Fréttablaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 26
Skotsilfur Biksvört niðurstaða hjá Statoil Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Eldar Saetre, forstjóri Statoil, yfirgefur hér uppgjörsfund norska olíurisans þar sem tilkynnt var um 1,9 milljarða dollara tap hans á fjórða ársfjórð- ungi 2016. Fyrirtækið hafði reiknað með 2,1 milljarðs dollara hagnaði en þurfti að bókfæra 2,3 milljarða dala virðisrýrnun á olíu- og gaslindum. Fréttablaðið/EPa Donald Trump hefur gert það að sérgrein sinni að úthúða ö ð r u m r í k j u m . Reyndar lítur út fyrir að hann ráðist sérstaklega á mikilvægustu við- skiptalönd Bandaríkjanna, Mexíkó og Kína. Nýjasti fíflaskapurinn frá Trump- stjórninni kemur frá yfirmanni hins nýstofnaða viðskiptaráðs Bandaríkj- anna (National Trade Council), Peter Navarro, sem í síðustu viku sakaði, í viðtali við Financial Times, Þjóðverja um „gengisfölsun“. Navarro sakaði Þjóðverja um að nota „allt of lágt skráða“ evru til að arðræna Bandaríkin og evrópska félaga sína. Ég verð að segja að mér finnst ummæli Navarros alger- lega fáránleg og fávísleg. Ég ber litla virðingu fyrir þessari „greiningu“ í anda kaupauðgistefnunnar. Adam Smith kenndi okkur árið 1776 að við ættum ekki að dæma auðlegð þjóðanna eftir stærð afgangs á vöru- skiptajöfnuði. Navarro hefur greini- lega aldrei lesið Auðlegð þjóðanna eða skilið hugmyndir Davids Ricardo um hlutfallslega yfirburði. Eykur kaupmátt Viðskipti eru ekki jafnvirðisleikur. Viðskipti eru ávinningsleikur þar sem báðir aðilar viðskiptanna hagn- ast – annars myndu viðskiptin ekki eiga sér stað. Frjáls viðskipti gera okkur öll ríkari. Þar að auki tekur það ekkert frá öðrum þjóðum að vera með of lágt skráð gengi. Raunar þýðir of lágt gengi að maður selur öðrum þjóðum vörur sínar á of lágu verði, sem þýðir að maður er í raun að niðurgreiða fyrir neytendur annarra þjóða. Þannig að ef þýskir bílar eru 20% „of ódýrir“ vegna þess að „þýska evran“ er of lágt skráð þá þýðir það að Bandaríkjamenn geta sparað 20% á bílum með því að flytja þá inn frá Þýskalandi, sem í raun eykur kaup- mátt þeirra. Þessi aukni kaupmáttur gerir bandarískum neytendum kleift að kaupa meira af öðrum vörum, til dæmis bandaríska Big Mac-ham- borgara eða bækur frá Amazon. Nota evruna Auk þess er frekar furðulegt að tala um að Þjóðverjar „falsi gengið“ þar sem Þýskaland er ekki með sinn eigin gjaldmiðil – Þýskaland er með- limur í evrusvæðinu. Að tala um að Þýskaland falsi gengið er álíka skil- merkilegt og að segja að Texas falsi gengið. Auk þess er evran fljótandi gjaldmiðill, nákvæmlega eins og bandaríski dollarinn. Þannig að ef Þýskaland falsar gengið þá gera Bandaríkin það líka. Loks má geta þess að hinn þýski Bundesbank og helstu stjórnvöld í Þýskalandi hafa verið mjög gagnrýnin á peninga- málastefnu Seðlabanka Evrópu síðustu tvö árin svo ef eitthvað er þá hafa Þjóðverjar þrýst á sterkari evru! Peter Navarro gæti með réttu gagnrýnt Þjóðverja fyrir það, en það myndi auðvitað ganga þvert gegn „röksemdafærslu“ hans. Rökrétt niðurstaða af hugmynd- um Peters Navarro myndi þýða að Bandaríkin ættu að neyða helstu viðskiptalönd sín, Mexíkó, Kína, Evrópu og Kanada, til að taka upp verulega herta peningamálastefnu til að hækka gengi sitt gagnvart doll- arnum. Afleiðingin yrði sennilega endurkoma evrukrísunnar og senni- lega einnig fjármálakreppa í Kína og samdráttur á alheimsvísu. Vonandi stöðvar einhver þessa vitleysu sem fyrst. Gjaldmiðilsglópska Trump-stjórnarinnar Róm, Boston og Hamborg hafa dregið til baka umsóknir sínar um að halda Ólympíuleikana árið 2024. Ósló, Stokkhólmur, Kraká og Lviv drógu til baka umsóknir sínar um að halda Vetrarleikana 2022 og íbúar St. Moritz og München höfn- uðu umsókn í atkvæðagreiðslu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það borgar sig ekki að halda Ólympíu- leika og almenningur er loksins farinn að átta sig á því. Meiriháttar breytingar fram undan Auðvitað er gaman að hýsa stór- mót. Það er mjög skiljanlegt að stjórnmálamenn og forsvarsmenn íþróttahreyfinga hafi áhuga á allri athyglinni og glimmerinu sem fylgir stórmóti en á undanförnum miss- erum hafa þeir þurft að hugsa sinn gang vegna þrýstings frá íbúum. Þeir komast ekki lengur upp með taum- laus fjárútlát því pólitíski kostnað- urinn er líka orðinn of mikill. Frá árinu 1960 hefur engri þjóð tekist að halda Ólympíuleika án þess að fara fram úr fjárhags áætlun. Framúrkeyrslan hefur verið að meðal tali yfir 150% og ónýtt mann- virki, að Ólympíuleikum loknum, molna niður út um allan heim enda í mörgum tilfellum erfitt að finna not fyrir þau. Þetta vita allir sem hýsa næstu leika en samt gerist þetta trekk í trekk og enginn virðist læra af sögunni. Kannski er það eðlilegt þar sem þessi gríðarlega framkvæmd er annað hvert ár sett í hendurnar á fólki sem hefur litla sem enga reynslu af því að hýsa Ólympíuleika. Spurningin er því hvort það sé ekki kominn tími til að gefast upp á núverandi fyrirkomu- lagi og prófa eitthvað annað? los angeles eða aþena til framtíðar? Alþjóða Ólympíunefndin áttar sig á stöðunni og auðvitað er vand- ræðalegt að horfa upp á meiri- hluta umsóknaraðila draga sínar umsóknir til baka. Þar á bæ er talað um mikilvægi þess að ná tökum á kostnaði við leikana og sýna skyn- semi en af fenginni reynslu ætti að taka öllu slíku tali með fyrirvara. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að skynsamlegast væri að finna sumarleikunum varanlegt heimili. Mannvirkin væru þá notuð oftar en einu sinni og leikarnir fengju jafnvel alþjóðlegri blæ. Los Angeles kemur sterklega til greina sem heimili leikanna 2024 sem gætu verið haldnir þar framvegis en vel má færa rök fyrir að Aþena sé hið eina sanna heimili Ólympíu- leikana. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort vegur þyngra að ný þjóð fái að halda risaveislu á fjögurra ára fresti eða halda leikana alltaf á sama staðnum og gera það skynsamlega. Hvar á að halda Ólympíuleikana? björn berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍb Keypti í Solid Clouds Jakob Ásmunds- son, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingar- banka, hefur keypt sig inn í tölvuleikjafram- leiðandann Solid Clouds á Eiðistorgi og settist hann í stjórn félagsins síðasta sumar. Þar voru fyrir menn á borð við Sigurð Arnljótsson, fjárfestingastjóra hjá SA Framtaki GP ehf., og Friðrik Skúlason, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Solid Clouds er oft kallað litla CCP en fyrirtækið vinnur að þróun tölvuleiksins Starborne. Aftur inn í Magasin Athygli vakti þegar tilkynnt var í síðustu viku að veitinga- staðurinn Gló yrði opnaður í Magasin Du Nord í Kaupmannahöfn. Danska stórverslunin var mjög áberandi á síðum íslensku blaðanna á árunum fyrir hrun eftir að íslenskir fjárfestar, þar á meðal Birgir Þór Bieltvedt, keyptu 87 prósenta hlut í henni árið 2004. Straumur leysti 25 prósenta hlut B2B Holding ehf., fjárfestingarfélags Birgis, í Magasin til sín í hruninu. Birgir, sem er búsettur í Danmörku, er hluthafi í Gló og getur því fljótlega aftur haft áhrif á hvað er á boðstólum í Magasíninu. Einar Pálmi til Virðingar Einar Pálmi Sigmundsson tók til starfa hjá verðbréfafyrir- tækinu Virðingu í byrjun þessa árs sem fjárfestinga- stjóri á framtaks- sjóðasviði félagsins. Einar Pálmi á að baki meira en tuttugu ára reynslu á fjármálamarkaði, síðast sem for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar HF Verðbréfa. Hann þurfti hins vegar að láta af því starfi í tengslum við ákæru sem hann hlaut í hinu svonefnda markaðsnotkunarmáli Kaupþings en Einar Pálmi hafði verið forstöðu- maður eigin viðskipta bankans. Einar Pálmi hlaut tveggja ára dóm, sam- kvæmt niðurstöðu Hæstaréttar, en hann var hins vegar skilorðsbundinn. 8 . f E B r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r10 markaðurinn 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 1 -B 1 C 4 1 C 3 1 -B 0 8 8 1 C 3 1 -A F 4 C 1 C 3 1 -A E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.