Morgunblaðið - 24.12.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.2016, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íupphafi jóla heyrum viðhelga frásögn um upphaf-ið. Þar á meðal hvers vegna lítil fjölskylda frá Naza- ret hraðaði sér til Betlehem. Lúkas læknir segir að „boð kom frá Ágústusi keisara að skrá- setja skyldi alla heimsbyggð- ina“. Lúkas læknir var frá Sýr- landi. Í „fréttaskeyti“ Lúkasar er þess sérstaklega getið að Kyreneus hafi verið landstjóri í Sýrlandi. Sýrland er fyrir- ferðarmikið í fréttaskeytum núna. Heimsbyggðin var önnur þegar Ágústus gerði henni boð um skrásetningu. Ævisöguhöf- undur Ágústusar, Richard Hol- land, bendir á í bók fyrir rúm- um áratug að aldrei fyrr né síðar hafi á einni hendi verið vald að segja fyrir um Pax Romana,(rómverskan frið) inn- an „allrar heimsbyggðarinnar allt þar til (að mati Hollande) að George W. Bush taldi sig hafa forsendur, vald og réttlætingu eftir árásirnar 2001 að boða heimsbyggðinni frið á banda- rískum forsendum. Jólin eru hátíð helguð friði, kærleik og ást og kristnir menn geta notið þeirra og fagnað óháð öðrum. Fjölmargir hallast að annarri guðstrú eða trúar- skipan og eiga sínar helgu tíðir sem verðskulda virðingu og til- lit. Nokkuð hefur borið á því að „trúlausir menn“ á svæðum þar sem kristni er ríkjandi iðki trú- leysi sitt af nokkrum ákafa og telji sér skylt að angra trúaða með vitsmunum sínum. Það er eiginlega óskiljanlegt og sem betur fer ekki almennt. Sumum þykir fínast að draga sagn- fræðilegan grundvöll kristni í efa. Það gerir trúuðum lítið til, en er hvimleiður kækur og til- litslaus. Sagnfræðilegur grundvöllur kristninnar er ekkert aðalatriði og er síst lakari en t.d. Alexand- ers mikla. Og maðurinn sem sendi boð um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina hverfur sögunni stundum með öllu. Sáralítið er vitað um æsku og unglingsár Oktaviusar, sem síðar varð Ágústus keisari, arf- taki frænda síns og kjörföður Júlíusar Sesars og breytti nafni hans í embættistitil sem Napo- leon og Rússakeisarar og fleiri notuðu einnig. Jafnvel þegar Ágústus var á hátindi valda sem stjórnandi heimsbyggðarinnar var árum saman lítið vitað um hvað hann aðhafðist. En varla er ástæða að ætla að keisarinn hafi ekki verið til þá þótt vitnisburði vanti. Ágústus fylgdist náið með riki sínu. Ekki er líklegt að hann hafi heyrt um Jesú frá Nazaret. Sennilegra væri að Pílatus hafi sent Tíberíusi stjúpsyni og arftaka hans skýrslu um endalok Krists á krossi. Ekki vegna þess að krossfestingar hafi sætt tíð- indum í Rómaveldi heldur vegna þess að keisurunum í Róm var í mun að frétta af öll- um uppreisnartilburðum í heimsveldinu. Varla hefur nokkur einn mað- ur haft jafn varanleg áhrif á þróun Evrópu og hluta verald- arinnar utan hennar og Ágúst- us. Richard Holland er ekki í vafa um að Ágústus sé sá keis- aranna í Róm sem lagði mest til þróunar vestrænnar menning- ar. Það stjórnmálakerfi sem hann skapaði „hafi haldið stærstum hluta Evrópu saman í fjórar aldir eftir dauða hans“. Hann bætir við að Evrópusam- bandið, sem spratt af Rómar- sáttmálanum, fylgi aðferða- fræði sem ekki hefði verið framandi fyrir Ágústus, því ESB hafi með hléum á sífelldum vexti þess látið sem það væri einungis samband fullvalda ríkja á sama tíma og það fylgdi fast fram stefnu um að færa sí- fellt meira vald frá þeim til sín. Og hinum megin Atlantshafs- ins er eina ríki heims sem stenst, að mati Holland, ein- hvern samanburð við heims- veldi Ágústusar, hvað varðar hlutfallslegt vald. Og það ræði málefni sem snúast um stríð og frið í eigin útgfáfu af senati á sinni eigin Capitol-hæð í Wash- ington. Hollande segir Ágústus mann sinnar tíðar en ekki okk- ar: Hann var sannarlega ekki Guð. En hann uppfyllir sannar- lega öll skilyrði guðföður í báð- um merkingum orðsins. Hann braust til valda með glæp- samlegum aðferðum í fylking- arbrjósti hreyfingar sem hagaði sér eins og ríki í ríkinu. Þeir sem sviku hann guldu fyrir með lífi sínu. Friðurinn, sem við hann var kenndur, hafi verið þýðingarmeiri en blóð píslavott- anna við sköpun skilyrða fyrir boðun guðspjallanna og vöxt hinnar kristnu kirkju. (Róm- verska heimsveldið hefði aldrei orðið kristið í einni svipan nema alvaldur keisari, Konstantín, hefði haft afl til að knýja það í gegn. Það vald fékk hann í arf frá Ágústusi.) Ágústus og leyndarþrungið fjölskyldubundið valdakerfi Rómarveldis beygði allt undir sig með hervaldi og spilltum að- ferðum, leggjandi fyrir senatið „tilboð sem það gat ekki hafn- að“. Ágústus birtist Rómverjum í mörgum gervum og með ólíka áru. Þar fór Sesar, Ágústus, Keisarinn, Sá sem fremstur fór fyrir, Divi Filius (guðssonur, sem var mikið notað í tilviki Ágústusar) eða hinn látlausi Gajus Octavius. Og allir þessir voru í einum: Guðföður Evrópu, þeim sama sem sendi á aðventu boð um að nú skyldi skrásetja alla heimsbyggðina. Valdhafi heims vissi ekki að þá yrði sannur guðssonur skráður til sögunnar. Eins gott, því honum hefði ekki líkað það. Gleðileg jól STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Börnin hlakka meira til jólanna en allir aðrir. Blikið í augum þeirra vitnar um eftirvæntingu og biðin eftir því að hátíðin gangi í garð einkennist af óþreyju. Des- ember er víða lengi að líða. Sennilega væri þessi bið óbærileg ef ekki væru alls- konar skemmtanir á að- ventunni, söngur, dans, gjafir og heimsóknir gjaf- mildra jólasveina ofan af fjöllum. Allt er þetta skemmtilegt uppbrot á til- verunni nú í svartasta skammdeginu, sem nú er reyndar ögn farið að stytt- ast. Inntak gleðinnar er samt fæðing barnsins á Betlehemsvöllum – falleg saga sem bergmálar í svo mörgu í daglegu lífi okkar. Að undanförnu hafa jólaskemmtanir verið haldnar víða og gleðin þar hefur verið ósvikin. Útsendarar Morgunblaðsins hafa víða verið á ferðinni til þess að fanga stemninguna sem best er gert með góðum myndum. sbs@mbl.is Í Hádegismóum var hátíð og þangað mætti jólasveinn sem sagði sögur úr heimkynnum sínum í Esjunni sem krökkunum þótt Morgunblaðið/Eggert Stúlkurnar í Rofaborg bókstaflega iðuðu af kæti og einstakri lífsgleði. Spenningurinn sem ríkti á leikskólanum Rofaborg í Árbænum leyndi sér ekki. Börnin bíða jóla með eftirvæntingu Í loftinu á leikskólanum. Leikarar kunna ýms- ar listir sem forvitnir krakkar sýna athygli. Morgunblaðið/Eggert Horft á stjörnuna í Árbæjarsafni, en þar hefur verið dagskrá alla aðventuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.