Fréttablaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 14
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir for- ystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnu- mannsins fyrrverandi Arnars Gunn- laugssonar. Tveir viðskiptafélagar Tryggva, þeir Guðjón Þór og Svavar Þór Guðmundssynir, seldu þá einn- ig eignarhluti sína í Bazaar og á fjár- festahópurinn nú allt hlutafé veit- ingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og bræðurnir Guðjón Þór og Svavar Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félags- ins í byrjun 2016 og þá keypt 20 pró- sent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfest- ingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafar- bissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmings- hlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 pró- sentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL Veiting- um af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnar- menn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrir- tækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeins- son myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. haraldur@frettabladid.is Tryggvi Þór seldi sig út úr Bazaar Veitingastaðurinn Bazaar og hótelið Oddsson eru rekin í JL-húsinu. fréttaBLaðið/GVa Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Tryggvi Þór Her- bertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Hafnarstræti 19 • 600 Akureyri Sími 466 1600 - http://www.kaupa.is/soluskra/eign/386245 Til sölu - Höllin veitingahús ehf Höllin Veitingahús á einni hæð við Hafnargötu 16 á Ólafsfirði - samtals 267,8 m². Fokheldar íbúðir og bílskúr/atvinnuhúsnæði í sama húsi - sam- tals 253,0 m². Eignin skiptist í tvo veitingasali, rúmgott eldhús, salerni og starfsmannaaðstöðu auk geymslna og útisvæðis. Efri hæðin er skráð sem íbúðir og inngangurinn er að framanverðu. Þar er gert ráð fyrir tveimur c.a. 80 m² íbúðum en rýmið er núna að stærstum hluta eitt opið rými, fokhelt að telja. Þessi hluti er samtals skráður 176,3 m². Á jarðhæð er svo 76,7 m² rými sem skráð er sem bílskúr en er notað í dag sem trésmiðaverkstæði. Húsið hefur verið tekið í gegn að utan, en þak er lélegt á þessum hluta. Eignin býður því upp á fjölmarga möguleika, bæði fyrir áframhaldandi veitingarekstur sem og uppgerð íbúða og/eða útleigu. Eignin getur selst öll í einu eða í eftirfarandi hlutum: - Einungis rekstur veitingahússins með tilheyrandi fylgifé. - Veitingahúsið (267 m²) og reksturinn. - Fokheldu íbúðirnar og bílskúrinn/atvinnuhúsnæðið. ásett verð á allri eigninni 38. m skipti á eign á Akureyri eða höfuðborgarsv. koma til greina, áhvílandi 5 m. Upplýsingar: Hvammur Fasteignasala Svissneska fjárfestingafélagið Quadia, sem hefur aðsetur í Genf, hefur keypt tólf prósenta hlut, og samið um kauprétt á 18 prósentum til viðbótar, í íslenska súkkulaði- framleiðandanum Omnom Choco- late. Ef Quadia nýtir sér kaupréttinn verður félagið annar stærsti hluthafi Omnom en stofnandi svissneska félagsins, Eric Christian Archem- bau, hefur þegar tekið sæti í þriggja manna stjórn íslenska fyrirtækisins. Þetta staðfestir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri og einn stofn- enda Omnom Chocolate, í sam- tali við Markaðinn. Quadia rekur skrifstofu í London og sérhæfir sig að sögn Óskars í fjárfestingum í sjálfbærri matvælaframleiðslu og umhverfisvænni orku. „Þetta mun hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum á innlendum og erlendum mörkuðum. Quadia mun hjálpa okkur mikið í öflun hrávöru til framleiðslunnar. Svo eru gríðar- legar tengingar, þegar við förum að þurfa þess, varðandi dreifingu og sölu. Þeir höfðu trú á okkar sýn og vörumerkinu. Omnom er í miklum vexti og með Quadia erum við að fá gríðarlega reynslu frá fjárfestingar- hópi, sem sérhæfir sig í að fjárfesta og vinna með félögum sem hafa umhverfisvernd, sjálfbærni og sam- félagslega ábyrgð að leiðarljósi,“ segir Óskar. Omnom var stofnað árið 2013 og opnaði verksmiðju og verslun úti á Granda í júlí í fyrra. Óskar og Kjart- an Gíslason, súkkulaðigerðarmeist- ari og stjórnarformaður Omnom, mynda hluthafahóp félagsins ásamt Quadia. Súkkulaði þess er að sögn Óskars selt í yfir 500 verslunum í 17 löndum. Samkvæmt skráningu Omnom hjá fyrirtækjaskrá Ríkis- skattstjóra (RSK) var félagaformi þess breytt úr einkahlutafélagi í hlutafélag á sama tíma og Eric Christian varð stjórnarmaður. – hg Fjárfestir frá Sviss kaupir hlut í Omnom Chocolate Súkkulaði Omnom er nú fáanlegt í 17 löndum. fréttaBLaðið/VaLLi Óskar Þórðarsson, framkvæmdastjóri Omnom Chocolate Ráðherranefnd um efna-hagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerf- inu. Samkvæmt öruggum heimild- um Markaðarins var ákveðið af ráð- herranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórn- völdum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármála- ráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahags- mál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti for- sætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætis- ráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkis- ráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að upp- stokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til fram- tíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafn- framt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum. Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnu- daginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórn- völd í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjár- festingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf. hordur@frettabladid.is Ráðherranefnd vildi endurskoða bankana Ráðherranefnd efnahagsmála samþykkti í fyrra að skipa nefnd til að koma með tillögur að endurskipulagningu fjármálakerfisins. Bankamaðurinn Michael Ridley átti að stýra vinnunni. Nefndin var hins vegar aldrei sett á laggirnar. ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti í fyrra að fela þáverandi fjármálaráð- herra að skipa nefnd um endurskipulagningu bankakerfisins. 8 . f e b r Ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 1 -A 2 F 4 1 C 3 1 -A 1 B 8 1 C 3 1 -A 0 7 C 1 C 3 1 -9 F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.