Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 27
Vikublað 1.–3. desember 2015 Lífsstíll 19 „Þessi bók er mínir Hörputónleikar“ n Magga Pála sendi frá sér uppeldishandbók í anda matreiðslubókar n Verum í sama veruleika É g hafði áður gefið út eina upp- eldishandbók fyrir foreldra, og eins og hún var nú góð þá var hún ekki nógu handhæg. Þetta var þykkur doðrantur og hver blaðsíðan annarri betri,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, uppeldis- fræðingur og höfundur Hjallastefn- unnar, hlæjandi. Hver annarri leiðinlegri Magga Pála, eins og hún er alltaf kölluð, sendi nýlega frá sér aðra og mun handhægari uppeldishand- bók, Gleðilegt uppeldi – góðir for- eldrar, sem auðvelt er að fletta upp í. En hugmyndina að bókinni fékk hún þegar hún var sjálf stödd á bókamarkaði. „Ég sá að það söfn- uðust allir í kringum stórt og áber- andi borð og í ljós kom að þar voru matreiðslubækur. Ég ákvað að telja matreiðslubækurnar mér til ánægju og yndisauka, en þegar ég var kom- in yfir hundrað frábærar bækur, all- ar litríkar og fallega myndskreyttar þá hafði ég ekki orku í að telja meira. Ég ákvað líka að telja uppeldisbæk- ur og eftir mikla leit fann ég fjórar. Þær voru hver annarri leiðinlegri og meira óspennandi, þar á meðal mín eigin bók.“ Það var þá sem Magga Pála ákvað að gera uppeldishand- bók með útlit og uppsetningu mat- reiðslubókar að leiðarljósi. Stutt og hnitmiðað „Við vitum öll hvernig súkkulaðikaka lítur út, en samt viljum við sjá mynd af henni,“ útskýrir Magga Pála. „Ég hugsaði með mér að gera eins konar uppeldisuppskriftabók, hafa mynd- ir af börnum og barnafjölskyldum, svolítinn texta til hugleiðingar fyrir þá sem vilja lesa og svo uppskrift- ir, eða snarráðin mín svokölluðu.“ Í snarráðunum er stiklað á stóru um hvernig taka megi á ýmsum mál- um sem kunna að valda togstreitu í samskiptum foreldra og barna á já- kvæðan og skilvirkan hátt. Textinn er bæði stuttur og hnitmiðaður og því auðlesinn. „Ég vil frekar að foreldrar verji tíma sínum með börnunum í staðinn fyrir að lesa langar og þykkar uppeldisbækur. En það er gott að geta gluggað aðeins og fengið hug- myndir.“ Að vera í sama veruleika Að sögn Möggu Pálu hefur verið algengast að togstreita myndist á milli foreldra og barna þegar kemur að mat, klæðaburði og háttatíma. En fjórði þátturinn, notkun snjalltækja, er nýr á listan- um og veldur sífellt meiri togstreitu. „Það er kafli um notkun snjalltækja í bók- inni og líka um eineltið sem fer fram á netinu. Ég segi stundum að ef börn- in myndu ráða lífi sínu alveg sjálf þá myndu þau horfa mjög mikið á sjón- varpið og alltaf velja sæl- gæti í matinn, í hvert einasta mál, en það er auðvitað ekki í boði. Það sama gild- ir um snjalltækin. Þú sem foreldri beitir þínu uppeldislega valdi af skynsemi og gætni, býrð til fallega reglu og skapar sátt,“ segir Magga Pála. Hún mælir með því að fjöl- skyldan komi sér saman um fastan tíma á hverjum sólarhring þar sem allir leggi snjalltækin frá sér og njóti gæðatíma saman. „Ég hef stundum talað um að fólk verði að vera í sama veruleika. Þegar pabbinn er í síman- um, mamman á Facebook og barnið hoppandi við hliðina á, þá er fjöl- skyldan kannski saman, en ekki í sama veruleika. Það er mjög sárt að sjá vonbrigðasvipinn á barni þegar foreldri sækir það í leikskólann og er í símanum. Þá veit barnið að for- eldrið er bara komið í efni en ekki í anda.“ Gott að gera samninga Magga Pála leggur áherslu á já- kvæða hvatningu í hugmyndafræði sinni. Hún mælir gegn því að nota orðin „nei“, „hættu“ og „ekki“ á börn. Hún telur æskilegra að gefa börnum frekar upplýsingar um hvað þau megi gera. Það sé mun skilvirkara. „Við erum alin upp við að eiga að vera hrædd um börn og að við eigum að passa þau. Fyrir vikið segjum við, að mínu mati, of oft „nei“ og „ekki“. En það er betra að hafa reglurnar fáar og standa við þær, heldur en að eyða orkunni og lífsgleðinni með barninu í að fárast yfir einhverju sem engu máli skiptir. Af hverju þarf til dæmis að setja smekk á barn ef það vill það ekki? Og af hverju má barn ekki borða með höndunum? Það er meira að segja talið hollara.“ Hún segir það geta verið farsælt að gera samninga við börnin. Til dæmis þegar kemur að háttatíma. Þegar barn vill ekki fara að sofa er hægt að gera samning um að barnið fái að gera eitthvað ákveðið í tiltekinn tíma, gegn því að það fari svo að sofa í kjölfarið. „Það er svo margt annað til heldur en „nei“ og „ekki“. Svo er gott að hafa í huga að ef eitthvað er ekki að virka með jákvæðum afleiðingum fyrir alla, þá er aðferðin ekki góð. Og ef þú þarft að beita henni ítrekað, þá er hún ekki að virka.“ 40 ára starfsafmæli Magga Pála byggir hugmyndafræði sína á harðsoðinni reynslu, eins og hún orðar það sjálf. En 2. janúar á næsta ári hefur hún átt í samskiptum við börn og barnafjölskyldur í fjöru- tíu ár. Hún býr því að dágóðri reynslu í sínu fagi. „Þessi bók er eiginlega mínir Hörputónleikar,“ segir hún kímin og vísar þar til allra þeirra tón- listarmanna sem halda upp á starfs- og stórafmæli sín með stórtónleikum í Hörpu. „Mig langaði svo að taka saman bók sem gæti hjálpað for- eldrum, sem gæti virkað. Ég hef aldrei séð fyrirmynd að uppeldisbók af þessu tagi, en ég er óendanlega hamingjusöm því hún varð eins mig langaði að hafa hana.“ n Snarráðin Ráðin eru í formi stuttra punkta sem auðvelt er að fletta upp í og læra af. „Ég vil frekar að foreldrar verji tíma sínum með börn- unum í staðinn fyrir að lesa langar og þykkar uppeldisbækur. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Ánægð með útkomuna Magga Pála hefur ekki áður sé uppeldisbók af því tagi sem hún sendi nýlega frá sér. Mynd KRiStinn MAGnúSSon V A R M A D Æ L U R

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.