Morgunblaðið - 03.12.2016, Side 1
L A U G A R D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 284. tölublað 104. árgangur
FUGLAR OG
ENGLAR
ÚR TRÉ ÓTRULEG ORKA OG UPPLIFUN
JÓLATÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRSINS 46GLERAUGU MEÐ TRÉUMGJÖRÐUM 12
Jólauppskriftirnar eru á
jolamjolk.is
dagar til jóla
21
KAUPTU MIÐA Á WWW.DAS.IS EÐA Í SÍMA 561 775751.000 VINNINGAR DREGNIR ÚT Á ÁRINU!
Metumferð var í nóvember síðast-
liðnum. Aldrei fyrr hefur sést jafn
mikil umferðaraukning á hringveg-
inum á einu ári og nú. Umferðin
jókst um 11,3% samanborið við
sama mánuð í fyrra. Þetta er mesta
aukning milli nóvembermánaða síð-
an árið 2007.
Alls fóru 61.098 ökutæki á degi
hverjum um mælisniðin sextán á
hringveginum í nóvember, sam-
kvæmt upplýsingum frá Vegagerð-
inni. Í fyrra voru ökutækin 54.893
eða 6.205 færri en nú.
Mikil umferð var einnig á höfuð-
borgarsvæðinu í nóvember og
mældist mismikil aukning í öllum
mælisniðum Vegagerðarinnar. Á
hverjum degi óku að meðaltali
156.094 bílar um götur höfuð-
borgarsvæðisins. Í sama mánuði í
fyrra voru þeir 143.355 eða rúm-
lega 12.700 færri á hverjum degi.
Alls voru 278.344 bifreiðar af öll-
um stærðum og gerðum á skrá hjá
Samgöngustofu í gær. Þar af var
228.641 bifreið á númerum. »4
Umferðarmet var
slegið í nóvember
Umferðin Þyngist ár frá ári.
Petsamo, nýj-
asta skáldsaga
Arnaldar Indr-
iðasonar, er
söluhæsta bók
síðustu viku,
samkvæmt lista
sem Félag ís-
lenskra bókaút-
gefenda birti í
gær. Hún er
líka söluhæsta
bók ársins hingað til.
Á Bóksölulistanum er Petsamo
Arnaldar í fyrsta sæti, Aflausn
eftir Yrsu Sigurðardóttur í öðru
sæti og Pabbi prófessor eftir
Gunnar Helgason í þriðja sæti.
Söluhæstu ævisögur eru Tví-
saga: móðir, dóttir, feður eftir
Ásdísi Höllu Bragadóttur, Elsku
Drauma mín eftir Vigdísi Gríms-
dóttur og Heiða - fjalldalabónd-
inn eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur.
Arnaldur efstur
Arnaldur
Indriðason
Mikil er eftirvænting barnanna á leikskólanum
Drafnarsteini eftir jólasýningunni sem haldin er
ár hvert. Leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir bregð-
ur sér í hlutverk Grýlu í leiksýningunni Leikhús í
tösku og að sögn leikskólastjórans Elínar Mjallar
staddir sýninguna vegna samstarfsverkefnis
þeirra og leikskólans Drafnarsteins sem ber heit-
ið Áskoranir við að kenna nýsköpun í leikskólum.
Að sögn Elínar voru þeir mjög hrifnir af Grýlu
og sögum hennar af jólasveinunum.
Jónasdóttur er það fastur liður á aðventunni að
fá Þórdísi með töskuna sína. „Hún hefur komið
til okkar í tugi ára og alltaf hlakka krakkarnir
jafn mikið til,“ segir Elín. Að þessu sinni voru
starfsmenn frá leikskóla í Rúmeníu einnig við-
Árleg sýning Þórdísar Arnljótsdóttur vekur lukku á Drafnarsteini
Grýla segir börnunum skemmtilegar sögur
Morgunblaðið/RAX
„Þetta er nær einstakt og við erum
líklega að fara að sjá lengstu upp-
sveiflu í lýðveldissögunni,“ segir Ás-
geir Jónsson hagfræðingur við
Morgunblaðið og vísar í máli sínu til
þess að Seðlabanki Íslands birti í
gær bráðabirgðayfirlit um greiðslu-
jöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórð-
ungi 2016 og stöðu þjóðarbúsins í
loks sama ársfjórðungs.
Þar kemur meðal annars fram að
erlendar eignir þjóðarbúsins námu
4.040 milljörðum kr. í lok áðurnefnds
tímabils, en skuldir 3.980 milljörð-
um. Hrein staða við útlönd var því já-
kvæð um 60 milljarða kr. eða því sem
nam 2,6% af
vergri landsfram-
leiðslu.
„Erlend staða
þjóðarbúsins er
jákvæð í fyrsta
sinn frá því að
mælingar hóf-
ust,“ segir í til-
kynningu Seðla-
banka Íslands.
„Við erum enn
að sjá fram á gríðarlegan stíganda í
ferðaþjónustunni, sem keyrir kerfið
áfram, svo það gæti verið töluvert
eftir,“ segir Ásgeir enn fremur.
„Nettóskuldir lækkuðu um 30
ma.kr. eða sem nam 1,3% af VLF á
milli ársfjórðunga. Hrein fjármagns-
viðskipti leiddu til um 129 ma.kr.
bættrar erlendrar stöðu þjóðarbús-
ins,“ segir í tilkynningu bankans.
Hagstæður um 100 milljarða
Þá kemur þar einnig fram að við-
skiptajöfnuður hafi mælst hagstæð-
ur um 100,4 milljarða kr. á ársfjórð-
ungnum samanborið við 32,5 milljrða
fjórðunginn á undan. Er þetta mesti
afgangur af viðskiptajöfnuði frá upp-
hafi mælinga, samkvæmt upplýsing-
um frá Seðlabanka Íslands. »11
Lengsta uppsveifla í lýð-
veldissögunni blasir við
Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd jákvæð um 60 milljarða
Túristar Erlendir
gestir skipta miklu.