Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Qupperneq 17
Kynningarblað Kynningarblað Með allt á hreinu Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 1. desember 2015 Hraði: Hreinsun, þvottur og viðgerðir Ein elsta fatahreinsun landsins og fagnar fimmtugsafmæli á næsta ári H raði, Ægisíðu 115, er ein elsta fatahreinsun landsins, en fyrirtækið var stofnað árið 1966 og fagnar því hálf­ rar aldar afmæli á næsta ári. Fyrirtækið býður upp á fatahreinsun, fataþvott og fataviðgerðir, en það síð­ astnefnda gefur þjónustunni nokkra sérstöðu, ekki ónýtt að geta far­ ið með rifin, krumpuð og óhrein föt á einn stað og fengið þau til baka hrein, straujuð og viðgerð. Núverandi eigandi Hraða er John Birgisson (John með íslensk­ um framburði) en hann tók við fyrir­ tækinu árið 2007. „Það er ágætt að gera núna en óneitanlega minnkuðu viðskiptin við hrunið. Síðan hefur þetta náð sér að hluta og er nokkuð stöðugt,“ segir John. Hraði og vandvirkni Viðskiptavinir Hraða eru almenn­ ingur í landinu en um 30% nýta sér fyrirtækjaþjónustu sem felst í því að sótt er og sent til starfsmanna fyrir­ tækja. „Við sækjum og sendum og erum að fara í fyrirtækin að með­ altali tvisvar í viku en annars bara eins og þörf krefur. Oftast erum við að hreinsa jakkaföt, dragtir, kjóla og skyrtur. Þessu er síðan skilað til baka hreinu og straujuðu.“ John segir það þekkjast að menn komi með allt að 40–50 skyrtur til sín í einu: „Sumir hafa orð á því að skyrturn­ ar haldi sér betur eftir þvottinn hjá okkur en ég ætla ekki að fullyrða neitt um það.“ Hraði býður upp á þjónustu samdægurs án aukagjalds og alltaf er lögð áhersla á að koma til móts við viðskiptavini. Þrátt fyrir þessa hröðu þjónustu segir John að orðið hraði sér ekki lengur einkennisorð fyrir­ tækisins enda á það sér langa sögu, í dag leggi fyrirtækið umfram allt áherslu á vandvirkni og gæði. Vélakostur Hraða er mjög góður en flestar vélarnar eru hágæðafram­ leiðsla frá Þýskalandi. Sterkir samstarfsaðilar Mikið umfang er í þvottaþjónustu hjá Hraða, megnið af þvottinum er þveg­ ið á staðnum en einnig hefur Hraði átt í farsælu samstarfi við hið þekkta og rótgróna þvottahús, A. Smith. Saumnálin er annað fyrirtæki sem Hraði á í afar farsælu samstarfi við, sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða viðskiptavinum upp á fata­ viðgerðir samhliða fatahreinsun og þvotti. Hraði er opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8 til 18 og á föstu­ dögum frá kl. 8 til 18.30. Lokað er um helgar en John segist þó oft vinna um helgar enda er alltaf reynt að greiða úr vanda fólks sem er seint fyrir með sín erindi og þarf á hraðri fyrir­ greiðslu að halda. Sem fyrr segir er Hraði til húsa að Ægisíðu 115 og síminn er 552­4900. Heimasíða Hraða er fata­ hreinsun.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.