Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 1.–3. desember 20154 Með allt á hreinu - Kynningarblað Fjöður: Þar sem magn og gæði fara saman Þjónusta við hótel, veisluþjónustuaðila, veitingahús og einstaklinga V ið erum með efnalaug og þvottahús en þungamiðjan í okkar rekstri er þjónusta við hótel, veisluþjónustu- aðila, veitingahús og önnur fyrirtæki. Við erum vel útbúin til að þvo mikið magn af þvotti fyrir stærri hótel og slíka aðila,“ segir Baldur Georg Baldursson, eigandi Fjaðrar- innar sem hann rekur ásamt eigin- konu sinni Khwanschira Khothska, sem er frá Taílandi, en Fjöður er traust og öflugt fyrirtæki í hreinsun á fötum, rúmfatnaði, dúkum og fleiru. Fjöður er staðsett að Ármúla 44 en ágætar upplýsingar má fá um fyr- irtækið á heimasíðu þess og á Face- book-síðunni. Auk hreinsunar býður Fjöður einnig á dúkaleigu en sú þjónusta fellur vel að hreinsunarþjónustu fyrir hótel, veitingastaði og veislu- þjónustuaðila. Á meðal viðskiptavina Fjaðrar eru mjög stórir rekstraraðilar en sá stærsti er Reykjavíkurborg sem hef- ur verið með samning við fyrirtækið í mörg ár. Fullkominn sveigjanleiki og hraðhreinsun án aukagjalds Að sögn Baldurs er geysilega mikið að gera í fyrirtækjaþjónustu fyrirtækisins enda verða margir varir við gott orðspor þess. Fata- hreinsun fyrir einstaklinga fer vax- andi en Baldur telur forsendur til að hún eigi eftir að aukast enn meira. „Ég vil gjarnan auka umsvifin í þessum hluta en einstaklingar eru í auknum mæli að uppgötva fata- hreinsunina,“ segir Baldur. Hægt er að fá föt hreinsuð innan þess tímafrests sem fólk kýs þannig að þeir sem eru seinir með fötin sín í hreinsun og þurfa að fá málum bjargað undir eins fá ávallt úrlausn sinna mála – og það án aukagjalds því ekkert er rukkað aukalega fyrir hraðþjónustu. Fjöður kappkostar líka að veita sanngjarnt verð sem hef- ur yfirleitt þótt í lægri kantinum, sem er ekki amalegt fyr- ir fyrirtæki með jafngóða þjónustu. n Ú ðafoss er elsta efnalaug landsins, stofnuð árið 1933. Mjög lengi hefur fyrirtæk- ið verið staðsett í hjarta miðborgarinnar, Vitastíg 13. Áratugum saman hafa lands- menn gengið að öruggri og góðri þjónustu hjá Úðafossi og þannig er það enn þann dag í dag, en Úða- foss býður alhliða hreinsunar- og þvottaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Úðafoss býður einstakingum upp á bæði fatahreinsun og heim- ilisþvott. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og í boði er samdægursþjónusta án aukagjalds. Starfsfólk Úðafoss hefur ára- tuga reynslu við meðhöndlun á viðkvæmum fatnaði. Allur venju- legur fatnaður er hreinsaður (ekki leður og rúskinn) og erfiðir blettir eru meðhöndlaðir með viðeigandi efnum. Það er ótrúlega þægilegt að láta Úðafoss sjá um heimilisþott- inn. Fyrirtækið tekur á móti öll- um heimilisþvotti og skilar honum tandurhreinum, þurrum og sam- anbrotnum til viðskiptavina. Úðafoss býður jafnfamt upp á alhliða þvott og hreinsun fyrir fyr- irtæki og starfsfólk þeirra. Þvottur- inn er þá bæði sóttur og honum skilað aftur. Sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér þessa þægilegu og góðu þjónustu. Skyrtuþvotturinn vinsæll Sífellt færist í vöxt að menn nýti sér þá þjónustu að fá skyrturnar sínar þvegnar, stífaðar og straujaðar hjá Úðafossi enda er slíkt fyrirkomu- lag afskaplega þægilegt fyrir við- skiptavininn. Ýmsar gagnlegar, góðar og vin- sælar vörur eru til sölu í verslun sem Úðafoss er með á staðnum, á Vitastíg 13; fatalitir, límrúllur, sokkar, skóáburður, hanskar, raf- hlöður og margt fleira. Allar upplýsingar um þjón- ustuna, ráðgjöf og pantanir eru í síma 551-2301 en að sjálfsögðu er einnig einfaldlega hægt að koma á staðinn að Vitastíg 13, þar sem vel er tekið á móti við- skiptavinum. Heimasíðan er udafoss.is n Úðafoss: Samdægurs- þjónusta á sama verði Fatahreinsun, heimilisþvottur, skyrtuþvottur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.