Fréttatíminn - 03.11.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 3. nóvember 2016
5 vinsælustu hlutir IKEA
Erfitt getur verið að velja hvað
á að fá sér í IKEA Til að komast
hjá kvíðakasti yfir því hvað á
að kaupa nýtt fyrir heimilið
hefur Fréttatíminn ákveðið að
aðstoða við valið með því að af-
hjúpa fimm vinsælustu hlutina
í IKEA:
1 HEIMABAKARINN pítsudeig
Mest keypti hluturinn í Ikea, hver
hefði giskað? Hver elskar ekki að
fara í Ikea og kaupa pítsudeig?
Pítsa er aldrei slæm ákvörðun
sama hvar þú ert. Sérstaklega gott
er að henda í eina heimapítsu, það
gerir lífið betra.
2 GLIMMA sprittkerti
Sprittkerti eru nauðsynleg eign
á hverju heimili. Nú þegar vetur-
inn er að banka upp á fer hver sál
í Ikea að kaupa birtu og hlýju í
kuldanum.
3 ANTAGEN uppþvottabursti
Gott er að eiga fleiri en einn upp-
þvottabursta, alltaf geta orðið
uppþvottaslys og þá er ekki nóg
að eiga bara einn svo það er ekki
skrítið að það sé þriðji vinsælasti
hluturinn í sænska himnaríkinu.
4 ISTAD plastpokar
Skipulagið getur ekki
orðið betra þegar
það kemur að matar-
afgöngum. Af hverju
að nota box fyrir
afganginn af spaget-
tíinu þegar þú getur
notað poka?
5 FRAKTA innkaupapoki
Flestir Íslendingar hafa nýtt sér
bláa burðarpokann til að flytja
búslóð sína í flutningum eða nota
til að ferja jólapakkana. Góðir vin-
ir/pokar geta gert kraftaverk.
Losaðu þig við IKEA-
kvíðahnútinn!
Ekkert leiðinlegra en að vera
illt í fótunum á Airwaves
Andrea Röfn
Jónasdóttir,
verslunarstjóri
dömuverslunar Húrra
Reykjavík, mælir með
hinni fullkomnu flík
fyrir hinn almenna
Airwavesfara.
Mikilvægt er að klæða sig vel fyrir
stærstu tónlistarhátíð haustsins,
Iceland Airwaves. Bæði er gott
að klæða sig vel í skammdeginu
svo manni verði ekki kalt og svo
er auka plús ef maður lítur vel út
í leiðinni.
„Ég myndi klárlega segja góðir
strigaskór. Airwaves kvöldin geta
byrjað snemma og endað seint og
þá er mikilvægt að vera vel skó-
aður. Það er ekkert leiðinlegra en
að vera illt í fótunum þegar mað-
ur vill vera einbeita sér að hafa
gaman.“
Mikilvægt að vera vel skóaður á tónlistarhátíðum eins og Iceland Airwaves
Einmana hvalur gefur út sína fyrstu breiðskífu
Hljómsveitin Milkywhale
syngur um lífið, dauðann
og ástina.
„Við erum að leggja lokahönd á
plötuna sem kemur út í lok mánað-
ar eða byrjun þess næsta,“ segir
Melkorka Sigríður, annar meðlima
hljómsveitarinnar Milkywhale, sem
gefur út sína fyrstu plötu á næstu
misserum og spilar jafnframt á tón-
listarhátíðinni Iceland Airwaves sem
þegar er hafin.
Hljómsveitin spratt út frá dans-
verki fyrir Reykavík Dance Festical
þar sem Melkorka steig fram sem
einmana hvalur sem átti erfitt með
að feta sig í gegnum lífið en hún fékk
Árna Þór, hinn hljómsveitarmeðlim
Milkywhale, til liðs við sig varðandi
tónlistina. „Í kjölfarið tókum við
þátt á Airwaves í fyrra, fengum mjög
góðar viðtökur og spiluðum meðal
annars á Hróarskeldu í framhaldinu.“
„Og nú erum við að leggja loka-
hönd á okkar fyrstu breiðskífu og
ef allt gengur að óskum kemur hún
í lok þessa mánaðar eða í byrjun
næsta. Þetta er allt súperpopp, ekta
danstónlist. Bæði eldri lög og nýrri á
plötunni. Við vinnum með ljóðræna
texta, metafórur um lífið og dauð-
ann, ástina og einmanaleikann.“ Þess
má geta að rithöfundurinn Auður
Ava Ólafsdóttir semur texta hljóm-
sveitarinnar.
„Einmanaleikinn er gegnumgang-
andi þema í okkar textum því við
settum Milkywhale upprunalega upp
sem einmana hval eða stelpu sem
er alltaf að leita að ástinni. En svo
kemur andstæðan inn í þessum lög-
um sem eru hressleiki og skemmti-
legheit, algjör danslög. Leikum okk-
ur að andstæðum í texta og tónlist.“
„Löngu eftir að við byrjuðum
með Milkywhale þá rakst ég á grein í
New York Times um að vísindamenn
hefðu fundið þann hval sem var mest
einmana í heiminum. Ástæðan fyrir
því var að hún eignaðist engan vin
né elskhuga því hún syngur á annari
tíðni en allir aðrir hvalir. Þegar ég
las þetta hugsaði ég: Vá! Milkywhale
er til.“
Þess má geta að hljómsveitin hef-
ur sent frá sér nýtt myndband með
laginu Rhubarb Girl sem sjá má í
fréttinni á vefsíðu Fréttatímans. Þá
spilar hljómsveitin á Hlemmur Squ-
are klukkan 16 í dag á Airwaves-há-
tíðinni. | bg Einmana hvalur eða stelpa í
leit að ástinni. Mynd | Milkywhale
Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær
Sími: 554 4300 | www.solskalar.is
hf
Sólskálar
Svalaskjól
Gluggar og hurðir