Morgunblaðið - 03.12.2016, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016
10. janúar 1946 siglir farþega-
skipið Laxfoss sína fyrstu ferð til
Vestmannaeyja. Um borð er ung-
ur maður, Sigmundur Andrésson
frá Smiðshúsum á Eyrarbakka.
Þetta er fallegur dagur, blanka-
logn og Eyjarnar standa í vatni.
Það er smá snjóföl yfir bænum er
skipið leggst að Básaskerbryggju
sem öll iðar af lífi. Ungi maðurinn
spyr til vegar, hvar hann finni
Hótel Berg? Það er ekki laust við
að hann stingi dálítið í stúf þar
sem hann gengur, nokkuð áber-
andi haltur, austur Strandveginn.
Afi minn, Simmi bakari, er 23
ára þegar hér er komið sögu.
Hann ólst upp á Eyrarbakka við
mikla fátækt og aðeins 10 ára
gamall var hann lagður inn á spít-
ala í kjölfar óhapps er hann féll af
hestbaki. Mjaðmarliður skemmd-
ist og lá hann á Landspítalanum í
þrjú og hálft ár í gipsi frá ökkla
upp að brjósti. Þegar Simmi hafði
legið rúm tvö ár á spítalanum lést
móðir hans og tók hann fráfall
hennar afar nærri sér. Þessi erf-
iða lífreynsla mótaði afa og
kenndi honum að treysta umfram
allt á sjálfan sig.
Eftir spítalavistina vann hann
ýmsa verkamannavinnu á Bakk-
anum og stundaði líka sjóinn frá
Þorlákshöfn og Sandgerði. Tví-
tugur hóf Simmi nám í bakaraiðn
hjá Lárusi Andersen, bakara á
Eyrarbakka. Lárus og Simmi
sömdu síðan um að hann fengi að
ljúka námi í nýtískulegra bakaríi
hjá Magnúsi Bergssyni, bakara-
meistara í Magnúsarbakaríi í
Vestmannaeyjum, en Lárus hafði
unnið hjá Magnúsi.
Þegar Simmi bankaði á dyrnar
á Hótel Berg kom ung og falleg
kona til dyra. Simmi spurði eftir
Magnúsi bakarameistara en
stúlkan svaraði: „Ert þú maður-
inn sem á að byggja ofninn?“
„Nei, ég kem utan af Eyrarbakka
og á að klára að læra hérna í bak-
aríinu,“ sagði Simmi. Unga dam-
an lét sér fátt um finnast og kall-
aði á föður sinn.
Teningunum er kastað og ör-
lögin ráðin. Ástin tók stuttu síðar
völdin hjá Simma og Bíbí og varði
hjónaband þeirra í 66 ár en amma
lést árið 2013. Afi sagði síðar um
ömmu: „Hún er konan sem opnaði
mér dyr og átti eftir að verða mér
mikill áhrifavaldur og hamingja
gegnum lífið.“
Afi og amma ráku Magnúsar-
bakarí með miklum myndarskap.
Ég man hvað það gladdi þau þeg-
ar ég hóf störf hjá föður mínum í
bakaríinu og fór að læra fjöl-
skylduiðnina. Þau bjuggu þá á
efri hæð bakarísins og það gaf
mér mikið að geta átt í daglegum
samskiptum við þau.
Afi Simmi var einhver fróðasti
maður sem ég hef hitt og maður
kom nánast aldrei að tómum kof-
unum hjá honum. Hann sagði
skemmtilega frá og var sjálfur
sérstaklega skemmtilegur. Afi
var alla tíð róttækur í hugsun og
vildi að allir hefðu jöfn tækifæri.
Lífreynsla afa á hans yngri ár-
um herti skrápinn og var hann lít-
ið fyrir að bera tilfinningar sínar á
torg. Eftir því sem árin færðust
yfir upplifði maður þó meira
mýkri hliðar hans og þá gafst
tækifæri til að kynnast honum
betur og skilja hann.
Það voru forréttindi fyrir okk-
ur krakkana að eiga Simma og
Bíbí fyrir afa og ömmu. Það var
alltaf gott að vera hjá þeim og
betri ömmu og afa er varla hægt
að hugsa sér. Við Sara erum líka
þakklát fyrir að dætur okkar
skyldu fá að njóta samvista og
visku langafa og langömmu langt
fram á táningsárin. Takk fyrir
allt, kæri afi minn.
Sigurjón Andrésson.
Ég var 15 ára þegar ég kynnt-
ist Simma, afa hans Sigurjóns
míns. Það eru sannkölluð forrétt-
indi að fá auka-afa og -ömmu eins
og ég gerði þegar ég kynntist
Simma og Bíbí. Við Simmi urðum
strax góðir vinir og hef ég kallað
hann afa Simma alveg síðan.
Afi Simmi var mér og mínum
alltaf einstaklega góður og það
eru margar dýrmætar minningar
sem koma upp í hugann. Heim-
sóknirnar á Vestmannabrautina
þar sem endalaust af kökum og
gotterí var dregið fram líkt og það
væri fermingarveisla. Þau hjónin
voru höfðingjar heim að sækja og
það var sérlega skemmtilegt að
spjalla við þau. Ég man vel þegar
ég kom í fyrsta skipti með Sigur-
jóni á Vestmannabrautina, ástin
og virðingin á milli Simma og
Bíbíar var einstök og aðdáunar-
verð.
Simmi var einn best lesni ein-
staklingur sem ég hef hitt og við
áttum ófáar samverustundirnar
þar sem við ræddum um áhuga-
verðar bækur. Simmi var glæsi-
legur maður. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á hlutum en
líka sérstakt lag á því að vera
ósammála og koma skoðunum
sínum á framfæri, án þess að
særa eða gera lítið úr skoðunum
annarra.
Dætur okkar Sigurjóns voru
sannarlega heppnar að eiga lang-
afa eins og afa Simma. Þær áttu
fallegt og gott samband við hann
og ógleymanlegar eru stundirnar
þegar hann var að kenna þeim
mjög ungum að tefla. Undanfarin
ár hafa heimsóknirnar verið á
Hraunbúðir og ætíð var jafn gam-
an að koma til afa Simma, spjalla
um alla heima og geima, en alltaf
um áhugaverðar bækur.
Mér er efst í huga þakklæti
þegar ég hugsa um afa Simma.
Þakklæti fyrir að hafa kynnst
honum og eignast auka-afa, þakk-
læti fyrir hvað hann var góður við
okkur og dætur okkar, þakklæti
fyrir allt sem hann hefur kennt
okkur og þakklæti fyrir alla vel-
vildina. Minningin um afa Simma
mun lifa. Kærar þakkir fyrir allt,
elsku afi Simmi.
Sara Guðjónsdóttir.
Sigmundur Andrésson bakari
var höfðingi í lund, og höfðingleg-
ur að vallarsýn þegar hann stóð
beinn í hægra fótinn. Laglegur
maður og svipmikill. Hann eltist
vel, hélt viti sínu og lífsgleði fram
á hinstu daga. Eyrbekkingur var
hann, með listamannsæð, efldi og
tók þátt í margvíslegu menning-
arlífi á ævi sinni.
Ég var í æsku eins og heim-
ilisköttur í Magnúsarbakaríi,
Hótel Berg eða Tungu eins og
húsið hét, og man enn alla króka
og kima þar þótt langt sé um liðið
og húsið horfið undir storkið
hraun. Yfir því rausnarmikla
heimili var góður svipur og Magn-
ús gamli Bergsson, tengdafað-
irinn, bakari og útgerðarmaður,
var eins og lávarður þessa seturs.
Í þetta hreiður íhaldsins kom
svo gauksungi, rúmlega tvítugur
sósíalisti. En sambúð þeirra Sig-
mundar og hins ljúfa Magnúsar,
eins af forustumönnum sjálfstæð-
ismanna, var í vinsemd og alla tíð
með virðingu á báða bóga, friður í
húsi.
Þótt Sigmundur yrði fyrir því
lífsóláni í æsku að fá meinsemd í
vinstra fót eftir slys, og gengi
skakkur upp frá því, lét hann þau
örlög aldrei beygja sig, stóð jafn-
fætis öllum sem hann átti skipti
við. Spítalavistin var að sönnu erf-
ið ungum dreng en gaf færi á að
næra andann með lestri og list-
nautn sem mótaði hann alla ævi.
Bakaraneminn frá Eyrar-
bakka sótti til Magnúsar Bergs-
sonar í Vestmannaeyjum. Bíbí,
dóttir Magnúsar, og síðar eigin-
kona Sigmundar, lýsti eitt sinn
fyrir mér stundinni þegar knúið
var dyra austan megin í Tungu;
hún fór fram, leist ekki sérlega vel
á komumann en rétti honum þó
höndina. Þá gnast í örlagaþráð-
um. Hvorugu gat á því augnabliki
komið í hug að á stéttinni stæði
síðar höfðingi þessa húss, né var
þá fyrir sjónum þeirra mynd sem
var tekin 60 árum síðar af þeim
aldursprýddum og umsetnum af-
komendum og tengdabörnum.
Sigmundur Andrésson tók
daginn mjög snemma, sýndi ein-
stæðan dugnað í starfi, rak Magn-
úsarbakarí með góðum afgangi,
gætinn og hafði einn manna lykil
að peningaskápnum. Um sextugt
söðlaði hann um, keypti gamalt
hús sem hann nefndi Spörvaskjól
og tók að binda inn bækur, selja
eldri skræður og hafði bókaupp-
boð. Þar varð brátt athvarf helstu
kvista bæjarins. Starfsævi sinni
lauk hann á Byggðasafni Vest-
mannaeyja.
Sigmundur skrifaði mikið,
æskuminningar frá Eyrarbakka,
króníku um mannlíf í Eyjum og
fleira, flest í handritum. Hann rit-
aði kynstur af bréfum og færði
dagbók lengi ævinnar. Þess utan
teiknaði hann og málaði. Eins og
margir sósíalistar var hann esper-
antisti, en trúði ekki á anda, svo
ég viti, eins og flokksfélagar hans
margir.
Sigmundur var félagshneigður
og hvarvetna hrókur alls fagnað-
ar, hafði gleði og gaman af lífs-
vatninu og tók stundum rispur, en
Bíbí fyrirgaf honum þær, kannski
ekki daginn eftir en innan fárra
dægra, sagði hann sjálfur.
Það er ljúft að minnast samtala
við þennan fróða og lífsreynda
mann. Og aldrei gleymast toddý-
partíin hjá Ingólfi á Oddsstöðum
þar sem Sigmundur varð ungur á
ný og framdi dans undir írsku
hljómfalli. Nú er þessi góði vinur
kvaddur sem lífgaði svo marga
stund. Guð veiti honum fagra
hvíld.
Helgi Bernódusson.
Sigmundur Andrésson, al-
mennt kallaður Simmi eða Simmi
bakari, óx úr grasi á Eyrarbakka í
heimskreppunni miklu þegar at-
vinnuleysi var talsvert og margt
fólk bjó við skort. Tíu ára gamall
lendir Simmi í slysi, fær upp úr
því berkla í fótinn og verður að
dveljast á sjúkrahúsi í Reykjavík í
þrjú og hálft ár. Það voru ekki
bjartar framtíðarhorfur fyrir 13
ára dreng að koma heim í miðri
kreppu með bæklaðan fót sem
setti skorður við vali á atvinnu
auk þess sem móðir hans hafði
látist meðan á sjúkrahúsdvöl hans
stóð.
Í andstreymi hlaut Simmi að
bogna en brotnaði aldrei. Hann
var ákveðinn í því að vinna bug á
öllum erfiðleikum og sýna sjálfum
sér og öðrum að hann gæti staðið
fyrir sínu. Hann lærði brauðgerð
hjá Lúðvík Jónssyni á Eyrar-
bakka en síðasta árið hjá Magnúsi
Bergssyni í Vestmannaeyjum.
Lúðvík hafði numið bakaraiðn í
Magnúsarbakaríi og taldi að
nema sínum myndi gagnast vel að
ljúka náminu þar. Simmi kom til
Vestmannaeyja í ársbyrjun 1946
og fór ekki aftur. Fljótlega tókust
góð kynni með honum og Dóru
Hönnu Magnúsdóttur Bergsson-
ar. Þar hjálpaði eflaust til að Dóra
Hanna, oft nefnd Bíbí, tók að sér
að veita þessum bakaranema til-
sögn í bókfærslu. Simmi stóðst
prófið með sóma og Bíbí og Simmi
urðu hjón. Þau lifðu í farsælu
hjónabandi næstu 66 ár. Saman
unnu þau ötullega að vexti og við-
gangi Magnúsarbakarís, fyrst
sem starfsmenn, síðar sem eig-
endur. Samhent voru þau í að
hlúa að velferð afkomenda og
annarra ættingja og þegar kom
að velferð Vestmannaeyja og íbúa
þeirra þá komu sameiginlegir
kraftar þeirra að góðu liði. Þegar
annað þeirra var nefnt var nánast
sjálfgefið að hitt væri nefnt um
leið.
Simmi var víðlesinn og fróður
um margt. Hann var réttur mað-
ur á réttum stað þegar hann starf-
aði í nokkur ár sem safnvörður
Byggðasafns Vestmannaeyja.
Hann lærði bókband og batt inn
fjölda bóka af þeirri vandvirkni
sem honum var töm. Það starf fór
fram í Spörvaskjóli, litlu húsi við
Vesturveg, sem kalla hefði mátt
menningarmiðstöð Simma bak-
ara. Þar voru daglegar umræður
nokkurra heimspekinga úr bæj-
arfélaginu þar sem settar voru
fram djúpspakar hugmyndir um
lausnir á vandamálum. Simmi tók
þátt í starfi margra félaga, svo
sem í samtökum bakarameistara
og esperantista. Reyndar voru
flestar utanlandsferðir Bíbíar og
Simma á vegum þeirra samtaka.
Simmi var öflugur félagi Tafl-
félags Vestmannaeyja og meðal
helstu skákmanna í Eyjum. Hann
tók einu sinni sæti á framboðs-
lista sósíalista til bæjarstjórnar í
Eyjum. Lítið meira varð um virkt
stjórnmálastarf en ljóst var að
hugsjónir um frelsi, jafnrétti og
bræðralag lifðu með honum alla
ævi, allt frá uppvaxtarárum á
Eyrarbakka.
Sigmundur Andrésson var frá-
bær félagi, ávallt hlýr og vin-
gjarnlegur. Hann naut þess að
spjalla og heyra fréttir og frá-
sagnir af mönnum og málefnum.
Sjálfur var hann sagnabrunnur,
spjall við Simma var í senn upp-
fræðsla og ánægja.
Nú þegar Simmi bakari leggur
út á djúpið mikla þakka ég góðum
dreng ævilanga vináttu.
Halldór S. Magnússon.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EDDA INGIBJÖRG EGGERTSDÓTTIR,
Barðastöðum 11, Reykjavík,
áður Stigahlíð 91,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Land-
spítalanum 27. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 6. desember klukkan 14. Blóm og kransar
vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á Krabbameinsfélagið.
.
Guðný Edda Gísladóttir, Guðjón Kr. Guðjónsson,
Eggert Árni Gíslason, Petra Bragadóttir,
Halldór Páll Gíslason, Anna Helga Höskuldsdóttir,
Gunnar Þór Gíslason, Sólveig Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og ómetanlega vináttu og
aðstoðuðu okkur vegna andláts
FRIÐJÓNS FANNARS
HERMANNSSONAR
sem lést 30. október. Sérstakar þakkir til
allra vina Friðjóns sem sáu um
tónlistarflutning við útförina og
erfidrykkjuna og gerðu daginn svo fallegan.
.
Margrét Gígja Þórðardóttir,
Þórunn, Eysteinn, Emil og Sóla,
Hermann Jóhannesson og Elísa Friðjónsdóttir,
Hermann og Hjörvar.
Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
VALGEIR BJARNI GESTSSON
rafvirkjameistari,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík
miðvikudaginn 23. nóvember.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 7. desember
klukkan 13.
.
Kristín Erla Jónsdóttir,
Jón Óskar Valgeirsson,
Benný G. Valgeirsdóttir, Vilhjálmur Karl Karlsson,
Jóh. Ellen Valgeirsdóttir, Ingólfur Kristinsson,
Gestur Ingi Valgeirsson,
Anna Lilja Valgeirsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR M. SNORRADÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 29.
nóvember. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 5. desember
klukkan 15.
.
Sigríður Bjarnadóttir,
Sigrún Jóhannesdóttir, Jón Sigurðsson,
Pálmi Jóhannesson, Soffía Kjaran,
Sigurður Jóhannesson, Halla Hafdís Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR JÓNASDÓTTUR.
.
Erla Snorradóttir, Guðjón Weihe,
Sigmundur J. Snorrason,
Hrafnhildur Snorradóttir, Gísli Hauksson,
Bára Snorradóttir, Viðar M. Jóhannsson,
Bryndís Snorradóttir, Eiríkur Rafnsson,
Ásdís Snorradóttir, Guðlaugur Þór Böðvarsson,
Birna Snorradóttir, Jón Halldórsson,
Snorri Birgir Snorrason, Petra Dís Magnúsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.