Morgunblaðið - 24.12.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.2016, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  302. tölublað  104. árgangur  Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. LISTAGYÐJAN LÆTUR ARN- FINNU EI Í FRIÐI DÝRGRIPUR Í DÓM- KIRKJUNNI HÁTÍÐARHÖKULL 12GALLERÍ Á SIGLÓ 22 Morgunblaðið/RAX Gleðileg jól Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is Jólaverslun landsmanna fór hægt og rólega af stað en kaupmenn segja margir hverjir að hún hafi byrjað fyrr í ár en oft áður. Viðmælendur Morgunblaðsins á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum voru í gær sammála um að veðurblíðan síðustu vikur hefði haft áhrif á jólainnkaupin en margir þeirra segja að þau hafi dreifst meira nú en á síðustu árum. Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, sagði að jólaverslun þar hefði gengið vel fyrir sig og að aðsóknin hefði jafnvel ver- ið meiri í ár en á sama tíma í fyrra. Björk Birgisdóttir Olsen, eigandi verslunarinnar River á Egilsstöð- um, sagðist finna fyrir mikilli aukn- ingu frá því í fyrra. „Mér finnst þetta byrja miklu fyrr,“ sagði Björk. Að sögn Brynjars Smára Rúnars- sonar, markaðsstjóra Póstsins, munu allir pakkar og bréf sem skil- að var á tilskildum tíma ná á áfanga- stað fyrir jól. Á sama tíma og bréfa- sendingum fari almennt fækkandi megi sjá mikla aukningu í pakka- sendingum. Telur hann líklegt að breytingarnar megi rekja til auk- inna viðskipta landsmanna við net- verslanir, bæði hérlendis og erlend- is. »4 Meiri dreifing í verslun  Landsmenn byrjuðu fyrr á jólagjafakaupum í ár en oft áður  Talsverð aukning í pakkasendingum frá netverslunum Morgunblaðið/Eggert Verslun Margir voru á ferð í mið- borg Reykjavíkur í gærkvöldi.  Stjórnarmynd- unarviðræðum Bjartrar fram- tíðar, Sjálfstæð- isflokks og Við- reisnar verður haldið áfram eft- ir jól. Þetta segja þeir Óttarr Proppé, formað- ur Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. „En það er ekki búið að leggja neinar línur,“ segir Óttarr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir það hafa reynst vel að hvíla viðræður á meðan Alþingi lyki störfum. Ekki sé óhugsandi að stjórn verði mynduð þannig að eng- inn leiði viðræðurnar. »2 Búist við framhaldi á viðræðum eftir jól Alþingi Framhald verður á viðræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.