Fréttablaðið - 14.02.2017, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 8 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7
frÍtt
N1 kortið
færir þér
bæði afslátt
og punkta
Besta
fyrir náttúruna
HeilbrigðisMál Ekki verður neinu
fjármagni varið til upptöku nýrra
lyfja hér á landi í ár þar sem ekki er
gert ráð fyrir því í fjárlögum. Fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Land-
spítala segir það bitna á sjúkling-
unum sjálfum.
Guðrún I. Gylfadóttir, formaður
Lyfjagreiðslunefndar, segir ekkert
svigrúm á þessu ári til að taka ný lyf
í notkun. Hún hafi gert heilbrigðis-
ráðherra grein fyrir þessari stöðu.
Eins og staðan sé núna verði hins
vegar þau lyf sem þegar er búið að
samþykkja notuð. Þau nýju bíði
enn um sinn.
„Upptaka nýrra lyfja er kostn-
aðarsöm og öll vestræn ríki vinna
nú að því að stemma stigu við
kostnaði við upptöku nýrra lyfja.
Við höfum tekið upp fjölda lyfja á
síðustu árum. Nú er hins vegar ekki
svigrúm til upptöku nýrra lyfja,“
segir Guðrún. „Lyfjagreiðslunefnd
vinnur eftir mjög skýrum ramma
og það er stjórnvalda að setja fjár-
magn til upptöku nýrra lyfja.“
María Heimisdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Land-
spítalans, segir spítalann líta þetta
sömu augum.
„Að okkar mati mun þetta
helst koma niður á sjúklingunum
sjálfum,“ segir María. „Vissulega er
bagalegt ef ný lyf verða ekki tekin
upp hér á landi á þessu ári.“
Samkvæmt Frumtökum, samtök-
um frumlyfjaframleiðenda, hefur
Ísland dregist aftur úr varðandi
upptöku nýrra krabbameinslyfja
frá árinu 2013. Af 25 nýjum lyfjum
við illkynja krabbameinum hefur
Ísland tekið átta í notkun. Noregur
hefur hins vegar veitt leyfi fyrir 24
lyfjum, Danir og Svíar 22 og Finnar
hafa tekið upp 17 þessara lyfja.
Óttarr Proppé heilbrigðisráð-
herra segir stöðuna erfiða vegna
alvarlegrar framúrkeyrslu á síðasta
ári. Hún sé til skoðunar í ráðuneyt-
inu um þessar mundir.
„Það sem kom í ljós er að kostn-
aðurinn á árinu 2016 fór alvarlega
fram úr áætlunum. Kostnaður af
lyfjum er því miður vandamál og
viðvarandi vandamál að upptaka
nýrra lyfja verður dýrari og dýrari,“
segir heilbrigðisráðherra en bendir
á að hægt sé að laga stöðuna. „Á
síðasta ári var samþykkt að auka
innspýtingu í málaflokkinn og við
erum að skoða það núna.“
sveinn@frettabladid.is
Innleiðum mun færri
lyf en nágrannaþjóðir
Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og
Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka
upp ný lyf. Heilbrigðisráðherra segir alvarlega framúrkeyrslu hafa orðið 2016.
Kostnaður af lyfjum
er því miður vanda-
mál og viðvarandi vandamál
að upptaka nýrra lyfja
verður dýrari og
dýrari.
Óttarr Proppé, heil-
brigðisráðherra
Veturinn hefur verið óvenju hlýr og snjóléttur í flestum landshlutum. Á vefmyndavélum sem sýna færð á vegum var vart snjóörðu að sjá á vegunum í gær. Á sama tíma í fyrra var vetrarfæri víðast
hvar. Hlýindin eru slík að ferskum gulrótum skaut upp á Dalvík í miðjum febrúar og víða má sjá páskaliljur sem byrjaðar eru að gægjast upp úr moldinni. Sjá síðu 4 / MYNDIR/VEGAGERÐIN
Fréttablaðið í dag
skoðun Tónlistarmaðurinn
Bubbi Morthens tjáir sig um
laxeldi. 10
sport Meistaradeild Evrópu
hefst aftur í kvöld. 12
tÍMaMót Ný útgáfa af Elsku
stelpur, siguratriði Skrekks 2015,
verður frumsýnd í dag. 14
lÍfið Ferðamenn
komu til Íslands til
að bíða í röð eftir
Yeezy Boost. 22
plús 1 sérblað l fólk
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Útgerðarmenn skoða tilboð sjómanna og svara í dag
kJaraMál Samninganefnd Sam-
taka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)
fundaði í gær til að ræða tilboð
sjómanna í kjaradeilu aðilanna.
Nefndin mun halda áfram að funda
í dag til að reyna að binda enda á
verkfallið sem nú hefur staðið yfir
í slétta tvo mánuði.
Sjómenn gerðu SFS tilboð í gær
sem kallað var lokatilboð. Val-
mundur Valmundsson, formaður
Sjómannasambandsins, sagði í
kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sjó-
menn væru tilbúnir að slaka ákveð-
ið mikið til en lengra væri ekki hægt
að fara.
Í tilboðinu felst að sjómenn slaka
á kröfum um olíuviðmiðið en Val-
mundur vildi ekki útskýra innihaldi
tilboðsins nánar.
„Við erum að reikna út hvað felst í
tilboði sjómanna. Þegar þeirri vinnu
er lokið geri ég ráð fyrir að við verð-
um í sambandi við samninganefnd
þeirra,“ segir Jens Garðar Helgason,
formaður SFS. Hann taldi líklegt að
samtökin myndu svara í dag. – jóe
1
4
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
3
A
-B
8
8
4
1
C
3
A
-B
7
4
8
1
C
3
A
-B
6
0
C
1
C
3
A
-B
4
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K