Lystræninginn - 01.10.1975, Blaðsíða 8

Lystræninginn - 01.10.1975, Blaðsíða 8
Á morgun er kosið í Sovét hátiðisdagur mikill dagur og hjörtun fyllast unaði fá að kjósa, hafa rétt til að kjósa auk þess að hafa rétt til að lifa, vinna, éta, elska, deyja, ganga hátiðlega og dálitið hjákátlega enda í hvitri skyrtu með slifsi 1 góða veðrinu, heilsa grönnunum spjalla um geimskot, fótbolta, veðrið og kjósa 1 Sovét. Leiðtogarnir mæta snemma brosa kánkvislega framani myndavélarnar allir brosa gánga heim léttir, ánægðir að drekka te eða vodka. Mikið öfunda ég þá í Sovét að kjósa sjálfur fæ ég að kjósa en þarf að velja án þess að eiga nokkra kosti. A morgun kjósa þeir 1 Sovét.

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.