Fréttablaðið - 14.02.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 14.02.2017, Síða 2
Valentínus sækir í sig veðrið „Konudagurinn er alltaf stærstur en Valentínusardagurinn fer mjög ört stækkandi,“ segir Díana Allansdóttir deildarstjóri Blómavals í Skútuvogi. Valentínusardagurinn er í dag og gera margir vel við ástina sína af því tilefni. „Á Valentínusardeginum vilja menn helst rósir en á konudeginum eru blómvendir vinsælastir. Viðskiptavinahópurinn er einnig mismunandi. Íslendingar koma frekar á séríslenska konudeginum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Veður Í dag er útlit fyrir suðaustanátt og rigningu víða á sunnan- og vestanverðu landinu. Það rignir fram eftir kvöldi á Suðurlandi og í nágrenni höfuðborgar- innar. sjá síðu 16 Aðalfundur Korpúlfa verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar 2017 kl. 13:00 í Borgum, Spönginni 43, Reykjavík. Dagskrá fundarins : 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári 2016. 3. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2016, kynntir og fyrirspurnum svarað. 4. Lagabreytingar og afgreiðsla tillagna. 5. Þakkir til fráfarandi stjórnar og nefndarmanna 6. Uppstillingarnefnd kynnir tillögur sínar að nýjum nefndar og stjórnarmönnum Korpúlfa 7. Kosning stjórnar og nefndarmanna 8. Ný stjórn og 4 nefndir kynntar fundargestum 9. Korpusystkin munu skemmta með söng 10. Upplestur frá menningarnefnd Korpúlfa 11. Önnur mál Vonumst til að sjá sem allra flesta. Stjórn Korpúlfa. AÐALFUNDUR KORPÚLFA SAMTAKA ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI ÁRIÐ 2016. umhverfismál Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýr- ingu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustu- fyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Björt segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frum- varpsdrög séu væntanleg til ráðu- neytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggis- vörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftir- lit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Sam- Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Karlmaður lést í Silfru á sunnudaginn eftir að hann hafði verið að snorkla þar með hópi fólks. Þjóðgarðsvörður vill taka upp stífara eftirlit. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA göngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Sam- göngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upp- lýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlits- menn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsár- lón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stund- aðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir sam- gönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. jonhakon@frettabladid.is Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóð- garðsvörður vill að Sam- göngustofa hafi öryggis- verði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. samgöngur Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri í Melkoti, legg- ur til að Þingvallavegur verði ekki endurbyggður í Mosfellsdal eins og til stendur heldur verði færður suður í sitt gamla vegstæði um Mos- fellsheiði. Í athugasemd við nýja deiliskipu- lagstillögu segir Guðný nýjan veru- leika kominn upp. Hún segir 98 prósent þeirra sem fara um Þing- vallaveg vera ferðamenn að fara Gullna hringinn svokallaða. Stans- laus umferð hafi verið á jóladag. Fyrir fimm árum hafi ekki sála verið á ferð á þeim tíma. „Allt hófst þetta fyrir alvöru þegar vegurinn yfir Lyngdalsheiði var lagaður og betrumbættur. Þá jókst umferðin rosalega,“ skrifar Guðný. Betrumbætur á veginum um Kjósar- skarð og Uxahryggi eigi eftir að auka álagið af gegnumstreymi bíla enn frekar. Hún nefnir blómlega Guðný Halldórsdóttir vill nýjan Þingvallaveg burt úr Mosfellsdal Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleik- stjóri í Melkoti starfsemi víða um Mosfellsdal sem muni gjalda fyrir áformuð hring- torg, undirgöng og nýja vegi innan sveitarinnar. „Hætt er við að þessi búsældar- legasti hluti sveitarinnar láti á sjá með þeim risavöxnu samgöngu- mannvirkjum sem fyrirhuguð eru – einungis með það í huga að liðka fyrir gegnumstreymi til Þingvalla og austur í sveitir,“ segir í bréfi Guð- nýjar sem vill að frekar verði horft til vegstæðis gamla Þingvallavegar- ins. Hann var lagður 1890-1896 og liggur austur yfir Mosfellsheiði frá Geithálsi. – gar sjávarútvegur Fimm norskir loðnubátar lönduðu í Neskaupstað í lok síðustu viku og unnið var á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnsl- unnar alla helgina. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir jafnframt að vinnslu afla sem barst fyrir helgina hafi lokið aðfara- nótt mánudags, en ekkert lát er þó á komum norskra loðnuskipa til Neskaupstaðar og höfðu fimm skip tilkynnt komu sína í gær – með um 1.700 tonn. Vel gengur að vinna loðnuna í fiskiðjuverinu og er hrá- efnið ágætt, segir í fréttinni. Polar Amaroq landaði ennfremur fullfermi af frosinni loðnu, 610 tonnum, í frystigeymslur Síldar- vinnslunnar á laugardag en skipið hefur að undanförnu verið við loðnuleit ásamt skipum Hafrann- sóknastofnunar auk þess leggja stund á veiðar. – shá Tíðar komur loðnuskipa 1 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 A -B D 7 4 1 C 3 A -B C 3 8 1 C 3 A -B A F C 1 C 3 A -B 9 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.