Fréttablaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 24
Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guð- rún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldr- inum fjögurra ára til tvítugs. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tíma- bil þar sem alþjóðaviðskiptasamn- ingar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð. Hvaða app notarðu mest? Sam- kvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis  mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin. Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin. Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðn- aði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu. Spilar fótbolta og ætlar á skíði í vetrarfríinu Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins mynd/Stefán Svipmynd Almar Guðmundsson „Íslendingar eru miðað við höfðatölu okkar fjölmennasti meðlimahópur og eftirspurn eftir íbúðaskiptum hér á landi hefur aukist mikið,“ segir Jim Pickell, forstjóri bandarísku íbúða- skiptasíðunnar Homeexchange.com. Pickell kom hingað til lands í gær en fyrirtæki hans, sem er með höfuð- stöðvar í Kaliforníu, gefur viðskipta- vinum sínum kost á að skiptast á húsnæði endurgjaldslaust. Forstjór- inn og aðrir starfsmenn  síðunnar ætla að halda kynningarfund í Saln- um í Kópavogi síðar í mánuðinum. Markmiðið með honum er að vekja athygli á fyrirtækinu og fjölga skráð- um eignum hér á landi sem hægt verði að skipta fyrir íbúðir erlendis. „Við ætlum að hitta fólk, funda með Ferðamálastofu og halda þenn- an kynningarfund. Síðustu ár hefur margt bent okkur í áttina að Íslandi. Samkvæmt þeim nýjustu tölum sem ég hef voru um 840 íbúðir skráðar hér á landi um síðustu áramót og það kæmi mér ekki á óvart ef talan væri núna nær 950. Eftirspurnin er mikil og svo mikil að Ísland er í hópi fimm- tán eftirsóttustu viðskomustaða erlendra ferðamanna sem skráðir eru á síðunni,“ segir Pickell og bætir við að alls um 66 þúsund eignir séu skráðar á heimsvísu. Pickell tók við starfi forstjóra Homeexchange.com árið 2012 og skömmu síðar runnu þrjú önnur fyr- irtæki í tengdum rekstri inn í félag- ið. Var hann áður aðstoðarforstjóri Sony Connect. Spurður hvernig hann útskýri þessa auknu eftirspurn eftir íbúðum hér á landi svarar Pickell að hana megi að miklu leyti rekja til ferða WOW air til og frá Banda- ríkjunum. „Hér í Kaliforníu sem og annars staðar eru margir að tala um ferðir WOW air og að mínu mati hefur tilkoma þess hér haft mikil áhrif á okkar fyrirtæki og áhugann á Íslandi þegar kemur að íbúðaskiptum. Alla- vega þegar um er að ræða viðskipta- vini okkar frá Bandaríkjunum en ég þekki ekki aðrar ferðir flugfélagsins,“ segir Pickell. Íslenskir viðskiptavinir Home- exchange.com leita að sögn for- stjórans að jafnaði  eftir íbúðum í Frakklandi, á Spáni, í Bandaríkjun- um og á Ítalíu en einnig hér innan- lands. Pickell segist meðvitaður um miklar vinsældir Airbnb hér á landi og þakkar fyrirtækinu fyrir að hafa rutt brautina varðandi gistiaðstöðu í deilihagkerfinu. „Sérstaða okkar er aftur á móti sú að peningar skipta ekki um hendur þegar fólk skiptir á íbúðum. Þegar þú leigir bíl af stórfyrirtæki þá finnurðu kannski ekki alltaf þörf fyrir að skila honum tandurhreinum eftir notkun. En það er eitthvað sem gerist þegar peningar eru teknir út úr dæminu. Þegar þú færð lánaðan bíl frá kunn- ingja er aftur á móti mun líklegra að þú skilir honum tandurhreinum og í fullkomnu ástandi. Svo erum við á öðrum markaði en Airbnb. Við erum að keppa við skiptinema á meðan þeir keppa við hótel og frístunda- hús.“ haraldur@frettabladid.is Um 900 fasteignir hér skráðar í íbúðaskipti Forstjóri Homeexchange.com vill fjölga íslenskum íbúðum sem eru á skrá bandaríska fyrirtækisins. Ísland í hópi fimmtán eftirsóttustu viðkomustaða þeirra sem skráðir eru á vefsíðunni. Tengir aukna eftirspurn við ferðir WOW air. forstjóri Homeexchange.com er meðvitaður um miklar vinsældir Airbnb hér á landi. fréttAblAðið/VilHelm Í grein sem þú skrifaðir í Markað- inn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peninga- legu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars: „Að mínu áliti eru peninga- markaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðar- legan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokk- urt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða: „Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkað- irnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgu markmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamark- aðarins til næstu  fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtals- vert lægri ef dregin er frá áhættu- þóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverð- tryggðum skuldabréfum í stað verð- tryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluár- unum fyrir hrun er hækkun hús- næðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum fram- boðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af hús- næði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niður- stöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hag- kerfisins. Þrátt fyrir mikla gengis- styrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raun- vaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Ann- ars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peninga- stefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn. Kæri Lars Agnar tómas möller, sjóðstjóri hjá GAmmA Hér í Kaliforníu sem og annars staðar eru margir að tala um ferðir WOW air. Jim Pickell, forstjóri Homeexchange.com 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r8 marKaðurinn 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 1 -B 6 B 4 1 C 3 1 -B 5 7 8 1 C 3 1 -B 4 3 C 1 C 3 1 -B 3 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.