Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 03.11.2016, Blaðsíða 8
100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 8 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 3. nóvember 2016 Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Kosningakerfið fram til 1959 ýtti undir þrjá flokka fyrst og fremst. Sjálfstæðisflokkurinn var samfylk- ing hægri manna sem sameinaði frjálslynda og íhaldsmenn, einnig þjóðernissinna. Andstæðingur hans til sveita varð Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn and- stæðingurinn á mölinni. Klofning- ur vinstri manna skekkti myndina og veikti andstöðu við hægri menn í þéttbýlinu. Kerfið býr til flokka Með kjördæmabreytingunni 1959 skapaðist svigrúm fyrir fleiri flokka. Fyrst jók það á klofning vinstri manna. Alþýðubandalagið náði fótfestu og síðar urðu til enn nýir flokkar í námunda við Alþýðuflokk- inn; Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1971, Bandalag jafnaðar- manna 1983 og síðan Þjóðvaki 1995. Þegar leið á tímabilið sköpuðust tækifæri fyrir nýja flokka á hægri vængnum; Borgaraflokkurinn 1987 og Frjálslyndi flokkurinn 1999. Kvennalistinn var síðan dæmi um nýflokka sem ekki er hægt að flokka á hefðbundnum hægri-vinstriás. Eftir að kjördæmunum var fækk- að og þau stækkuð árið 2000 hef- ur svigrúm nýrra flokka aukist. Borgarahreyfingin og síðar Pírat- ar urðu til úr rústum Hrunsins. Vinstrið og miðjan hélt áfram að tvístrast í óteljandi flokka; Dögun, Lýðræðisvaktina, Flokk fólksins og marga fleiri. Úr þessum ranni hef- ur Björt framtíð ein náð á þing. Á Píratar og Viðreisn voru þeir flokkar sem mest unnu á kosningunum. Fylgissveifla til Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks var mun minni. Framsókn og Samfylkingin guldu hins vegar afhroð. Samandregið liggur straumurinn til nýrra flokka á miðjunni. Flokkakerfið, sem mótaðist á síðustu öld, er að gliðna og ill mögulegt verður að mynda ríkisstjórnir á grunni þess. Kosningarnar um síðustu helgi drógu enn frekar fram að straumhvörf eru að verða í íslenskum stjórnmálum. 19 31 19 33 19 34 19 37 19 42 19 46 19 49 19 53 19 56 19 59 19 63 19 67 19 71 19 74 19 78 19 79 19 83 19 87 19 91 19 95 19 99 20 03 20 07 20 09 20 13 20 16 2008: Hrunið1944: Lýðveldisstofnun 1959: Einmenningskjördæmi lögð af 2000: Kjördæmum fækkað og þau stækkuð Fjórflokkurinn minnkar, hægrið og vinstrið skreppur saman og ný ómótuð miðja að fæðast Fjórflokkurinn fór í fyrsta sinn undir 75% fylgi í kosningunum um helgina, féll niður í 62 prósent fylgi. Sameiginlegt fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er aðeins 2 prósentu- stigum frá fyrstu kosningum eftir Hrun, verstu útkomu þeirra í sögunni. Sameiginlegt fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna er 2 prósentustigum undir kosningunum 2013, verstu útkomu þeirra í sögunni. Helsta einkenni stjórnmála eftir Hrun er veiking fjór- flokksins og beggja arma hans, veikar stjórnir til vinstri og hægri og ört vaxandi ný miðja. Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum frá 1931. Bláa svæðið sýnir sameiginlegt kjörfylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, rauða svæðið sameiginlegt fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna og forvera þeirra en gula svæðið klofningsframboð út úr fjórflokknum og ný framboð. Gamla Ísland gefur eftir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmynd- unarumboð. Hann verður fyrstur til að reyna fyrir sér við að mynda samstöðu í breyttu landslagi íslenskra stjórnmála eftir kosningar. Mynd | Hari hægri vængnum skapaðist svigrúm fyrir Viðreisn, miðjumegin við Sjálf- stæðisflokkinn. Nýflokkar vaxa Einkenni þessarar deiglu eftir Hrun er að þessir nýju flokkar eru ekki klofningsframboð óánægðra stjórn- málaleiðtoga. Innan þeirra eru ekki stjórnmálamenn á borð við Hannibal Valdimarsson, Vilmund Gylfason, Albert Guðmundsson eða Jóhönnu Sigurðardóttur. Við erum því ekki að horfa á fjórflokk- inn brotna upp heldur nýja flokka verða sem fylla það tómarúm sem fjórflokkurinn hefur skilið eftir. Nýju flokkarnir eru því birtingar- myndir þess að gömlu flokkunum hefur mistekist að umbreyta sér svo þeir nái betur utan um væntingar kjósenda. Þeir eru skiljanlegir fastir í stjórnmálamenningu þess tíma sem skapaði þá. Samanlagt fylgi f lokkanna fjögurra; Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknar, Samfylkingar og VG er nú 62 prósent. Það fór lægst áður í 75 prósent 1987 þegar Borgaraflokkur og Kvennalisti voru á hátindi og aft- ur 2013, eftir fall vinstri stjórnarinn- ar. Annars hefur fylgi þessara flokka verið um og yfir 90 prósent undan- farna áratugi. Íslensk stjórnmál hafa farið fram á heimavelli þessara flokka. En svo verður varla lengur. Hægrið og vinstrið tapar Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er nú 40,5 pró- sent, aðeins 2 prósentustigum meira í Hrunkosningunum 2009. Kosningasigur Framsóknar 2013, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, virðist frávik frá þeirri niðurstöðu eftirhrunsstjórn- málanna að þessir tveir öxlar ís- lenskra stjórnmála geti myndað tveggja flokka stjórn. Slíkar stjórnir hafa verið algengasta mynstrið frá mótun gamla flokkakerfisins 1931 og þungamiðja þeirra samfélags- breytinga sem leiddu að Hruninu. Strax eftir Hrun jókst fylgi vinstri flokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna, en það helmingaðist í kosningunum 2013 og minnkaði enn um helgina. Arfleifð Hruns- ins er því hvorki sigur vinstrisins, eins og ætla hefði mátt af úrslitun- um 2009, né sigur hægrisins, eins og ætla hefði mátt af kosningaúr- slitum 2013. Það sést ekki aðeins af úrslitum helgarinnar heldur líka af erfiðleikum þessara ríkisstjórna, vinstri stjórnar Jóhönnu og Stein- gríms og hægri stjórnar Sigmundar og Bjarna, að viðhalda trausti með- al þjóðarinnar, vinna málum fylgi og ná fram jákvæðum breytingum. Eins og í nágrenninu Úrslit helgarinnar munu ekki að- eins gera myndun ríkisstjórnar erfiða. Til að komast í ríkisstjórn þurfa flokkar að nálgast samstarfs- flokka sína og það kallar á stefnu- breytingu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sveigja sig mun meira í sam- starfi við Viðreisn og Bjarta framtíð í átt að frjálslyndi en í samstarfi við Framsókn. Og mun meira í átt til jafnaðar í samstarfi við VG en Fram- sókn. Fylgissveiflur inn að miðjunni munu þannig hafa áhrif á flokkana. Hún ýtir á að Sjálfstæðisflokkurinn dragi úr íhaldssemi og auki frjáls- lyndi, ef við getum leikið okkur af nöfnum þeirra flokka sem mynd- uðu Sjálfstæðisflokkinn 1929. Fram- sóknarflokkurinn gæti líka kosið að færa sig frá þeirri hægri henti- stefnu sem Sigmundur Davíð inn- leiddi og í átt að meiri félagshyggju, sem á árum áður var ætíð önnur rót flokksins. En ef til vill bætir það ekki skiln- ing að hugsa stöðuna út frá hægri og vinstri, frjálslyndi eða íhalds- semi, markaðshyggju eða félags- hyggju. Ef reynt er að ráða í erindi þeirra flokka sem mest unnu á og hafa staðsett sig á miðjunni; Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, þá er það kannski fyrst og fremst krafa um að íslenskt samfélag verði byggt upp líkt og samfélögin í okkar helstu nágrannalöndum. Þau ein- kennast af ágætri sátt milli þessara ása allra. Munurinn á Íslandi og þessum samfélögum er fyrst og fremst sá að hér hafa sérhagsmun- ir ráðið miklu á kostnað almanna- hagsmuna. Og það er ef til vill sá ás sem stjórnmál eftir Hrun hafa helst snúið um og þeir málaflokkar sem mest áhrif höfðu á úrslit kosning- anna um helgina. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.590 TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra 3.290 T38 Vinnuljós 5.590 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 12.830 TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.390 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra 6.990 SHA-8083 3x36W Halogen 16.990 Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa 17.990

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.