Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.11.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 03.11.2016, Blaðsíða 32
Vegan Hvernig væri að ylja sér við heita linsusúpu? Sætar kartöflur, rauðlauk- ur, rauðar linsubaunir og kókosmjólk. Uppskriftin dálítið flóknari. En þó ekki svo flókin. Berið súp- una fram með góðu brauði og smjöri með. Namm! Ódýrt Tortellini og grænmeti. Viljirðu elda ódýra máltíð, sem er fljótt elduð, skaltu skella einum til tveimur tortellinipökkum í pott, skera niður brokkolí, papriku, gular baunir og hvítlauk. Sveppir skemma ekki fyrir og svo má ekki gleyma tómatmaukinu. Árstíðarbundið Nú er árstíð nautakjöts og um að gera að elda ítalska kjötsúpu eins og hún gerist best. Nautakjöt, rauðlauk- ur, rautt pestó og saxað- ir tómatar. Léttsteikið kjötið, og setjið öll hráefni í pott. Látið malla í 20 mínútur. GOTT Í MATINN Birnir Jón Sigurðsson Ananas á pítsu gefur flatbök- unni ferskt yfirbragð ásamt því að hjálpa sætu bragðlaukun- um að skemmta sér. Fylgi eitthvað sterkt, t.d. jalapeno eða chilli, fullkomnar það bragðskynjunar- festivalið. Auður Ösp Ólafsdóttir Ég er engin sérstök áhuga- manneskja um ananas á pít- su en á nokkur uppáhalds áleggs- kombó þar sem ananas kemur við sögu. Almennt er ég með gulum ávöxtum á pítsu (namm banani!). Ingileif Friðriksdóttir Að setja ananas á pítsu er jafn fáránlegt og að setja appelsínusneiðar eða mangó á pítsu. Þetta tvennt á hreinlega ekki saman. Pítsa er góð og an- anas er góður en saman er þetta hryllingur. Með eða á móti… …Ananas á pítsu Á tökustað. 66north.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.