Fréttatíminn - 03.11.2016, Blaðsíða 30
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Um daginn úrbeinaði ég átján framparta á lambi,“ segir Garðar á meðan hann sker með beittum hníf í gegnum
lambastykki. Garðar hefur verið
lærlingur í kjötiðn í þó nokkra
mánuði undir handleiðslu Árna
Vigfúsar kjötiðnaðarmeistara.
Áður var Garðar táknmálskennari
í Danmörku,
„Dagurinn byrjar klukkan 6 en
þá byrjum við á að gera hakkið og
kjötfarsið tilbúið og komum því í
umferð,“ segir Árni.
„Þá er ég búinn að drekka tvo
kaffibolla,“ skýtur Garðar inn í og
hlær. „Ég drekk svona tíu kaffi-
bollla á dag.“
„Síðan fer maður í úrbeiningu
en þá úrbeinar mað-
ur til dæmis nauta-
vöðva eða frampart
sem vega 70-120
kíló. Við úrbeiningu
notast maður við
beitta hnífa
og klæðist brynju og hönskum úr
áli,“ segir Árni en í sömu andrá
gengur annar starfsmaður kjöt-
vinnslunnar framhjá og ræðir við
Garðar á táknmáli.
„Bróðir minn er heyrnarlaus.
Kærastan mín og nokkrir vinir
mínir líka. Ég tala þess vegna
táknmál og er stundum látinn
túlka í vinnunni en þrír starfs-
menn eru heyrnarlausir.“
„Ég plataði hann eiginlega í
kjötiðn en hann var að kenna
táknmál í Danmörku. Síðan gekk
það ekki og hann kom að vinna
hérna á skrifstofunni. Ég sagði
bara: Af hverju ferðu ekki bara á
samning? Og hann gerði það.“
„Kosturinn við þetta nám er að
maður byrjar að vinna klukkan 7
og klárar um þrjúleytið, þannig að
ég hef tíma til að vera með strákn-
um mínum. Síðan getur maður
spjallað við samstarfsmenn sína
á meðan maður er að úrbeina,“
segir Garðar.
30 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 3. nóvember 2016
Árni Vigfús kjötiðnaðarmaður
og Garðar lærlingur. Mynd | Rut
Blóði drifnir hnífar og
brynjuklæði í vinnunni
Meistarinn og lærlingurinn
Fyrsti bulsudagur
íslenska lýðveldisins
Fyrsti bulsudagur
íslenska lýðveldisins
verður haldinn há-
tíðlegur í dag. Svavar
Pétur tónlistarmað-
ur, Prins Póló, segir
daginn verða árlegan
viðburð. Mynd | Hari
„Þetta er ákveðinn óður til hljóm-
sveitarinnar Yo la tengo, amerísku
nýbylgjusveitarinnar. Hún á lag
sem heitir Autum Sweater eða
haustpeysa og er gríðarlega gott
lag. Við ákváðum vinirnir þarna
árið 2012 að hittast og fara í haust-
peysur og það var í rauninni eini
tilgangurinn með þessum fögnuði.
Við vildum bara hittast utan dyra
niður í Þingholtum og viðra okkur
og peysurnar og fagna haustinu,“
segir Svavar Pétur, söngvari
hljómsveitarinnar Prins Póló.
Bulsudagur íslenska lýðveldis-
ins og hauspeysufagnaður verður
haldinn hátíðlegur á Hlemmi Squ-
are í dag, fimmtudaginn 3. nóv-
ember: „Það kom sú hugmynd að
endurtaka leikinn núna, 4 árum
síðar. Þetta verða tónleikar og
myndlistarsýning og svo fögnum
við grænmetisbulsunum og haust-
peysunum okkar. Sindri Már Sig-
fússon í Sin Fang og Örvar í Múm
hafa haldið árlegar haustmyndlist-
arsýningar þannig það er gríðar-
legur fengur að fá þá inn í þetta
mengi.“
Er þetta fyrsti bulsudagur
lýðveldisins?
„Já og nú verður þetta bara ár-
legur viðburður. Það er heppilegt
að þetta detti inn á Iceland Airwa-
ves, þá eru nú einhverjar hræður í
bænum til að fagna bulsunum.“
Spila allir í haustpeysum?
„Ég á von á því. Ég skora á bæði
listamenn og áhorfendur að mæta
í sínum fegurstu haustpeysum.
Haustpeysa er teygjanlegt hugtak
og ýmislegt opið í því og geta allir
sem vilja tekið þátt.“ | hdó
Tónlistarmaðurinn Prins Póló skorar á borgarbúa
að fagna með sér og vinum sínum í uppáhalds
haustpeysunni sinni og fá sér saman bulsu.
Svona lítur malakoff út áður en það fer
í plastumbúðir. Mynd | Rut
Blóðið drýpur á gólf við úrbeiningu.
Mynd | Rut
Áður en kjötið er úrbeinað verður starfsfólk að klæða sig í brynju og hanska úr áli. Mynd | Rut
Notar verk af sam
sýningu með Erró
sem gluggatjöld.
„Það á að rífa húsið niður á næsta
ári. Byggja hótel,“ segir Úlfur
myndlistarmaður þegar hann tekur
á móti blaðamanni á Mýrargötu þar
sem hann hefur vinnuaðstöðu.
„Dagurinn byrjar hér um níu og
er til hádegis. Þá fer ég að vinna
á frístundaheimili í Grafarholti.
Maður er enn ekki farinn að lifa á
myndlistinni. Svo fer ég heim að
borða og kem aftur á kvöldin.“
Þessa dagana vinnur Úlfur að
sýningu sem haldin verður í Duus-
húsi í Keflavík. „Sýningin er innan
árs þannig ég hef smá tíma. Í verk-
inu sem ég er að vinna núna og
er á veggnum er ég að vinna með
ákveðna karaktera, Draumaliðið í
bandarískum körfubolta, Franken-
stein og Boris Johnson til dæmis.“
Hann segir að ekki væsi um sig
í vinnustofunni en þurfi stund-
um að verjast sólinni sem skín inn
um gluggann og hefur því komið
tveimur verkum fyrir eina glugga
stofunnar þar sem sjá má verk sem
hann sýndi á samsýningu með Erró
fyrir rúmu ári síðan en hluti verka
af þeirri sýningu eru á sýningu í
Vínarborg um þessar mundir. „Ég
hef unnið dálítið með kvikmyndir
og myndlist og á þessari mynd sem
er fyrir glugganum stendur EXIT
eins og við útganginn í bíósölum.“
Úlfur segist ekki finna fyrir ein-
manaleika þegar vinni að mynd-
listinni. „Mér finnst gott að vera
einn, með útvarp eða eitthvað.
Þá get ég einbeitt mér algjörlega.
Hér er ég ekki nettengdur eða með
síma. Á reyndar ekki síma.“
„Leitt að missa vinnustofuna á
næsta ári. Er ekki byrjaður að pæla
hvar ég verð eftir það. Myndlistar-
menn ganga ekki að vinnuaðstöðu
hvar sem er. Draumurinn er að vera
með eigið verkstæði þar sem ég hef
nóg pláss.“ |bg
Vinnustofan: Rifin niður á næsta ári fyrir hótel
Úlfur Karlsson á vinnustofu sinni. Vinstra megin má sjá verkið sem hann vinnur í
þessa dagana. Mynd | Rut
Jólablaðið
Þann 24. nóvember
auglysingar@frettatiminn.is
531 3310
Endilega hafið
samband við
okkur til að
vera með