Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Side 16
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 1.–3. desember 2015 Ég ætla að giftast þér Íslam er mjög öflugt Ég reyndi líka að vera gay Krafa um nýjar áherslur Geir Ólafsson hefur aldrei verið hamingjusamari. – DV Hera Björk mátaði sig sem lesbíu. – DV L oftslagsráðstefnan í París er hafin og bjartsýni ríkir um að þjóðarleiðtogar heims nái þar mikilvægu samkomulagi um málefni sem varðar framtíð heims. Sannarlega væri það mikil og góð tilbreyting ef þessum háu herr- um tækist loks að koma sér saman um eitthvað annað en hernaðarað- gerðir hér og þar í heiminum. Því miður hafa þeir yfirleitt ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að því að efla ófrið. Við þurfum friðvænlegan heim. Við höfum farið óvarlega í um- gengni okkar við umhverfið. „Þetta reddast“ hugsunarhátturinn hefur of lengi ráðið för. Við höfum geng- ið þannig fram að verði ekkert að gert til að draga úr áhrifum loftslags- breytinga af manna völdum mun hætta steðja að mannkyninu og lífi á jörðinni. Um allan heim er almenn- ingur að vakna til vitundar um þessa vá og streymir í kröfugöngur til að leggja áherslu á nauðsyn þess að ríki heims taki upp nýjar áherslur. Við Íslendingum getum ekki varpað frá okkur ábyrgð og verðum að grípa til viðeigandi aðgerða. Reyndar er ekkert sem bendir til þess að við viljum sniðganga óþægilegar staðreyndir varðandi hlýnun jarð- ar af mannavöldum. Greinileg vit- undarvakning hefur orðið í þess- um efnum. Skemmst er að minnast fundar í Höfða þar sem tilkynnt var að fjölmörg íslensk fyrirtæki ætli að setja sér markmið í loftslagsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum. Nú er að renna upp fyrir æ fleir- um að jörðin er ekki staður þar sem við getum sprangað um í full- komnu tillitsleysi við umhverfi okk- ar. RÚV sagði nýlega frétt sem vakti litla athygli en varðar þó allt mann- kyn. Fimmta hver spendýrategund í heiminum er á alþjóðlegum válista. Venjulega hafa nýjar dýrategund- ir þróast og komið í stað þeirra sem deyja út. Nú er staðan hins vegar sú að útrýming dýra af mannavöldum er orðin svo hröð að þróunin heldur ekki í við hana. Sérfræðingur í forn- lífræði við Kaliforníuháskóla áætlar að tegundir deyi nú út þúsund sinn- um hraðar en ef allt væri með eðli- legum hætti. Náttúruverndarsinnar telja að um 30 prósent allra tegunda gætu dáið út á næstu fjörtíu árum. Auðvitað er svo að verstu spár rætast alls ekki alltaf, en það breytir engu um þá staðreynd að fjölmargar dýrategundir eru í stórfelldri hættu vegna ágangs mannsins á jörðinni. Ekki eru mörg ár síðan hávær hóp- ur taldi kenningar vísindamanna um loftslagsbreytingar af manna völdum vera uppspuna. Nú er almennt viður- kennt að veruleg hætta steðjar að vegna þeirra. Við ættum sömuleið- is að átta okkur á því að stöðugt fleiri dýrategundir deyja út vegna ágangs manna, veiða og mengunar. Maðurinn á ekki að eyða og deyða heldur leitast við að vernda umhverf- ið og sýna því alúð og umhyggju. n Rannveig fryst? Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, hefur ekki kom- ið fram opinberlega fyrir hönd fyrirtækisins í háa herrans tíð. Þetta sætir nokkurri undran og bollaleggingum. Sérstaklega í ljósi þess að framtíð fyrirtækis- ins er nú í nokkurri óvissu. Ein kenningin er að Rannveig Rist hafi verið fryst af eigendum ál- versins og henni meinað að tjá sig. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins, hefur verið andlit Straums- víkur í sumar og haust eða allt frá því í júní að Rannveig tjáði sig síðast opinberlega. Það var einmitt á síðum DV. Síðan þá, ekki múkk. „Hnussaði hástöfum“ Vigdís Hauksdóttir, formað- ur fjárlaganefndar, situr undir ákúrum vegna framkomu sinn- ar á nefndar- fundum, en hún sök- uð um að sýna þar ekki næga kurteisi. Davíð Stef- ánsson, vara- þingmað- ur Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili, dró í nýlegri Facebook-fær- slu upp myndræna lýsingu af framkomu Vigdísar á þessum fundum og sagði: „Hún hnuss- aði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækk- aði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði.“ Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari taka undir þessa lýsingu Davíðs, en Vigdís lætur þessi orð sem vind um eyru þjóta. Aldur forseta Ummæli Þóru Tómasdóttur, rit- stjóra Fréttatímans, á Eyjunni á Stöð 2 um helgina vöktu mikla athygli, en þar sagði hún þjóð- ina þurfa lýðræði en ekki karl á áttræðis- aldri til að leiða okkur áfram. Var Þóra sökuð um aldursfordóma á sam- skiptamiðlum og víða gagn- rýnd. Hún hefur dregið í land á Facebook: „Ég held að einmitt reynsla Ólafs Ragnars í alþjóða- samskiptum og aldur hans geri hann að þeim afburðamanni sem hann í raun er. Ég er ekki með aldursfordóma. Mér finnst bara hans tími vera liðinn. Ég vil nútímalegri forseta,“ segir hún. Siðgæði er gott (samt í hófi) Þ að er margt séríslenskt við hérlent siðgæði. Svo það er þjóðlegt. En kannski er siðgæðið þannig á heims- vísu, háð stökkbreytingum en samt fast í sama dúr geðþóttans. Dæmi: Má maður leigja íbúð sína að vild sinni eða á hann að stjórn- ast af ótta við að fari hann ekki eft- ir vild annarra verði hann sakað- ur um fordóma? Á að ríkja hér eins konar rétthugsunarofbeldi og ótti við siðgæðis hugmynd herskárra hópa? Nýlega sást frétt um eiganda sem áræddi ekki að leigja erlendri konu af ótta við múslima. Fyrir bragðið fékk hún á sig þá sem þekkja styrk sinn í réttsýni. Réttsýnin náði samt ekki svo langt í þetta sinn að hún gengi í skrokk á fordómafulla eigandan- um með hnefavaldi, elsta frumrétti mannkynsins. En eigandinn þarf samt að búa við tvöfaldan ótta, sinn eigin og ótta við réttlætið. Þetta minnir á dálítið sem gerð- ist ekki fyrir löngu í Reykjavík: Rit- höfundur fékk inni hjá konu vegna meðmæla ljóðskálds í sama húsi. Konan leigði hluta af samliggjandi stofum með rennihurð á milli. Leig- unni fylgdi regla um dyrabjöll- una. Ef hringt var ein löng var þetta gestur til eigandans en stutt til leigj- andans. Við þá löngu mátti leigj- andinn ekki vera á ganginum eða fara á eða af klósetti fyrr en öruggt væri að gesturinn væri kominn í eld- húsið sem kaffilyktin sannaði. Fyrir jólin henti að skáldræfill hitti skáld- konu á götu og fór með hana í heim- sókn til rithöfundarins. Hringt var stuttri og hann læddist fram og opn- aði. Rætt var um bækur og ranglæti í úthlutun styrkja til listamanna. Svo fór skáldræfillinn og skáldkonan en leigjandinn að sofa. Um morguninn æddi eigandinn inn og sagði honum upp leigunni. Hann átti að hypja sig strax fyrst alræmd skáldkona hefði heimsótt hann með skáldræfli. Vegna stutts fyrirvara var engin leið að flytja. Góða ljóðskáldið, sem út- vegaði herbergið, reyndi að miðla málum, en eigandinn sagði óþol- andi að alræmd skáldkona hefði sést í sómakæru húsi á Bergstaðastræti. Svo leigjandanum var meinuð hálfa stofan hans um jólin. Til allrar hamingju var skáldræf- illinn ekki svo aumur að hann reyndi bara að yrkja heldur vann hann og átti pening. Með óhrekjanlegum rök- um rithöfundar varð hann að borga fyrir brot sitt og skáldkonunnar og kosta hinn brottrekna á hótel í Hvera- gerði yfir jólin. Þar fór hann til kollega í hangikjöt með uppstúfi og grænum Bíldudalsbaunum, en skáldræfillinn sat eftir, hvorki nógu viðurkenndur né merkilegur til að mega umgangast fræg Hveragerðisskáld. Hann sat um kyrrt og las bók um hernám nasista í Frakklandi. Í bókinni tók siðprúð- ur þýskur hermaður hús á fólki í trássi við eigendur. Eftir hangikjötið ræddu rithöfundarnir hneykslaðir á því að sömu kerlingabækurnar hefðu enn og aftur verið efstar í jólabóka- flóðinu. Þeir sátu við jólatréð skreytt englahári, drukku ilmandi Bragakaffi á sama einstillta hátt og öll þjóðin í kaffismekk, og hlustuðu með öðru eyranu á boðskap biskupsins um það hvað úthýsing Maríu meyjar hefði verið heilladrjúg fyrir heiminn. Á annan fór rithöfundurinn með rútu upp Kambana til að flytja draslið sitt úr forboðnu stofunni og reyna að fá leigt á nýjum stað. En orðrómurinn var kominn um allan bæ og hvergi hægt að fá herbergi. Ragnar í Smára holaði honum að lokum niður í kompu í Garðastræti. Á móti borunni hans bjó Nína Tryggvadóttir listmál- ari í herbergi með stórum glugga. Vegna bandarísks stjórnmálasið- gæðis mátti hún ekki fara til Banda- ríkjanna á fund eiginmannsins. Um veturinn stillti hún málverkum reglu- lega út í gluggann sinn svo rithöfund- urinn með sinni boru nyti að minnsta kosti myndlistar án fordóma. Hér lýkur hluta af langri sögu um siðgæði og þann rétt sem sumir telja sig eiga yfir sönnu réttlæti á vegum þess. n Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari „Nú er að renna upp fyrir æ fleirum að jörðin er ekki staður þar sem við getum sprangað um í fullkomnu tillitsleysi við umhverfi okkar. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Ólafur Ragnar segir öfgakennd öfl hafa ákveðið að Ísland verði hluti af þeirra athafnasvæði. – DV „Á að ríkja hér eins konar rétthugs- unarofbeldi og ótti við siðgæðishugmynd her- skárra hópa?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.