Morgunblaðið - 24.12.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2016 ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf. Gleðin kemur innanfrá Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Jón Þórisson jonth@mbl.is „Það er mikilvægt að átta sig á að með nýrri lagaumgjörð um opin- ber fjármál þarf að vinna með öðrum hætti en verið hefur og ég vil líka taka fram að sú innleiðing getur tekið tíma,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaga- nefndar. „Það er mat heilbrigð- isráðuneytsins að ekki þurfi að koma til niður- skurðar á grunnþjónustu fyrir sjúklinga, miðað við sam- þykkt Alþingis um fjárveitingar í gær,“ segir hann. Haraldur seg- ir undirbúnings- gögn hafa sýnt að rekstur næsta árs verður í jafnvægi. „Þær grein- ingar og áætlanir fyrir næsta ár, sem lagðar voru fyrir fjárlaga- nefnd sýndu að rekstur næsta árs verður í jafnvægi og jafnvel mögulegt að ráðast í ný verkefni, sem ekki hefur verið kostur á í langan tíma. Stjórnendum spítal- ans og ráðuneytis ber að fylgja því eftir og fjárlaganefnd treystir því að það gangi eftir.“ Varasjóðir og sveiflujöfnun Orð Haraldar við afgreiðslu fjárlaga um fjármál Landspítala hafa vakið athygli. Þar kom fram að tryggt væri að gripið yrði inn í ef stefndi í niðurskurð hjá spít- alanum. „Miðað við það sem fram kom í áætlunum fyrir spítalalann og fjárlaganefnd hefur verið gerð grein fyrir verður ekki niður- skurður í grunnþjónustu spítal- ans, eftir að tekið hefur verið tillit til þeirra framlaga sem spítalan- um voru tryggð í fjáraukalögum og fjárlögum,“ segir Haraldur. „En verði óvænt atvik og ein- hverjar ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar, sem alltaf geta orðið, er eðli- legt að fara yfir það. Í nýjum lögum um opinber fjármál eru lagðir til varasjóðir, sveiflujöfnun- artæki, en síður er gert ráð fyrir að stuðst verði við fjáraukalög í þeim mæli sem verið hefur.“ Haraldur segir alls ekki óhugs- andi að ný ríkisstjórn, hvernig sem hún verður, geri einhverjar áherslu- eða stefnubreytingar á nýju ári. „En tillögugerð okkar var um að koma fjárhag Landspítalans og heilbrigðisstofnana í jafnvægi og við ætlumst til að það haldi. Við erum að leggja fjármuni til Sjúkratrygginga til að veita spít- alanum betri stuðning í þeim efn- um og höfum skerpt áherslurnar og stefnuna þannig að við náum að halda utan um þetta. Það var unn- in greiningarvinna á árinu og til- lögur um úrbætur. Það er hluti af okkar tillögum núna að skila verði tímasettri áætlun um hvernig þeim tillögum verði hrint í framkvæmd. Það er ekki nóg að skrifa skýrslur og vinna svo ekki eftir tillögum þeirra.“ Engar áætlanir um niður- skurð á Landspítalanum  Lög um opinber fjármál gera ráð fyrir varasjóðum og sveiflujöfnun ef út af bregður Morgunblaðið/Eggert Alþingi Hér eru þingmennirnir Ásta Guðrún Helgadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir rétt áður en þingfundi var slitið fyrir jólafrí. Næst kemur þing saman 24. janúar á næsta ári. Haraldur Benediktsson Meðal þess sem Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum var heimild til að ganga inn í kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni. Haraldur Benedikts- son, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessu væri komin heimild fyrir stjórnvöld til að neyta lögbundins for- kaupsréttar. „Það er fullyrt við mig að ekki liggi fyrir ákvörðun um að nýta forkaupsréttinn en það var sett heimild og fjárheimild í fjáraukalög til að gera það. Svo er einnig heimild- argrein í fjárlögum næsta árs til þess að kaupa jörðina.“ Uppboð til slita á sameign Gengið var frá sölu á jörðinni til Fögrusteina, dótturfélags Thule In- vestments og fjórðungs staðfesting- argreiðsla var greidd fyrir miðjan desember. Kaupverðið var 1.520 milljónir króna. Megn ósamstaða var meðal eigenda um nýtingu jarðar- innar og uppbyggingu. Var farið fram á uppboð hjá sýslumanni til slita á sameign og varð niðurstaða þess að Fögrusteinar keyptu jörðina. Miðað við þessa afgreiðslu Alþingis í gær er líklegt að ríkið verði eigandi jarðar- innar. Heimilt að selja Málmey Einnig var endurnýjuð heimildar- grein samþykkt sem lýtur að sölu rík- isins á Málmey í Skagafirði, en þreif- ingar hafa verið um nokkra hríð í þá veru að sveitarfélagið Skagafjörður kaupi eyna af ríkinu. Haraldur segir þessa heimild ekki nýja af nálinni. Hún hafi líka verið til staðar í fyrra og hann segir að óskað hafi verið eftir að heimildin yrði endurnýjuð. Sigríður Svavarsdóttir, formaður sveitar- stjórnar Skagafjarðar, segir að áhugi sé hjá sveitarfélaginu á að hafa eign- arhald á Málmey á sinni hendi og vonast til að viðræður milli ríkis og sveitarfélags um sölu eyjarinnar komist fljótlega á góðan rekspöl. jonth@mbl.is Hluti Jök- ulsárlóns til ríkis  Alþingi heimilar að ganga inn í kaupin Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telst ræðukóngur meðal þingmanna á nýafstöðnu þingi. Í sex ræðum og 29 athugasemdum talaði hann þingmanna mest eða í 188 mínútur. Skýrist það að verulegu leyti af því að fjár- málaráðherra leggur fram frumvarp til fjárlaga og fjár- aukalaga og fylgir því úr garði með framsögu. Sá þingmaður sem næstur kemur í röðinni er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna . Í sjö ræðum og níu athugasemdum talaði hún í 127 mínútur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur þar á eftir. Katrín talaði í 102 mínútur. Af þeim þingmönnum sem tóku til máls á annað borð, töluðu þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason styst, eða í eina mínútu. Bjarni er ræðukóngur NÝAFSTAÐIÐ ÞING Bjarni Benediktsson Stjórn Kennarasambands Íslands hefur samþykkt að stefna íslenska ríkinu vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Í tilkynningu frá KÍ segir að frum- varpið sé ekki í samræmi við það samkomulag sem gert var við for- ystu opinberu stéttarfélaganna 19. september. „Með þessu frumvarpi er verið að taka ákveðna bakábyrgð ríkisins af áunnum réttindum fólks. Það er í rauninni bara verið að tryggja þá sem eru 60 ára og eldri en ekki þá sem yngri eru,“ segir Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasam- bands Íslands. Fara með málið fyrir dómstóla Þann 2. október sendi Kennara- samband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem stjórn sambandsins greindi frá því að sambandið gæti ekki stutt nýtt frumvarp um breytingar á líf- eyrissjóði opinberra starfsmanna. Í tilkynningunni taldi stjórnin frum- varpið skerða réttindi félagsmanna þvert á undirritað samkomulag frá 19. september. „Það eru allir upp- lýstir um það að við vorum ekki sátt við framkvæmdina og þetta frum- varp og töldum það ekki vera í takt við það sem við skrifuðum undir þann 19. september. Við vorum búin að benda þingmönnum á þetta áður en þeir ákváðu að stíga það skref að samþykkja frumvarpið,“ segir Þórð- ur. Kennarasamband Ísland hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti lagasetningarinnar og telur að áunn- in lífeyrissjóðsréttindi félagsmanna séu varin af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Bandalag háskólamanna og BSRB stóðu einnig að undirritun sam- komulagsins þann 19. september og hafa bæði félögin gagnrýnt frum- varpið, mótmælt því og skorað á þingmenn að gera breytingar. Þau hafa þó hvorugt tekið afstöðu til þess hvert framhaldið verður héðan af. „Ég var að lesa um ákvörðun KÍ í fréttum. Þetta hefur ekki verið rætt í stjórn BHM en við þurfum að taka málið fyrir og íhuga afstöðu okkar til þess,“ segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður BHM. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tekur í sama streng og segir að enn hafi ekki verið tekið ákvörðun innan BSRB. kristinedda@mbl.is Kennarasamband Íslands stefnir íslenska ríkinu  Telja ný lög stangast á við stjórnarskrá Morgunblaðið/Sverrir Kennarasamband Íslands Hús sambandsins við Laufásveg í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.