Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Qupperneq 10
Vikublað 1.–3. desember 201510 Fréttir KirKjan sem spámenn Guðs Keyrðu í þrot n Mattias Lekardal var fjármálastjóri Stockholm Karisma Center n Sviðin jörð, svikin loforð og milljónaskuldir n Kraftaverkaprédikarinn sem fór á hausinn S ænski kraftaverkaprédik- arinn og Íslandsvinurinn Mattias Lekardal var einn af forsvarsmönnum hinn- ar umdeildu sænsku hvíta- sunnukirkju Stockholm Karisma Center, sem varð fyrsti söfnuður sinnar tegundar þar í landi til að verða gjaldþrota, vorið 2005. Við gjaldþrotið námu skuldir kirkjunn- ar 12,3 milljónum sænskra króna. Í fjölmörgum örvæntingarfullum til- raunum sínum til að bjarga kirkj- unni töldu forsvarsmenn hennar meðlimi sína meðal annars á að taka persónuleg bankalán upp á háar fjárhæðir til að lána söfnuðin- um áfram vaxtalaust. Þegar allt af yfirstaðið námu skuldir kirkjunnar við einstaklinga og fyrirtæki, sem í góðri trú höfðu tekið áhættu og skuldsett sig verulega til að bjarga söfnuðinum, milljónum sænskra króna. Aðeins brot af þeim fjár- munum var endurheimt. Lekardal, sem staddur var hér á landi um þar síðustu helgi í til- efni Miracle Festival Reykjavík líkt og DV fjallaði ítarlega um, var við- loðandi Stockholm Karisma Cent- er (SKC) frá upphafi og gegndi þar ýmsum hlutverkum. Meðal annars sem fjármálastjóri og fór hann fremstur í flokki við að sannfæra safnaðarmeðlimi að gefa ríkulega og smala fjármunum frá einstak- lingum í formi lána. Vandræði frá upphafi DV grófst fyrir um skrautlega fortíð Mattias Lekardal og SKC og rakst á ítarlega og reyfarakennda frétta- skýringarröð sænska kristilega dagblaðsins Dagen frá því í ársbyrj- un 2008 um sögulegt ris og fall SKC. Þetta er saga af einræði stjórnenda, ógagnsæi, fjárhagserfiðleikum, blekkingum og sviknum loforðum. SKC hafði háleit og virðingarverð markmið sem miðuðu að því að hjálpa þeim sem minna mega sín og færa ákveðna hópa nær trúnni. En að endingu var aðeins sviðin jörð að baki. Stockholm Karisma Center hvítasunnukirkjan var stofnuð af prestunum Sven Almkvist og Thomas Ardenfors árið 1996 og þegar best lét voru nærri 800 manns skráðir í söfnuðinn. Mattias Lekardal hafði samkvæmt grein Dagen verið tengdur SKC frá upp- hafi, fyrst sem prestur við hvíta- sunnusöfnuð Karisma í Höör, áður en hann reis til metorða. Eftir byrj- unarörðugleika, þar sem fjárhagur- inn var vandamál, þótti SKC góður söfnuður og vinsæll frá og með ár- inu 1999. Svo góður að bæði með- limir og fjölmiðlar létu ýmsar við- vörunarbjöllur sem vind um eyru þjóta. Árið 1999 lét SKC til sín taka í félagslegum málefnum með stofn- un Karisma Care-sjóðsins sem kom að rekstri gistiskýla fyrir heimilis- lausa og fíkla. Lekardal klífur metorðastigann Út á við var rífandi gangur og árið 2000 settu Almkvist og Ardenfors fram stefnu um að ná 20 þúsund meðlimum árið 2020. SKC átti að verða „kirkjan sem aldrei sefur.“ Í ársbyrjun 2000 þurfti Almkvist þó að stíga til hliðar úr stjórn kirkjunn- ar vegna skilnaðar sem hann stóð í. Nýir meðlimir komu inn í stjórnina, meðal annars Lekardal sem ætlað var að koma með „andlega innspýt- ingu“ inn í SKC í Stokkhólmi. Hon- um var veitt aukin og margvísleg ábyrgð, þar á meðal sem fjármála- stjóri. Hann prédikaði meira og af ákafa og var sagður halda langar og kraftmiklar „peppræður“ með mis- munandi Biblíutilvísunum þar sem hann hvatti sóknarbörn til að gefa meira fé til kirkjunnar en þá tíund sem þau greiddu fyrir. Aukin völd færðust síðan til stjórnarmannanna Ardenfors og Lekardals þegar sérstök fram- kvæmdastjórn var sett á laggirnar og fékk aukin völd. Þar voru tekn- ar mikilvægar ákvarðanir, jafnvel í trássi við vilja stjórnarinnar. Reikningum sópað undir teppið Kirkjunni óx áfram fiskur um hrygg og fjölgaði sóknarbörnum um hundrað manns á ári, fyrstu árin. Starfsemin var aukin. Auk guðsþjón- ustu og prédikana voru reknir Bibl- íuskólar og haldnar ráðstefnur þar sem frægir prédikarar frá Bandaríkj- unum, Bretlandi og Ástralíu voru fengnir til að tala. Þetta voru góðu fréttirnar. Slæmu fréttirnar voru meðal annars sífellt vaxandi og svimandi hár rekstrarkostnaður og síaukinn fjöldi ógreiddra reikninga sem safn- aðist upp. Í grein Dagen segir að á meðan sóknarbörn voru að útdeila matargjöfum til fátækra fjölskyldna, í þeirri trú að matvælin hafi verið gefin af velviljuðum kaupmönnum sem vildu styðja hið góða verk SKC, þá hafi þeir verið grunlausir um að kirkjan hafði í raun keypt matinn, en látið hjá líða að greiða birgjunum. Annað dæmi sem Dagen nefn- ir er frá sumrinu 2001. Þá hafi fjöldi foreldra heimsótt hátíð á vegum SKC, fólk sem aldrei hafði sótt við- burði kirkjunnar áður. Ástæðan var að börnum hafði verið lofað ókeyp- is hlaupahjólum. Þau voru ekki ókeypis. En reikningum var sópað undir mottu og „gleymdust“ segir í grein Dagen. Þá voru allir frægu gestaprédik- ararnir ekki ókeypis heldur. Þeir fengu greitt fyrir viðvikið, ferðalagið og uppihald. Stundum fjölskyldur þeirra líka. Og allir flugu þeir á fyrsta farrými og snæddu á lúxusveitinga- húsum. Falsaðar fjöldatölur Í ofanálag við óhófið voru forsvars- menn SKC grunaðir um að oftelja fjölda gesta á samkomum sínum og tölur yfir fjölda frelsaðra voru einnig ýktar. Allt var þetta að sögn gert til að halda andliti og sýna fram á vöxt kirkjunnar. Það var vissulega ákveðinn vöxtur og árið 2002 var ljóst að söfnuðurinn hafði sprengt húsnæðið utan af sér og fór að leigja glæsilega og jafnvel sögufræga sali og hallir í Stokkhólmi undir starf sitt og samkomur. Kostnaðurinn nam mörg hundruð þúsundum sænskra króna á mánuði að því er Dagen greinir frá. Síðar náðist samkomulag um að leigja 2.600 fermetra húsnæði í hjarta borgarinnar, sem áður hafði verið gamalt pósthús, á 9,5 milljónir sænskar á ári. Gamla póstmiðstöðin fékk nafnið Dream Center. Dagen ræddi við Lekardal vegna umfjöllunar sinnar og kveðst hann lítið hafa komið að þessum draumi Ardenfors. Engar upplýsingar voru veittar sóknarbörnum um þennan nýja meiriháttar fjárhagslega dragbít sem leigan á Dream Center var. Ljóst var að framúraksturinn var mikill og tekjur nægðu ekki fyrir útgjöldum. Örlát sóknarbörn – mikið tap En þar var ekki við sóknarbörnin að sakast. Fram kemur í umfjöllun Dagen að þau hefðu verið mjög örlát í að styrkja kirkjuna í ljósi þess að mörg þeirra voru ungt fólk og jafnvel skólafólk. Og þó að Biblíu- skólinn hafi skilað ágætis tekjum þá dugði það ekki til. Til að dekka svimandi há útgjöld þurfti SKC stórframlög. Sem skiluðu sér að einhverju leyti. En ekki í því magni sem stjórnendur höfðu vonað. Meira að segja árið 2001, áður en dýri flutningurinn í Dream Center varð að veruleika, nam tap SKC 3,3 milljónum sænskra króna. Í árslok 2002 nam tapið 6,4 milljónum. Rifjað er upp í umfjöllun Dagen að á þessum tíma hafi legið í sæt- um sóknarbarna, þegar þau komu til guðsþjónustu, miði með tilkynn- ingu og reikningsupplýsingum þar sem biðlað var til þeirra að gefa meira til kirkjunnar. Fram kemur að Mattias Lekardal hafi séð um eldræðurnar til að fá fólk til að gefa meira. Einn fyrrverandi meðlimur kirkjunnar rifjar upp að hann hafi lesið upp kennitölur og reiknings- númer og bent á þá sem hann taldi geta gefið meira. Með orðum á borð við: „Ég veit að þú munt útvega peningana. Þú getur gefið 100 þús- und krónur í dag, þú ættir að gera það.“ Þetta rímar ágætlega við yfir- Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Reikningum var sópað undir mottu og „gleymdust“. Kraftaverkum lofað Hér má sjá auglýs- inguna fyrir Miracle Festival Reykjavík sem birtist í Betra landi og fram fór 20.–22. nóv- ember síðastliðinn. Þar er lofað að blindir muni sjá, daufir muni heyra og lamaðir muni ganga. Blaðamaður varð ekki var við slík kraftaverk, þó að margir teldu sig skárri af ýmiss konar eymslum. „Ég skipaði fólki aldrei að gefa Fyrirtæki og verslanir: Heildar- lausnir í umbúðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.