fallegasti karlmaðurinn út Egglaga blá augu: 0,46* í fjarlægð á milli miðju augnanna. Meðalþykkar augabrúnir, beinar með beygðum endum: 0,07 fyrir ofan augu. Grannt, meðalstórt beint nef: 0,38 í lengd 0,26 í breidd. Meðalstórar varir: Munnur 0,35 í vídd. Ferkantaður kjálki: Hakan 0,27 í lengd. Egglaga andlit: Augu 1 breidd, munnur 0,88 í vídd og 1,33 lengd. Brúnt hár. Andlit næstum því í fullkominni samhverfu. *Vídd andlits í augnhæð = ein eining. Allar mælingar nota þessa einingu og eru hlutfall af henni. Fallegt fólk Samkvæmt rannsókninni myndi fallegasta fólk jarðar líta nákvæm- lega svona út. MyNd tHE tElEGRaPH Fallegasta stjarnan Samkvæmt reikn- ingum forritsins kemst andlit leikkonunnar Natalie Portman ansi nálægt fullkomnun. Sá fallegasti Samkvæmt forritinu er breska fyrirsætan David Gandy fallegasta stjarna jarðar. Karlar í góðu formi fá síður ristilkrabba Karlar sem eru í mjög góðu lík- amlegu formi þegar þeir nálgast fimmtugt eru ólíklegri til að fá krabbamein í lungu og ristil en karlar í lélegu líkamlegu formi. Formið hefur hins vegar ekki áhrif á krabbamein í blöðru- hálskirtli. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í JAMA Oncology. Í rannsókninni, sem gerð var á 14 þúsund körlum í Texas, kem- ur einnig fram að gott form eykur líkur á að þeir sem fá krabbamein lifi sjúkdóminn af. Svindlaðu til að léttast Hefur þú breytt mataræðinu en ekkert annað breytist? Kannski þarftu að svindla til að ná árangri. Að sögn Jillian Guinta, prófess- ors við Seton Hall-háskólann í Bandaríkjunum, eru svindlmál- tíðir nauðsynlegar ef þú vilt létt- ast. „Svindlmáltíðir eru hins vegar ekki svindldagar. Með heilum svindldegi gætirðu auðveld- lega eyðilagt árangur vikunn- ar,“ segir Jillian sem mælir með 90/10-reglunni sem snýst um að 90% matarins séu holl og góð næring en 10% eitthvað óhollara sem er í uppáhaldi. Í Bretlandi er hafin herferð gegn langtímasetu. Þeir sem standa fyrir On Your Feet Britain- herferðinni segja að mikil seta sé heilsuspillandi og heilsan verði ekki bætt þótt farið sé í rækt- ina í lok vinnudags. Talsmenn herferðarinnar hvetja fólk til að standa reglulega upp, ganga meira um og mæla einnig með skrifborð- um fyrir standandi fólk og funda- höldum án stóla. Vísindamenn hafa tengt lang- tímasetu við hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og geðsjúk- dóma, jafnvel hjá fólki sem þykir í góðu líkamlegu formi. Það er sem sagt ekki nóg að hjóla í vinnuna en sitja þar allan daginn áður en hjólað er heim aftur. Í nýrri rannsókn á skrifstofufólki kom í ljós að 45% kvenna og 37% karla eyddu minna en hálftíma í vinnunni standandi auk þess sem meira en helmingur allra borðaði hádegismatinn við skrifborðið. n Herferð gegn langtímasetu Hættulegt að sitja of lengi Stattu upp Í nýrri rannsókn kom í ljós að 45% kvenna í skrif- stofuvinnu eyða minna en hálftíma standandi á fótum í vinnunni. MyNd StEFáN KaRlSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.