Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Page 14
14 Fréttir Erlent Vikublað 1.–3. desember 2015 HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Á kæruvaldið í New York hef- ur ákveðið að ákæra ekki konu sem skildi nýfæddan son sinn eftir í kirkju í síð- ustu viku. Drengurinn hef- ur verið kallaður „Jesúbarnið,“ en hann fannst í jötu í kirkjunni í upp- stillingu sem átti að sýna fæðingu Jesú Krists. Konan fannst eftir að lögreglumenn skoðuðu myndband úr öryggismyndavél sem sýndi hana kaupa blá handklæði og vera með barnið innanklæða. Hún vafði barnið í handklæðið áður en hún skildi það eftir. Barnið var að- eins nokkurra klukkustunda gamalt þegar það fannst í kirkjunni. Það var húsvörð- ur sem gekk á hljóðið og fann barnið í jötunni. Barnið grét mik- ið, var augljós- lega nýkomið í heiminn og var enn með naflastreng. Uppstillingin hafði verið sett upp aðeins klukku- tíma áður en barnið fannst. „Þegar ég heyrði barnið gráta, hugsaði ég ekki mikið um það í fyrstu. Svo leit ég í kringum mig og sá að það var enginn í kirkjunni. Þá varð ég forvitin og gekk á hljóð- ið,“ segir Jose Moran sem fann barnið. „Ég er feginn að sá sem yfirgaf barnið kom með það á öruggan stað og skildi það ekki eftir til að deyja.“ Saksóknari í New York hefur ákveðið að réttast sé að konan verði ekki ákærð fyrir að sinna ekki þeirri skyldu sinni að láta vita af barninu. Samkvæmt lögum um „öruggt Ákæra ekki móður barnsins í jötunni Fundu nýfætt barn í kirkju „Heimsbyggðin reiðir sig á ykkur“ n Allir helstu þjóðarleiðtogar heims á ráðstefnu um loftslagsmál í París n Vladimír Pútín T alið er að hátt í 600 þús- und manns hafi tekið þátt í fjöldafundum og kröfugöngum á sunnu- dag til að krefjast aðgerða sem eiga að koma í veg fyrir lofts- lagsbreytingar. Samkomurnar voru undanfari 21. aðildarríkjaþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóð- anna. Francois Hollande Frakk- landsforseti setti Loftslagsráðstefn- una í París á mánudagsmorgun en viðstaddir voru um 150 þjóðar- leiðtogar. „Aldrei hafa jafn margir þjóðarleiðtogar komið saman á ráð- stefnu – en það hefur heldur aldrei verið jafn mikið undir,“ sagði hann í opnunarræðu. Í svipaðan streng tók forstjóri Rammasáttmála Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsmál (UNFCC) „Aldrei áður hafa svo fáir borið jafn mikla ábyrgð,“ sagði Christiana Figueres. „Heimsbyggðin reiðir sig á ykkur.“ Í skugga voðaverka Ráðstefnan, sem er afar stór í snið- um, fer fram í skugga hörmulegra at- burða sem áttu sér stað í borginni á dögunum þegar hryðjuverkamenn íslamska ríkisins myrtu 130 manns. Uppnám hefur verið víða í Evrópu síðan; lönd hafa hert landamæra- eftirlit og leit hefur verið gerð að hryðjuverkamönnum í öðrum lönd- um; svo sem í Belgíu. Frakkar hafa lagt allt kapp á að herða öryggis- gæslu í tengslum við ráðstefnuna og þegar þetta var skrifað var allt með kyrrum kjörum. 195 lönd nái saman Búist er við að um fimmtíu þúsund manns taki þátt í ráðstefnunni, sem er ein sú stærsta sem haldin hefur verið í Frakklandi, sem stendur yfir næstu tvær vikurnar, eða til 11. des- ember. Ætlunin er að samninga- menn frá 195 löndum nái saman um lagalega bindandi aðgerðir til að draga úr loftmengun sem veld- ur loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að samkomulagið taki gildi að fimm árum liðnum, árið 2020. Markmiðið er að hlýnun verði ekki meiri en tvær gráður, frá því sem nú er, við lok aldarinnar. Enginn ónæmur fyrir hlýnun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var á með- al þeirra sem viðstaddir voru en eins og DV greindi frá á dögunum sendir Reykjavíkurborg 12 manna föruneyti til Frakklands. Viðstaddir opnunina voru auk Sigmundar Davíðs allir helstu þjóðarleiðtogar heims, svo sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping, for- seti Kína. Pútín, sem ætlar ekki að hitta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnunni, benti á í ræðu sinni að Rússum hefði tek- ist að draga úr losun á sama tíma og verg landsframleiðsla hefði tvö- faldast. Fyrir 2030 væru Rússar skuldbundnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 70 pró- sent frá því sem hún var um 1990. Að stærstum hluta væri það tækni- framförum að þakka; framförum sem Rússar væru tilbúnir til að deila með umheiminum. Obama var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn. „Við erum fyrsta kynslóðin til að upplifa hlýnun jarðar Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Uppþornað stöðuvatn Bóndi grefur eftir vatni til vökvunar í uppþornuðum hluta Laguna-vatnsins við Taguig-borg, suður af Maníla á Filippseyjum. Íbúar sem byggja afkomu sína á vatninu eru á meðal þeirra sem biðlað hafa til yfirvalda um að draga úr mengun og koma þannig í veg fyrir þornun. Eyðimerkur munu stækka og yfirborð sjávar hækka ef ekkert verður að gert. Mynd EPA Mótmælt Um sex hundruð þúsund manns tóku þátt í fjöldafundum í aðdraganda Lofts- lagsráðstefnunnar. Hér verst lögregla með vopnum. Mynd EPA„Við erum fyrsta kynslóðin til að upplifa hlýnun jarðar og sú síðasta sem getur gert eitthvað í málinu. Barack Obama Bandaríkjaforseti. „Tími þess að tefla á tæpasta vað er liðinn. Ban Ki-moon aðalritari SÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.